Feykir


Feykir - 07.06.2007, Blaðsíða 7

Feykir - 07.06.2007, Blaðsíða 7
Höskuldur Birkir Erlingsson, lögreglumaður á Blönduósi, á lögregluhundinn Freyju Lögregla á fjórum fótum Hoskuldur Birkir Erlingsson, logreglumaöur a Blonduosi, er meó mikla hundadellu. Höskuldur á fíkniefna- og lögregluhundinn Freyju sem verður tveggja ára í þessum mánuöi. Freyja stóóst nýlega grunnnámskeið fyrir fíkniefnahunda og hefur hún nú þegar sannaó gildi sitt. Höskuldur var áður lög- reglumaður á Hólmavík og var hann um tíma eini starfandi lögreglumaðurinn þar. Þar átti hann fikniefhahund sem hét Bella og fluttu þau ásamt fjölskyldu sinni til Blönduóss árið 2001. Bella var Scháfer en undir það síðasta var hún orðin bæði gömul og veik og fór Höskuldur þá út í það að endumýja og flutti inn belgískan fjárhund árið 2005. -Það gekk illa með þann hund og var hún hreinlega hrædd við fólk og það endaði með því að ég lét svæfa hana. Þann hund flutti ég inn í gegnum kunningja minn í lögreglunni í Gautaborg. Ég hafði síðan samband við hann aftur eftir að hún hafði verið svæfð og tjáði honum hvað gerst hafði og bað hann að skoða málið með mér. Stuttu síðar hatði hann samband við mig aftur og sagðist vera með hvolp sem lögreglan ætti og þeir vildu gefa ntér. Ég varð ofsalega kátur með þetta allt saman en í ljósi reynslunnar var ég með varann á og hafði samband við annan kunningja minn sem er í tollgæslunni í Noregi. Hann hefur séð um að þjálfa hunda fyrir norska tollinn, segir Höskuldur. Þama var þá freyja komin til sögunnar en hún er einnig belgískur fjárhundur af tegundinni Malinois og kom til Blönduóss fyrir ári síðan eftir að hafa lokið grunnþjálfún í Noregi. -Hún var í nærri ár úti og var þjálfari hennar þar rnjög kátur með hana, segir Höskuldur. Það getur ekki hvaða hundur sem er orðið fikniefiiahundur og til þess að hljóta þar til gerð réttindi þarf hundurinn að ganga í gegnum strangt prógram og þjálfún. Og eins ótrúlega og það hljómar þarf hann að vera félagslyndur, barngóður og með háa veiði- og drápshvöt. -Þetta eru strangar kröfur og erfið próf en hundurinn þarf að geta leitað við alla vega aðstæður. Inni á heimili þar sem börn eru, fólk sem er hrætt við hunda, í skipum, bílum, flugvélum, rútum til dæmis og allar þær tmflandi umhverfisaðstæður sem geta verið fyrir hendi. Þessir hundar þurfa að hafa mjög háa veiðihvöt og þegar þeir eru búnir að finna bráðina, sem í þessu tilfelli er efiiið, kemur drápshvötin til sögunnar. Henni er fullnægt með umbun í formi bolta. Þetta með veiðihvötina og drápshvötina er arfleifð frá úlfinum sem nýtt er í þágu mannsins. Allt þarf þetta síðan að smella saman til þess að hægt sé að nota hundinn við þessar aðstæður, útskýrir Höskuldur. Til þess að mega starfa sem lögreglumaður með fíkniefna- hund þurfa bæði maður og hundur að ganga í gegnuin námskeið og standast próf. Yfirumsjón nteð þjálfun og prófun hundanna hefur Steinar Gunnarsson, sem eitt sinn var lögreglumaður á Sauðárkóki, en er núna yfirhundaþjálfari ríkislögreglustjórans. -Hann hefúr oft séð um að forþjálfa hundana en síðan tekur við grunnnámskeið sem er fjögurra vikna námskeið haldið í lögregluskólanum ogþH námskeiði verða bæði rnaður og hundur að ná. Ég hafði náð þessu námskeiði áður og þurfti því ekki að fara í gegnunt eins strangt námskeið og áður að þessu sinni en Freyja þurfti að gera það. En þess eru dæmi að annað hvort bara hundurinn eða bara maðurinn nái námskeiðinu, segir Höskuldur. Við erum látin taka skriflegt próf sem er rnjög erfitt og hafa menn verið allt að 12 tíma að leysa það. Þess utan skilum við lokaverkefni sem er flutt síðasta daginn. Þá er nemendunum skipt í 2 hópa sem em með sitthvort verkefnið. Hvaða eiginleika þarf góður hundaþjálfari að hafa? -Hann þarf að sýna mjög góðan skilning á hundaþjálfún og geta leyst þau vandamál sem kunna að koma upp. Hann þarf að