Feykir


Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 8

Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 8
8 Feykir 11/2007 Páll, Hugrún, Snæbjört, Eyvörog Guðný Axelsdóttir. Páll Friðriksson í Kjötkrók er að fara að ferma sitt elsta barn. Tölvustýrt píp í kirkjunni Páll Friðriksson í Kjötkrók fermdist 12. mars árið 1981. Fermingarfötin voru brún jakkaföt í anda þess tíma, keypt í Kaupfélaginu og hárið já já ekkert átakanlega hallærislegt. Nú 26 árum síðar er Páll að ferma sitt elsta barn, Snæbjörtu Pálsdóttur og við veltum því fyrir okkur hvort tímarnir hafi breyst. komin í góða æfingu og þau pabbi héldu veisluna bara heima. I minriingunni er það alveg magnað því þetta er pínulítið hús og gestimir vom hátt í 100. Það vom stólar um allt hús og þar senr þetta var kaffiveisla þurfti fólk ekki borð og allt sanran gekk þetta upp. Hvað með athöfnina sjáltá manstu eitthvað eftir henni? Það kemur strákslegt glott á Pál og hann þarf ekki að hugsa sig mikið um. -Það var þegar presturinn spurði okkur hvort við vildum ganga á guðsvegum og Palli Stefáns svaraði þvi svo hátt að við vorum eiginlega öll farin að hlæja. Síðan svelgdist einhverjum á messuvíninu. Annað sem er líka eftímiinnilegt er að þetta árið voru tölvuúrin alls ráðandi ogþað höfðu greinilega margir fengið svoieiðis úr um morguninn. Því þegarklukkan vará heilatímanum glumdi tölvustýrt píp um alla kirkju. Alltafað reyna að slá í gegn Fenningargjafir vom ekki eins stórar þá og þær em í dag. Páll segir að herbergið hans hafi verið Við mælum okkur mót á kaffistofúnni í Kjötkrók og með kaffi í bolla höldum við á vit minninganna. Á borðinu liggur rnynd af spengilegum fenning- ardreng, í brúnum jakkafötum og með forláta rafinagnsgítar. Páll segir að það hafi aldrei komið neitt annað til greina en að láta ferma sig. -Á þessum tíma voru þeir senr ekki létu ferma sig litnir homauga þannig að það hvarflaði aldrei að mér að spá í að gera það ekki. Auk þess sem ég hef mína barnatrú, segir Páll. Hann segist ekki muna eftír miklum fermingarundirbúningi en þó hafi hann farið með mömmu sinni í Kaupfélagið þar sem hann valdi femtingarfötin. - Ég valdi þessi brúnu, segir hann og glottir. -Við emm sjö systkin- in og ég er yngstur þannig að þegar kom að mér var mamma Fermingarkjötið er komið i reykofninn hjá Páli. rnublað upp auk þess sem hann hafi farið til Kanada með fjölskyldunni sumarið fyrir fermingu. Þettahafiveriðgjafimar ffá foreldrum hans. -Síðan gaf pabbi nrér íslenska orðabók sem er enn mikið notuð. Systkini mín gáfú mér rafmagnsgítar og svo fékk ég svolítið af pening. Ég man að ég keypti mér reiðhjól fyrir þann pening. Á því hjólaði ég síðan út á bryggju til þess að fá mér vinnu því þá var hægt að komast í bryggjuvinnu. Rafinagnsgítarinn segir Páll að hafi verið flottasta gjöfin enda hafi hann markað upphafið af miklum tónlistarferli. -Við vorum þrír saman sem gerðumst popparar. Hljómsveitín var alltaf að skipta um nafn því að sauð reglulega upp úr og þá hættum við að spila saman. En alltaf byrjuðum við aftur og þá bara undir nýju nafhi. Þekktastir vomm við undir nafúinu Mediurn. Með mér vom Óskar Páll Sveinsson, Hilmar Valgarðs- son og Sigurður heitinn Ás- bjömsson, sem var mjög góður gítarleikari. Við tókum þátt í músík- tilraunum og fengum rnjög góða dóma en vorurn með svo faa í salnum að við tengum fá atkvæði. Himmi fékk meira að segja stærðar mynd af sér í Vísi og okkur fannst við vera voða ffægir, rifjar Páll upp. Ég spyr hann hvort hann hafi ekki haldið áffam á tónlistabrautinni? -Ég gríp í kassagítar og treð stundum upp með Megasar eftirhermur, stundum einn, stundum tveir og stundum þrír. Það fer alveg eftír því hvað bræður mínir em að gera þá stundina. Eins og sjá má þá er ég enn að reyna að slá í gegn, það kemur að því, segir hann og þessari fúllyrðingu fylgir mikið glott. Langar enn í hljómsveitargræjur Nú 26 árum síðar er Páll að ferma sitt elsta bam og tilstandið er örlítið meira en þegar hann fenndist. Fötin, skómir, það þarf brúnkumeðferð, augnabrúnir, hárgreiðslu, það þarf að spá í borðskreytingar og jafnvel hvaða þerna eigi að vera í veislunni. -Stelpumar í mínum bekk fóm jú í greiðslu og vom mjög finar. Ég man alla vega ekki eftir neinni ljótri held að þær hafi allir bara ffíkkað við þetta. En það var ekki þetta vesen í kringum þetta allt saman. Annars slepp ég ógeðslega vel því hún Guðný lendir í þessu öllu sarnan. Við ætlum að halda veisluna í Tjamarbæ og það verður matur góð ráð : Feykir fékk Pál og Guðnýju konu hans til þess aö gefa nokkur góö ráö þegar kemur i aö því aö halda matarveislu. * Þumalputtareglan er að í aðalrétt sé gert ráð fyrir 250 grömmum af beinlausu kjöti á mann. i Forrétturerum 40 - 60 grömm. * Gott er að taka aðeins nflegt til þess að eiga fyrir gesti daginn eftir en passa líka að sitja ekki uppi með afganga langt fram á i sumar. * Svínakjötið þarf að panta með örlitlum fyrirvara en lambakjöt eralltaf til. * Ef aðalrétturinn er ein tegund, t.d. lamb, er gott að hafa tvennskonarsósur með. Það ertilbreyting í seinni ferðinni. * Ekki gleyma rabbarbara- sultunni með lambinu! V J þannig að eitthvað kem ég nú að þessu. Hvað með fenningargjöfina er hún klár? -Líklega fer hún með okkur tíl útlanda í sumar og síðan fékk hún allt nýtt inni herbergið sitt þannig að líkalega verður þetta bara eitthvað svipað og það var hjá mér. Þó geri ég ffekar ráð fyrir að hún fái líka eitthvað óvænt ffá okkur. Það er ekki hægt að kveðja kjötiðnaðarmanninn án þess að forvitnast um hvað þau hjón ætla að bjóða gestum sínum uppá. -I forrétt ætlum \ið að hafa grafið naut, grafna hólableikju og reyktan lax. I aðalrétt verður steikt, úrbeinað, pestófyllt lambalæri, léttsaltað svín og fermingarbamið óskaði eftir því að hafa kjúklingabollur. Á eftir verður síðan súkkulaðikaka og einhver marengskaka, segir Páll greinilega með þetta allt á hreinu. Enda pressa á kjötkaupmann- inum að hafa hlutina í lagi. En Páll svona að lokum ef þú værir að fara að fermast í dag hvemig \rildir þú þá hafa daginn. -Ég veit það ekki mér væri örugglega alveg nokk sama hvað væri í matinn og myndi örugglega óska þess að fá einhverjar hljómsveitargræjur í fenning- argjöf. Það hefúr því ekki mikið breyst.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.