Feykir


Feykir - 21.06.2007, Blaðsíða 3

Feykir - 21.06.2007, Blaðsíða 3
24/2007 Feykir 3 Lionskonur á ferð og flugi Vorhreingerning í Sauðá Sauðáin fékk vorhreingerningu í síðustu viku, er konur úr Lkl Björk, fóru eins og hvítur stormsveipur meðfram ánni og hreinsuðu rusl bæði af bökkum og botni. Ein og ein lúpína fékk lika að ijúka með. Þeim til aðstoðar vonjtveimskirogbússuklæddir drengir, óhræddir að fást við fljótið. Rætt var um að kaupa vöðlur, en þarsem þetta verkefni Lionskvennaerísjálfboðavinnu, verður það að bíða næstu fjárhagsáætlunar klúbbsins. Þetta er annað árið sem Lionskonumar ráðast í þessa hreinsun og ráðgera að mæta galvaskar að ári. Á eftir var fárið upp í Litlaskóg, þar sem hópurinn yljaði sér á sjóðheitu kakói. GisliSvan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins-Visindagarða iSkagafirði, Sveinn Margeirsson, Matis, og Ólavur Gregersen, verkefnastjóri Sustainable Food Information. Þing um sjálfbærni í sjávarútvegi Rekjanleiki í sjavarútvegi Á alþjóðlegum vinnufundi Matís, sem fram fór á Sauðárkróki, kom fram að fjölmörg sóknarfæri eru til staðar í sjálfbærri þróun í sjávarútvegi en nauðsynlegt er að íslendingar haldi vöku sinni svo þeir eigi þess kost að vera framarlega í umræðu um slík mál í alþjóðlegu tilliti. Sjálfbær þróun er sú þróun sem gerir fólki kleift að rnæta þörfum sínum án þess að draga úr nröguleikum komandi kynslóða til hins sama. Á alþjóðlegum vinnufundi Matís og færeyskra og íslenskra fulltrúa sem tengjast sjávar- útvegi kom fram breið sam- staða um mikilvægi þess að halda sjálfbærni á lofti með tilliti til veiða, vinnslu og flutninga á erlenda markaði. „Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi og rekjanleika er sífellt að aukast, ekki síst erlendis,” segir Sveinn Mar- geirsson, deildarstjóri hjá Matís. „Vitund um umhverfismál hefur aukist og kröfur markað- arins eru í þá átt að hægt sé að sýna fram á að sjávarafurðir séu framleiddar án þess að gengið sé urn of á auðlindir og að leitað sé leiða til að lágmarka mengun,” segir Sveinn. Löggufréttir frá Sauðárkróki Mikið um fíkniefnamál Þjóðhátíðarhelgin fór nokkuð vel fram hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Mikil og þung umférð ökutækja var um þjóðveg eitt til norðurs, föstudag og laugardag og til baka á sunnudeginum og gekk hún nokkuð áfallalaust. Þó varð eitt umferðarslys í kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá er hraðast ók var vel á öðru hundraðinu og nrá bæði búast við hárri fjársekt og sviptingu ökuréttar. Nú brá svo við að enginn ökumaður var kærður f)TÍr ölvunarakstur þessa helgi. Hins vegar voru þrír Blönduhlíðinni að kvöldi föstudags, þegar tvær bifreiðar rákust saman við framúrakstur. Einn slasaðist og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, talinn vera með bakáverka. Tólfökumenn voru ökumenn kærðir fyrir akstur undiráhrifum fíkniefna. Virðist sem akstur undir áhrifum fíkniefna færist í aukana og er vert að benda á að slíkur akstur er ekki síður varasamur en akstur undir áhrifum áfengis, enda hvort tveggja refsivert. Skömmu fyrir helgi fram- kværndi lögreglan leit í íbúð á Sauðárkróki, vegna gruns um fíkniefnaneyslu þar. Lagt var hald á óverulegt nragn fíkni- efna, svo og tól og tæki, ætluð til neyslu fíkniefna. SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Tveirgóðir kostir til að ávcocta spariféð sitt KS-bókin er með 5% vexti, bundin Í3 ór og verðtryggð Samvinnubókin ermeð lausri bindingu, 12,75% vextir Hafið þið séð betri vexti? J0T KSINNLÁNSDEILD Protan Þakdúkar Einstök gæði Vottaðir samkvæmt ISO 9001 Vistvænir og endurnýtanlegir Viðhaldsfríir og með langan líftíma Lagðir í öll um veðrum sumar og vetur PROTAN ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA • ÁRANGUR iavík Sími: 530 6000 Fax: 530 6021 www.limtrevirnet.is Lækjarskólí, einangruð steínþök m<

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.