vera samkvæmur sjálfúm sér og númer eitt að hafa rnikinn áhuga á hundum. Hvemig er að hafa svona hund inni á heimili? -Það er enginn munur á því að hafa fíkniefnahund eða venjulegan heintilishund inni á heimilinu. Hundurinn gerir greinamun á því hvort hann er heima eða í vinnunni. Þeir eru fljótir að tengja og þegar ég skipti um föt og fer í lögreglubúninginn verður Freyja óð og uppvæg og vill fá að koma með. Eins ef ég skýst heirn úr vinnunni og hún er heima þá telur hún að það sé séns að hún fái að koma með. Að öðru leyti fær hún alveg sama uppeldi og vel upp alinn heimilishundur. Þá tel ég að fíkniefnahundar hafi gott af því að umgangast börn og margt fólk til þess að vera vanir því þegar þeir lenda í þeint aðstæðum að vera að leita. Eins æfi ég hana í því að vera alltaf í vinnunni ef svo má að orði komast. Þegar ég fer með hana í göngutúr þá getur liður í þjálfúninni verið að vera búinn að korna einhversstaðar fyrir efiti. Hún er því þjálfúð til þess að vera alltaf á verði þegar fikniefhi eru annars vegar og láta vita. Hvererþörfiná fíkniefnahundi á ekki stærri stað en Blönduósi? -Við sáum þegar ég kom með Bellu að verkefitin voru næg. Það fara mjög margir ökumenn í gegnum hendurnar á okkur, ef svo má að orði komast, jafnvel rnörg þúsund á ári hverju og eftir að við fórum að fylgjast betur með því að einhverjir þessara ökumanna hefðu óhreint rnjöl í pokahorninu, fór að dúkka upp ótrúlegur fjöldi fikniefnamála. Hér höfum við Iíka kontið upp um stórar ræktanir þ\á staðreyndin er því miður sú að 22/2007 Feyklr 7 það er orðinn fikniefnavandi í öllum bæjum. Ég er með fíkniefnahund hér og annar er á Akureyri og væntanlega mun aukast samvinna okkar á milli og jafhvel munum við dekka hvorn annan þegar kernur að sumarffíum. Það hefúr verið nefitt við mig að korna að leitum í millilandafluginu á Akureyri sem dæmi. Á sumrin eru alls kyns útihátíðir og það þarf að halda uppi fikniefiialeitum á þeim stöðum. Með góðri skipulagningu er hægt að nota hundana meira sem fyrir eru og ég hef alltaf reglulega komið í fíkniefhaleitir á Sauðárkrók sem og aðra þéttbýlisstaði á Norðurlandi. Eins og áður hefúr komið fram býr Freyja heirna hjá Höskuldi og er það þannig með alla fikniefhahunda, þeir búa á heimili stjórnenda sinna. En Höskuldur segir að þrátt fyrir það taki hann sér sitt sumarfrí eins og aðrir en reyni að sinna því sem upp kemur ef hann á nokkurn möguleika til þess. -Ég lít svo á að það sé bara skyflda okkar, segir Höskuldur sem greinilega er alltaf á vaktinni. Hver kostar hundinn? - Kostnaður við innflutning á svona hundi er urn hálf milljón króna og gerði ég það sjálfúr á minn kostnað. Það er auðvitað bilun en þar spilar inn í mikill áhugi á starfi með fikniefhahunda. I upphæðinni innifelst flugkostnaður, dýra- lækniskostnaður, einangrunar- kostnaður og fleira svarar Höskuldur. Hvað framhaldið varðar, þá er ffamundan svokölluð starfsley'fisúttekt. Hún er eftir einhveija mánuði og þá telst hundurinn vera fullþjálfaður ef hann eða þau ná henni saman. -Það eru stíf próf í nokkra daga. Þá er prófað í öllum helstu leitum sem hundurinn á eftir að lenda í svo sem bílaleitir, húsleitir, skipaleitir o.s.ff\r. Síðan er sérnámskeið í því að leita á fólki þ\á að hundarnir þurfa að læra það sérstaklega að fólk getur borið á sér fikniefni. Einnig má geta þess að Freyja hefur fengið þjálfún í því að rekja spor eftir fólk. Það er mjög gagnlegt í lögreglunni að hafa hund sem er þjálfaður í slíku og heftir hún rakið spor um móa og inela eftir mann sem gekk þar einhverjum klukkustundum áður. Freyja fann fikniefiii í fyrsta skipti fyrir unt 10 dögunt síðan sem falin voru í biffeið. Ég var svo ánægður að ég var hoppandi og skoppandi eins og krakki í sælgætisbúð. Það er svo gaman að sjá þegar öll þessi þjálfún fer að bera árangur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.