Feykir


Feykir - 21.06.2007, Blaðsíða 10

Feykir - 21.06.2007, Blaðsíða 10
lO Feykir 24/2007 Umf. Tindastóll 100 ára Fótboltahátíð aldarinnar Hátiðarhold vegna 100 ara afmælis UMF Tindastols foru fram með pompi og prakt, laugardaginn 16. júní. Um 270 manns sátu til borðs í íþróttahúsinu og voru viðstödd hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Fótboltafólk á öllum aldri mætti á Sauðárkrók til þess að fagna afmælinu. Hófst dagurinn með hádegisverði á Kaffi Krók og fljótlega eftir hann hófst leikur Tindastóls og Skallagríms. Hörkuleikur var þar á ferðinni og stemningin á vellinum hreint með ólík- indum. Sungið og klappað auk þess sem ófá gullkornin flugu um stúkuna á milli þess sem mannskapurinn tók bylgju. Um kvöldið var síðan hátíðardagskrá í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og voru margir búnir að bíða eftir þessu kvöldi nreð mikilli eftirvæntingu. Dagskráin innihélt meðal annars ræðuhöld hinna ýmsu manna, glefsur frá liðnum tímum, afliendingu viðurkenninga, heiðursviður- kenningar, söngatriði og uppboð, þar sem t.d. árituð Barcelona treyja var seld á einar 75 þúsund krónur. Að hátíðardagskrá lokinni hófst dansleikur, þar sem hljómsveit Geirmundar Valtýssonar lét fyrir dansi. Pétur Ingi Björnsson var á svæðinu og tók fjöldann allan af skemmtilegum myndum frá kvöldinu sem hægt er að nálgast á Skagafjörður.com. Gunnar Þór Gestsson formaður UMFT ásamt Sverri Þór Hákonarsyni, Mark Franek og vinkonu hans. Hluti meistaraflokks UMFTI dag og 2003 tróð upp og ásamt Hreimi, Vigga og Benna og sungu tvö lög. Frá vinstri: Vala Hrönn, Anna Ragna, Brynhildur Þöll, Halla Mjöll, Elva, Inga Birna og Ragnhildur. Þessar unglegu dömur voru á takkaskónum seint á siðustu öld. Gylfi Geiraldsson ifélagi við Pál Ragnarsson og Pálma Sighvatz. Eyjólfur Sverrisson, Stefán Haraldsson og Gisli Sigurðsson voru meðal þeirra sem voru heiðraðir á afmælishátiðinni. Meistaranám iðnaðarmanna -almennur hluti veröur kennt næsta haust, ef næg þátttaka fæst. Gert er ráð fyrir að nám fari fram síðdegis og kennt verði í gegnum fjarfundabúnað utan Skagafjarðar. Þá er enn hægt að bæta við nemendum í grunndeild rafiðna og gálmiðngreinar -fyrri hluta. Smjöjyi KS LAMBABÓGUR KS LAMBALÆRI ICEBERG SMJÖRVI GRAND CRUE LAMBALÆRI LAMBAFILLE OQQ _

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.