Feykir - 21.06.2007, Blaðsíða 1
Láttu ekki vandræðin
verða til vandræða
Ibúðalánasjóður
www.iis.is
- rt
Þessarknáu fótboltastelpur ætla að keppa á Landsbankamóti núna um helgina. Gera má ráð fyrirað íbúum Blönduóss og
Sauðárkróks eigi eftir að fjölga verulega um helgina og ber að hrósa íþróttafélögunum fyrir framtakið.
Smábæjarleikar á Blönduósi og Landsbankamót á Sauðárkróki
Tvö fótboltamót á
dagskrá um helgina
Um helgina veröur flör í fótboltanum. Smábæjarleikar KB-
banka veróa á Blönduósi, en um er að ræða mót fyrir 7. - 4.
flokk karla og kvenna. Á sama tíma verður Landsbankamót
á Sauðárkróki sem ætlað er 7. - 3. flokk kvenna.
Smábæjarleikarnir voru
búnir til á jafnréttisgrundvelii.
Lið úr stærri bæjarfélögum eru
ekki skráð til leiks á mótinu
svo að keppendur verða aðeins
félög ffá minni stöðum. Auk
þess verða engin úrslit skráð
með meira en 5 marka..
Þetta er í fjórða skipti sem
mótið er haldið og svo mikil
aðsókn var í ár að visa þurfti
um 400 keppendum ffá.
Urn 800 keppendur verða á
mótinu og áætlað að íbúafjöldi
Blönduósbæjar þrefaldist. Að
sögn Kára Kárasonar, eins
skipuleggjanda mótsins, vantar
alltaf fleiri sjálfboðaliða til að
hjálpa til við að gera mótið sem
flottast og eru allir hvattir til að
leggja hönd á plóginn.
Ýmislegt verður á dagskrá á
smábæjarleikunum. Fyrir utan
fótbolta verða útitónleikar,
bíósýningar fyrir alla og
síðast en ekki síst verður hin
víðffæga Blönduóslögga með
skothörkumælingu þar sem
keppendur geta mælt hversu
skotfastir þeir eru.
Stelpumót á Króknum
Landsbankamótið er nú haldið í
þriðja sinn. Mótið er fyrir 7. - 3.
flokk kvenna og búist er við um
400 keppendunt ffá 9 félögum,
víðsvegar af landinu. Á þessu
móti verður fótbolti aðalmálið,
en hvert lið spilar 6-8 leiki. Frítt
verður í sund fyrir keppendur
og einnig verður kvöldvaka. Að
sögn Vöndu Sigurgeirsdóttir,
einum aðalskipuleggjanda
mótsins, verður rnikið fjör urn
helgina á Króknum. Rúmlega
100 sjálfboðaliðar verða að
hjálpa til og stefnir allt í glæsilegt
mót. Nú er bara að vona að
veðurguðirnir verði okkur
hliðhollir og glampandi sól líkt
og var þessa helgi fyrir ári síðan.
Nýr framkvæmdastjóri HS
Hafsteinn ráðinn
Hafsteinn Sæmundsson
hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri
heilbrigðistofnunarinnar
á Sauðárkróki. Hafsteinn
mun koma til starfa þann
1. júlí næstkomandi.
Hafsteinn er fæddur og
uppalinn á Króknum og er
því kominn á heimaslóðir.
Hann er sonur Sæmundar
heitins Hermannssonar
sem gegndi einmitt starfi
framkvæmdastjóra við
spítalann til fjölda ára. Það
má því segja í orðsins fyllstu
merkingu að Hafsteinn sé
kontinn heim.
Sláttur að hefjast hjá bændum
Væri fínt að fá smá vætu
Nú fer að styttast í
heyskapinn hjá bændum
landsins og er hann
jafnvel hafinn á stöku
bæjum. Sláttur er hafinn í
Húnaþingi og þeir sem ekki
hafa hafist handa, byrja
að öllum líkindum nú undir
helgi.
Gott údit er með sprettu,
enda finasta veðurspá ffam-
undan þó svo að töluvert vanti
upp á vætu, en svolítill þurrkur
hefur hrjáð bændur.
í Skagafirði er sláttur
hins vegar ekki byrjaður af
neinni alvöru. Að sögn Eiríks
Loftssonar ráðunautar hjá
Leiðbeiningamiðstöðinni,
myndi slátturinn að öllum
líkindum hefjast af fúllum krafti
ef væta kæmi til sögunnar, en
þurrkurinn hefur komið í veg
fyrir almennilega sprettu.
I fyrra hófst sláttur ekki fyrr
en um mánaðarmót júní - júlí,
og þótti það í heldur seinna lagi,
svo að allt er á eðlilegu róli í ár
þar sem að sláttur ætti að hefjast
að fúllu í næstu viku.
Skrifað undir samning
Tengill tengir
Gagnaveita Skagafjaróar
og Tengill ehf. undirrituðu
á dögunum þjónustu-
samning sem kveður á
um kaup Gagnaveitunnar
á þjón-ustu Tengils vegna
Ijósleiðaraverkefnisins
auk aðkomu aó fleiri
verkefnum.
Tengill mun skv.
samningnum sjá um
lagningu röra í samstarfi við
jarðvinnuverktaka, íblástur
ljósleiðara í rörin og allar
tengingar og splæsingar sem
þarf til að tengja heimilin við
ljósleiðarakerfið.
Af þessu tilefni mun
fyrirtækið fjárfesta í sérstökum
búnaði og splæsingarvélum
sem notaðar verða til að tengja
heimilin ljósleiðaranum.
Fyrirtækið mun einnig
koma að gerð lagnaleiða í
verkefúinu og sinna öðrum
tæknilegum verkefnum sem
upp koma. Fréttaskýring er
urn málið á bls. 6.
VIÐ BÓNUM OG RÆSTUM!
Daglegar ræstingar og
reglubundið „viðhald á bóni
í fyrirtækjum og stofnunum
Hringdu núna eða sendu tölvupóst
Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is
Bílaviðgerðir