Feykir


Feykir - 07.06.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 07.06.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 22/2007 íþróttafréttir Kynning:: 3. deild karla C-riðill Tindastóll Meistaraflokkur Tindastóls tekur að þessu sinni þátt í riðli C í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Róbert Haraldsson tók við þjálfun Tinda- stóls síðastliðið haust en hann hefur víða komið við á sínum ferli og þjálfaði síðast lið Hvatar frá Blönduósi. Þeir leikmenn sem hafa yfirgefið Stólana frá í fyrra eru Aðalsteinn Arnarson, Rúnar Már Sigurjónsson, Árni Einar Adolfsson, Thomas Bang og Marc Christensen. Meðal þeirra sem hafa gengið til liðs við Stólana eru Ágúst Ingi Ágústsson, Halldór Jón Sigurðsson, Dejan Djuric, Hjörvar Árni Leósson og Sigmundur Birgir Skúlason auk Róberts ajálfara. Albert Sölvi Óskarsson Ágúst Ingi Ágústsson Bjarki Már Ámason Björn Magnús Árnason Fd.: 10. janúar 1985 Fd.: 22. júlí 1982 Fd.: 13. október 1978 Fd.: 16. mars 1985 Leikir með UMFT: 62 Leikir með UMFT: 8 Leikir með UMFT: 30 Leikir með UMFT: 26 Björn Ingi Óskarsson Brynjar Rafn Birgisson Dejan Djuric Ebbe Nygaard Fd.: 18. júlí 1982 Fd.: 29. október 1986 Fd.: 10. maí 1973 Fd.: 2. okt. 1985 Leikir með UMF: 46 Leikir með UMF: 9 Leikir með UMFT: 3 Leikir með UMFT: 15 Gísli Eyland Sveinsson Guðmundur Vilbergss. Guðni Þór Einarsson Halldór Jón Sigurðsson Fd.: 2. ágúst 1973 Fd.: 18. aprfl 1985 Fd.: 21. nóv. 1988 Fd.: 1. okt. 1983 Leikir með UMFT: 136 Leikir með UMFT: 12 Leikir með UMF: 8 Leikir með UMFT: 30 HaukurSkúlason Hjörvar Árni Leósson Ingvi Hrannar Ómarss. Jóhann M. Jóhannsson Fd.: 6. febrúar 1981 Fd.: 13. maí 1987 Fd.: 24. maí 1986 Fd.: 8. maí 1968 Leikir með UMFT: 80 Leikir með UMFT: 2 Leikir með UMFT: 24 Jóhann Helgason Jón Kristinn Skúlason Kári Eiríksson Konráð Þorleifsson Fd.: 8. sept. 1985 Fd.: 14. okt. 1986 Fd.: 3. mars 1990 Fd.: 25. sept. 1988 Leikir með UMFT: 53 Leikir með Tindastól: 2 Leikir með UMFT: 2 Leikir með UMFT: 32 Kristján Baldursson Pálmi Þór Valgeirsson Róbert Haraldsson Sigmundur Skúlason Fd.: 24. maí 1974 Fd.: 12. júlí 1988 Fd.: 23. mars 1969 Fd.: 19. maí 1982 Leikir með UMFT: 1 Leikir með UMFT: 34 Leikir með UMFT: 3 Leikir með UMFT: 75 Snorri Geir Snorrason Stefán Arnar Ómarsson Fd.: 24. júní 1983 Fd.: 13.ágúst 1982 Leikir með UMFT: 74 Leikir með UMFT: 57 Helga Margrét ogArni Rúnargera góða hluti á Meistaramóti Islands í fjölþraut Nálægt því að slá Islandsmetið Meistaramót íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta og löngum boðhlaupum fór fram helgina 26.-27. maí á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Helga Margrét Þorsteins- dóttir úr USVH varð íslandsmeistari í sjöþraut kvenna en Árni Rúnar Hrólfsson úr UMSS hafnaði í 2. sæti í tugþraut sveina. Helga Margrét sigraði nreð 5285 stigum og var því aðeins 119 stigum frá Islandsmeti Kristínar Birnu. Helga Margrét er aðeins 16 ára gömul og árangur hennar því ótrúlegur. Ljóst er að íslandsmetið er í stórhættu og gaman verður að fylgjast með henni í sumar. Árni Rúnar Hrólfsson úr UMSS gerði einnig góða hluti á mótinu, en hann hafnaði í 2. sæti í tugþraut sveina (15-16 ára). Þessi árangur Árna er stigahærri en met Gauta Ásbjörnssonar úr UMSS í tugþraut sveina með sveinaáhöldum, en metið telst ekki löglegt vegna of mikils meðvinds. 