Feykir


Feykir - 07.06.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 07.06.2007, Blaðsíða 2
2 Feykir 22/2007 Glæsileg dagskrá 16. og 17. júní. Utilit fyrir mikið fjör á Króknum 17. júm Dagskrá 17. júní í Skagafirði verður með veglegra móti þetta árið í tilefni af 100 ára afmæli Ungmennafélagsins Tindastóls. Hátíðarhöldin munu fara fram á íþróttaleikvangi Sauð- árkróks og auk hefðbundinna atriða verður boðið upp á glæsilega leikja- og þrautabraut þar sem öll fjölskyldan getur spreytt sig saman á léttum leikjum. Allir þátttakendur sem klára þrautirnar munu fá viðurkenningu. Meðal þátttakanda í skemmtidagskránni verða leikarinn góðkunni Björgvin Franz Gíslason, hljómsveitin Baggalútur og hinn eini sanni Auðunn Blöndal. Fyrir börnin verður boðið upp á hina glæsilegu brúðusýningu Pétur og úlfurinn og útitónleikar verða með hljómsveitinni Baggalút. Við þetta bætist svo fjölbreytt hátíð fótboltamanna og kvenna og kvennahlaup á laugardeginum 16. júní, þannig að öruggast er fyrir Skagfirðinga að vera heima um þjóð- hátíðarhelgina til að missa ekki af neinu! Leiðari “Fólk erfarið að búa úti á landi” Ég horfð á Innlit/útlit í gær eitthvað sern ég hefekki gert lengi. íþættinum var talað við tvo unga arkitekta sem eru að hanna hús sérhönnuðJyrirfólk sem vill búa úti á landi. Sagði maðurinn, sem ég man ekki hvað heitir, -Fólk er farið að búa úti á landi. Var hann mjög ánægður með sig þegar hann deildiþessari visku sinni með landanum. Þá bætti stelpuarkitektinn um betur ogfór að tala um ‘þessa staði”AAAAAAAAAAAArggg ég vil senda þettafólk í sveit og það strax. Erum við virkilega orðin það mikið tvær þjóðir í einu landi að mannræfilinn vissi ekki einu sinni að það hefurAlltaf búið fólk úti á landi. Já ég verð að viðurkenna það að það er erfitt að vera jákvæður undir svona málflutningi. Meira að segja Jyrir mig. En annars bara allt gott héðan enda framundan spennandi sumar á “þessum stöðum”okkar hér á Norðurlandi vestra, safnaopnanir, bæjarhátíðir og fleira framundan í sumar. Sjálfþakka ég guð jyrirþað á hverjum degi að hafa fæðst úti á landi og það sem meira er. Að hafa haft vit á því að búa þar áfram. Norðurland Vestra best í heimi. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauðérkróki Póstfang Fcykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Bladstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & óbyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Pórarinsson, Ragnhildur Friðriksdóttir. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Um 400 manns skoðuðu nýtt fjós í Garðakoti Hátæknifjós í Garðakoti Fjolmennt var 1 „opið fjós” a bænum Garðakoti í Hjaltadal fyrir skömmu. Húsráðendur telja að tæplega 400 manns hafi komið, sumir langt að. í Garðakoti var til sýnis nýtt og glæsi- legt fjós með tilheyrandi búnaði sem nú tíðkast. Fjósið sem eru búið að vera um tíu mánuði í byggingu er límtréshús, með haughúsi undir. I því eru 84 legubásar þannig að þama er eitt stærsta fjós í héraðinu. Það sem er nýtt í þessu fjósi er flór-sköfúróbóti sem sér um að fjarlægja alla mykju af strengjasteypubitum sem eru í gólfinu. Sköfúróbótinn sem væntanlega fær nafnið mykju- þjarkur er hollenskur að upp- runa. Hann er sá fýrsti sem tekinn er í notkun í fjósi hérlendis og vakti mikla athygli gesta og voru Vélavalsmenn í Varmahlíð sem útveguðu hann, spurðir mikið útí þetta verkfæri. Það