Feykir - 21.06.2007, Blaðsíða 5
íþróttafréttir
24/2007 Feykir 5
Samgönguminjasafnið í Stóragerði
er með sögufræga ýtu til sýnis
Hólaýtan komin aftur
heim í Skagafjörð
Páll og Gunnar við ýtuna sögufrægu.
Jarðýtan sem notuð var árið 1943 við lagningu fyrsta
vegarspotta sem gerður af íslenskum mönnum hér á landi
er komin aftur til síns heima, í SkagaQörðinn. Eftir að hafa
verið í Borgarfirði í mörg ár, hafa bræðurnir Gunnar og Páll
Þórðarsynir sótt hana og komið henni til síns heima.
Þessi sögufræga ýta hefur
komið víða við í gegnum
árin. Hún kom til landsins
árið 1943, upphaflega í þeim
tilgangi að dreifa ruðningi
sem kom upp úr skurðum
við framræslu í Garðaflóa við
Akranes, en endaði loks í vinnu
við ræktun og vegagerðir.
Um haustið 1943 var fyrsti
vegarspottinn, sem gerður
var með jarðýtu af íslenskum
mönnum lagður með hjálp
þessarar ýtu. Árið eftir vann
þessi sama jarðýta að því að
lagfæra farveg Hjaltadalsár í
Skagafirði til bjargar Hólaengi
og var síðar seld til Hólaskóla.
Árið 1963 var farið með ýtuna
á Sleitustaði og ári síðar var
hún seld í borgarfjörð og hefur
verið þar alla tíð síðan.
Síðastliðið haust fékk
Gunnar Þórðarson í Stóragerði
Pál bróðir sinn með sér í
lið til að hafa upp á þessari
sögufrægu ýtu. Bræðurnir
sóttu ýtuna og fluttu hana heim
í Skagafjörð og þar sem nú er
hægt að berja hana augum
á Samgönguminjasafninu í
Stóragerði, en þar stendur hún
við nýbyggt verkstæðishús fyrir
safnið.
Safnið er opið eins og
undanfarin ár, frá 17. júní til 1.
september milli kl. 13 og 18, og
eru allir hvattir til þess að líta
við og skoða vélina.
Í" "~V
Hafíssetrið
- ískalt og Sræðandi
Hafíssetrið á Blönduósi
Opið alla daga í sumar frá kl. 11.00 - 17.00.
Á Hafíssetrinu er fjallað um hafís á fjölbreyttan
og fræðandi hátt.
Sýningin er í Hillebrandtshúsi
einu elsta timburhúsi landsins.
Nánari iipplvsingar í síma: 452 48-18
w\3A\'.blonduos.is/liafis liafis@blonudos.is
UMF. TINDASTÓLL
Ungt fólk á öllum aldri í svaka stuði!
3. deild karia : Hvíti riddarinn - Hvöt 0-2 : Tindastóll - Skallagrímur 3-1
Tindastóll og Hvöt í toppbaráttunni
Hasar i vítateig Skallagríms ileiknum á laugardag. Tindastólsmenn gulir og svartir í
tilefni af afmælinu.
Tindastóll og Hvöt
áttu góóa helgi í
boltanum. Tindastóll
tók á móti Skallagrími
á Sauðárkróksvelli en
Blönduósingar skelltu sér í
feröalag og heimsóttu Hvíta
Riddarann í Mosfellsbæ.
Það voru þeir Frosti
og Dragan sem skoruðu
mörk Hvatar gegn Hvíta
Riddaranum á föstudaginn.
Mörkin voru skoruð í
sitthvorum hálfleiknum og
endaði leikurinn því 2-0, Hvöt
ívil. Hvatarmennvoruaðsögn
betri aðilinn í leiknum og var
sigurinn nokkuð öruggur, en
þess má geta að Ásgeir skoraði
mark sem dæmt var af.
Tindastóll tók á móti
Skallagrími á laugardaginn.
í tilefni af 100 ára afmæli
félagsins mættu strákarnir í
splunkunýjum röndóttum
búningum, gulum og
svörtum, líkt og spilað var
í í fyrstu leikjum félagsins.