3. deild karla C: Tindastóll lagði Hvíta riddarann og Hvöt tók Álftanes Hvöt og Stólarnir bæði taplaus Þjálfari Hvita riddarans vekur lukku á bekk Tindastóls. Mynd: pib Strákarnir í Tindastóli tóku á móti Hvíta Riddaranum í 3. deild um helgina. Töluverður vindur var á Sauðárkróki og var Hvíta Riddaranum ógnað strax á fyrstu sekúndunum þegar Róbert átti skot að marki af 50 metra færi, en markmaðurinn varði naumlega. Tindastóll var sterkari aðilinn í leiknum og sigraði örugglega, 5-0. Tindastóll byrjaði með vindi og pressaði í upphafi leiksins. Gestirniráttu í miklurn erfiðleikum að berjast bæði við andstæðingana og vindinn, og konrust ekki almennilega inn í leikinn. Það var loks á 14. mínútu sem Haukur kenrur heimamönnum yfir eftir skalla frá Stefáni Arnari. Aðeins 2 mínútum seinna skorar Róbert beint úr hornspyrnu, þó með viðkomu í varnarmanni, en Róbert var svo aftur á ferðinni undir lok seinni hálfleiks og kom Tindastóli í 3-0 sem voru hálfleikstölurnar. Tindastóll var hvergi hættur og mættu strákarnir sterkir í seinni hálfleik. Eftir um 12 mínútna leik braust Haukur í gegnurn vörnina og náði að skora. Urn miðjan seinni hálfleik meiddist Ingvá Hrannar og fór af velli. Þegar stutt var til leiksloka fór Albert upp hægri kantinn og sendi flnan bolta fyrir markið þar senr Arnar Skúli skoraði sitt fyrsta rnark með meistaraflokki og staðan orðin 5-0. Hvöt sigraði Álftanes Sunnudaginn 3. júní skellti Hvöt sér suður á Bessastaðavöll og atti kappi við liðið Álftanes. Skemmst er frá því að segja að Blönduósingar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu og sitja nú á toppi riðilsins ásamt Tindastóli, en bæði lið eru með 7 stig. Sama byrjunarlið nrætti til leiks hjá Hvöt og var gegn Skallagrími, nema að nú voru 3 leikmenn settir í sóknarlínuna sem gerði heimamönnum erfitt fyrir. Bæði mörk Hvatar komu í fyrri hálfleik en það voru þeir Óskar Snær Vignisson sem skoraði á 35. mínútu og Einar Ingi Jóhannsson sem skoraði á þeirri 45. I seinni hálfleik voru gerðar þrjár varnarsinnaðar skiptingar og áherslan var lögð á að halda forystunni sem gekk sem skildi og Hvatarmenn fóru með sigur afhólmi. Föstudaginn 8. júní rnætast Hvöt og Tindastóll á Blönduósi klukkan 20:00 en liðin eru bæði nreð 7 stig eftir 3 umferðir. 1. deild kvenna : Tindastólsstúlkur án taps Unnu Fjarðabyggð 2-1 Stelpurnarim.fi. kvenna áttu heimaleik gegn Fjarðabyggð sl. laugardag. Leikurinn fór fram á Sauðárkróksvelli í frábæru veðri og margir iögðu leið sína á völlinn til að hvetja stelpurnar. Leikurinn fór ekki vel af stað hjá Tindastóli en þær náðu sér á strik og sigruðu leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Fyrri hálfleikurvarviðburð- arlítill og lítið frásagnanært en staðan í hálfleik var 0-0. í seinni hálfleik mættu stelpurnar ákveðnari til leiks. Vanda kom inn á völlinn og virkaði það sem hálfgerð orkusprauta fyrir stelpurnar og fljótlega skoraði Halla Mjöll eftir að skot Hjördísar rataði ekki í netið og Halla fylgdi eftir. Stuttu seinna skoruðu stelpurnar í Fjarðabyggð ódýrt mark úr aukaspyrnu. Sá bolti hefði nú ekki átt að enda inni en einhver klaufaskapur greip um sig og gestirnir ná að jafna. Loks konr að því að Tindastóll fékk aukaspyrnu á hættulegunr stað og enn var það Halla Mjöll á ferðinni sem smellti boltanum í hornið og skoraði. En þess má geta að þetta er fjórða rnarkið hennar sem hún skorar á þennan hátt. Lokatölur leiksins voru 2-1 fyrir Tindastóli og 3 stig í pottinn, sem setti Stólana í fyrsta sæti riðilsins með 7 stig. Glæsileg frammistaða hjá stelpunum, en næsti leikur þeirra er heimaleikur gegn Hetti frá Egilsstöðum, laugardaginn 9.júní

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.