eru hjónin Ása Jakobs- dóttir og Pálmi Ragnarsson sem búa í Garðakoti. Pálmi sagði í samtali að kýrnar hefðu verið fluttar í fjósið 10 dögum áður en móttakan var. Hann sagði að þær hefðu verið ótrúlega fljótar að aðlaga sig þessum nýju aðstæðum og tækninýjungum. Hann sagði að þetta hefði í raun allt gengið ff ábærlega til þessa og hann hefði aldrei trúað hvað vinnan í fjósinu væri mikið léttar við þessar aðstæður. Það var fýrirtækið K-Tak á Sauðárkróki sem var aðalverktaki við fjósbygginguna. Þess má geta að við þetta tækifæri afhentu þau Ása og Pálmi þeim sem mest höfðu starfað við bygginguna og selt þeim tækjabúnað í hana mynd af byggingunni með árituðum texta til minningar um þetta verk. Aðspurður um kostnað við bygginguna sagði Pálmi að hann væri á bilinu 90-95 milljónir króna. ÖÞ Skagafjörður_____________________ Listasetrið að Bæ tilbúið Listasetrið er glæsileg bygging og gamla heyhlaðan við endann orðin sýningarsalur. mynd 0Þ: Fjölmenni lagói leió sýna aó Bæ á Höfðaströnd sl. sunnudag en þar var opið hús og Qöldi mynda tengdum íslenska hestinum til sýnis. Fjölmenni lagói leið sýna að Bæ á Höfðaströnd sl. sunnudag en þar var opið hús og flöldi mynda tengdum íslenska hestinum til sýnis. Listasetrið sem þar hefur verið í byggingu í um tvö ár, er nú fullgert og tilbúið til notkunar. Húsakynnin eru afar glæsileg og frágangur bæði húss og umhverfis mjög smekklegur. Fyrstu gestirnir munu væntanlegir í Listasetrið nú í vikunni. Það er Steinunn Jónsdóttir arkitekt sem á Bæ og hefur byggt þessi glæsilegu mannvirki. Nánar verður fjallað um Listasetrið, uppbyggingu þess og tilgang síðar hér í blaðinu. að. Mötuneytismál Árskóla 8,5 milljónir í mötuneyti Síðasti ársfundur Lánasjóðs sveitarfélaga samþykkti að greiða til hluthafa sinna sérstaka arðgreiðslu sem greidd yrði á næstu fjórum árum. Ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar og var því sannkölluð hátíð í bæ er hún barst. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að þeim hluta umræddrar arðgreiðslu sem kemur til útborgunar í ár, 17. millj. króna, verði varið til kaupa á húsnæði að Sæmund- argötu 7 og 7a (nú verslunin Þórðarhöfði) annars vegar en jafnframt er lagt til við sveit- arstjórn að kornið verði upp mötuneytisaðstöðu í Árskóla við Skagfirðingabraut sam- kvæmt fýTÍrliggjandi tillögum þar um. Alls verða lagðar 8,5 milljónir í það verkefni og á það að leysa mötuneytismál nem- enda í 4. - 10. bekk. Leiðrétting Ritstjóri Feykis tók sér of mikið vald í þar síðasta blaði og skírði Marin Lind Ágústsdóttur upp á nýtt 1 Feyki hér hún Malin en ekki Marin. Er hún beðin afsökunar á þessum mistökum. Styttist í Húnavökuhátíð Línur að skýrast varðandi viðburði Húnavakan verður helgina 13. -15. júlí næstkomandi, en hún er haldin Blönduósi. Nú er fárið að skýrast hvaða skemmtikraftar em væntanlegir en það em m.a. Björgin Franz Gíslason, Jógvan Hansen, Skoppa og Skrítla og Hara dúettinn. Hljómsveitimar Polyester frá Blönduósi, Veðurguðirnir og I svörtum fötum verða einnig á s\'æðúiu, en sú síðastnefnda mun spila á dansleik í íþróttahúsinu á laugardagsJcvöldinu. Auk þessa verður söngkeppnin Míkróhúnn á sínum stað og loks verður sett upp s)Tiing í grunnskólanum. Fleiri listamenn og viðburðir munu bætast við á næstu dögum og þess vegna um að gera fýrir alla að taka helgina frá.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.