Feykir


Feykir - 07.06.2007, Blaðsíða 8

Feykir - 07.06.2007, Blaðsíða 8
8 Feykir 22/2007 A námskeiðinu lærðu leisögumennirnir að iesa árnar. Andrew var með námskeið sitt tvær helgar í röð og dvaldi hann hér á landi ásamt eiginkonu sinni Marie - Louise Kellet. Á námskeiðinu segist hann kenna leiðbeinendum hvernig þeir eigi að lesa ánna sem þeir vinna í. Eins leggur hann mikla áherslu á öryggi viðskiptavina sinna og hvernig bregðast skuli við fari eitthvað úrskeiðis. -Mér finnst mjög mikilvægt að um allan heim séu leiðbeindur að læra sama hlutinn þannig að þegar þeir komi út á ánna, hvar sem er í heiminum, sé þeir að tala sama tungumál, segir Andrew. -Jökulsá austari rennur í gegnurn mikil gljúfur og getur verið hættuleg fyrir þá sem ekki vita hvað þeir eru að gera. Við sem höfurn atvinnu af flúðasiglunum óttumst það svolítið hvað gerist þegar þær verða vinsælli og vinsælli og æ fleiri halda að það sé ekkert mál að leigja sér bát og fara út á árnar. Þær eru ekki hættulegar ef menn vita hvað þeir eru að gera eins og hér er. Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska ferðaþjónustu að leiðbeinendur séu að sækja sér aukna þekkingu og það kernur ánum senr hafa slíka leiðbeinendur á kortið, segir Andrew og nemendur hans eru farnir að bíða. Ég verð samt að spyrja hann hinnar klassísku spurningar. Hvernig líkar þér ísland? -Mjög vel, segir hann og þau hlæja bæði. -Við höfúm aðeins náð að ferðast urn og erunt hrifin. Eigurn örugglega eftir að korna aftur síðar. Þar með er hann rokinn enda bíða nemendur hans úti við á, það á að fara að prófa mannskapinn. Inni við símann situr Magnús og svarar fyrir sitt fyrirtæki og úti á hlaði kemur langferðabíll með ævintýraþyrstum flúðasiglingarmönnum. Það er greinilega allt á fullu þarna og spurning hvort Jökulsáin hafi ekki nú þegar verið virkjuð atvinnulífinu til handa. spurningalista um viðhorf íbúa á Norðurlandi vestra til háskólanáms? Skilafrestur á spurningalistanum er framlengdur til 8.júní. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt svo svörunin verði sem best. Leióbeinendur hjá Ævintýraferðum eru vel menntaðir_______________________ Spennandi sumar framundan Andrew Kellett frá Suóur Afríku hélt á dögunum námskeið í flúðasiglingum fyrir leiðbeinendur hjá Ævintýraferðum. Feykir kíkti við á námskeiðið og spurði Andrew að sjálfsögðu hvernig honum líkaði ísland. Jökulsá austari er með bestu flúðasiglingaám í Evrópu og getur jafnframt verið með þeim hættulegri. Það er ef rnenn vita ekki hvað þeir eru að gera. Magnús ltjá Ævintýraferðum segir að hjá sér hafi öryggið og hæfi leiðsögumanna ætíð verið í öndvegi og því sem mikilvægt að mennta starfsfólkið vel áður en það heldur út á ánna með viðskiptavini. Hjá Hestasporti/Ævintýraferðum vinna nú um 25 manns þar af átta leiðsögumenn í ánum. -Við erurn hér að bjóða upp á heimsklassa flúðasiglingar og gerunt þetta eins vel og öruggt og hægt er. Til þess að hægt sé að halda því þjónustustigi þarf að mennta starfsfólkið og er þetta námskeið liður í því, segir Magnús. Magnús segir að það líti bara vel út með bókanir í sumar, sérstaklega í hestaferðirnar en flúðasiglingarnar séu meira háðar verði og þangað komi viðskiptavinir meira án mikils fyrirvara. Glæsilegur hópur leiðsögumanna ásamt kennara sínum. Verslunin ÞÓRÐARHÖFÐI húsgögn & gjafavara ÁGÆTU VIÓ5KIPTAVINIR/ ÝmMGAR .SAIA ÚTSALA Á ÖLLUM VÖRUM VÉ0NA FLUTNIN0S VFRSLUNARXNNAR OPW VFRPUR LAU&ARVA&m 9. JÚNÍ FRÁ KL. 11-16 Verið velkomin Opnunartími: Virka daga frákl. 13 til 18 • Lokað um helgar Verslunin Þórðarhöfði ehf Sæmundargötu 7a • 550 Sauðárkróki • Sími: 453-5200

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.