Stúkan var full af fólki og
mögnuð stemning á svæðinu
þar sem að framundan voru
mikil hátíðarhöld í tilefni
afmælisins. Söngur, bylgjur og
brandarar flugu um stúkuna
og þess væri óskandi að
stemningin væri alltaf svona.
Staðan í hálfleik var 1-1, en
það var Pálmi Þór sem skoraði
glæsilegt mark Stólanna.
í seinni hálfleik vaknaði
lið Tindastóls almennilega
til lífsins og setti tvö mörk
til viðbótar, en þar voru á
ferðinni þeir Dejan Djuric og
Ebbe Nygaard. Þessi sigur setti
Tindastól í 1. sæti riðilsins, en
ljóst er að mikil barátta mun
ríkja á milli Tindastóls, Hvatar
og Skallagríms í sumar.
3. deild karla : Hvöt - Tindastóll 0-1
Glæsilegur árangur
á Fimmþrautarmóti
Fimmþrautarmot i frjalsum Iþróttum var haldið a
Sauðárkróksvelli sl. föstudag. Bar á því móti hæst, árangur
Árna Rúnars Hrólfssonar, sem er besti árangur íslendings í
sveinaflokki, 15-16 ára stráka.
Þá stóð Linda Björk
Valbjörnsdóttur sig vel í 300m
grindahlaupi og náði hún
lágmörkum inn í Afrekshóp
Frjálsíþróttasambandsins fyrir
þessa grein í sínum aldurs-
flokki. Jafnframt var Hilmar
Þór Kárason sem keppir
fyrir USAH, mjög nálægt
íslandsmeti í 200m hlaupi í
sínum aldursflokki, sem er
piltar 13-14 ára. Hilmar hljóp
á 24,68sek en Islandsmetið
sem er orðið 30 ára gamalt,
er 24.0sek á handtíma sem
yfirfærist á 24.24 sekúndur
með rafmagnstímatöku.
Norðlendingar í landsliðshóp
Fjögur í lands-
liðið í frjálsum
Tilkynntur hefur verið
landsliðshópurinn sem
keppir fyrir íslands hönd
í Evrópubikarkeppninni í
frjálsum íþróttum, 2. deild,
sem fer fram í Óðinsvéum í
Danmörku helgina 23. - 24.
júní.
Gaman er að segja frá því
að þrír Skagfirðingar urðu
fyrir valinu og einn Vestur
Húnvetningur. Þetta eru þau
Ragnar Frosti Frostason, sem
keppir í 4x400 boðhlaupi,
Gauti Ásbjörnsson sem
keppir í stangarstökki, Linda
Björk Valbjörnsdóttir, sem
keppir í 4x100 boðhlaupi og
Guðmundur Hólmar Jónsson
sem keppir í spjótkasti.
Þetta er ekki í fyrsta
skiptið sem þessir piltar eru
í landsliðnu, en hins vegar
er þetta fyrsta skipti Lindu
Bjarkar sem hún er aðeins 15
ára gömul.
Leikir
helgarinnar
Boltinn
rúllar
3. deildin heldur áfram á
fullum krafti núna um
helgina og verður
spennandi að sjá hvort
strákarnir okkar í Hvöt og
Tindastóli nái að treysta
stöðu sína á topp
deildarinnar. Þá eiga
stelpurnar í Tindastól leik á
Sauðárkróksvelli á
mánudagskvöld.
Stelpurnar eru án taps í 1.
deildinni og verður spennandi
að sjá hvað þær gera á móti liði
Hamranna frá Akureyri sem
eru tveimur sætum á eftir þeim
í deildinni.
Þá fara Hvatardrengir til
Reykjavíkuráfimmtudagskvöld
og eiga þar í höggi við Berserki
en leikur þeirra fer fram á
Vfldngsvellinum. Berserkir eru
í 5. sæti deildarinnar en Hvöt í
öðru.
Strákarnir í Tindastól taka á
móti Álftanesi á föstudags-
kvöldið en þeir gerðu marka-
laust jafntefli í fyrri yiðureign
liðanna.
Þar sem Feykir er hlutlaus
miðill beggja liða segjum við
einfaldlega: Áffam krakkar!