Feykir


Feykir - 16.08.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 16.08.2007, Blaðsíða 2
2 Feykir 30/2007 Hætta sokum ofanflóða konnuð a Kroknum Unnið að hættumati Á fundi Byggöarráðs Skagaflaröar sl. þriðjudag var lögö fram til kynningar bréf frá Veðurstofu ofanflóða í þéttbýli á íslandi. í greinargerðinni kemur m.a. fram að hluti byggðar á Sauðárkróki þarfnist frekari skoðunar. Því rnælir Veður- stofan með því að unnið verði formlegt hættumat íyrir Sauðárkrók. Vinna við slíkt hættumat er að fullu greidd af ofanflóðasjóði. -Svæðið sem um ræðir er byggðin undir Nöfunum en íslands varðandi hættu vegna það er nauðsynlegt að það komi fram að það er ekki verið að tala unt neina hættu heldur er einungis mælt með því að matið fari fram, segir Gunnar Bragi Sveinsson formaður Byggðarráðs en byggðarráð samþykkti að fela skipulags- og byggingarnefnd að láta gera matið. Leiðari Sameinaðir stöndum vér Sundraðirfóllum vér. Eða varþað ekki eitthvað á þessa leið?Alla vega datt mérþetta orðatiltæki í hug þar sem ég sat á aðalfundi stofixfjáreigenda Sparisjóðs Skagafiarðar sl. mánudag. Fundurinn sem stóð í tæpar fimm klukkustundir gekk út á þrætur og ásakanir manna sem þó virtustfljótt á litið stefna að sama markmiði. Það erstyrkja starfsemi sparisjóðsins og koma honum i reksti'arhæft horf. Ég verð að viðurkenna að ég skemmti mér konunglega á fundinum og hafði ekki lítið gaman að því aðJylgjast með mismunandi málstöðum. Þvíþeir voru jú næstum því eins misjafnir og fundarmenn voru margir. Það er alltofmikil einfóldum íþessu máli að tala um tvær fylkingar og hjá sumum var um tilfinningamál að ræða. Sumir gátu ekki hugsað sér að sameinast Siglfirðingum, aðrir vildu ekki sjá aðild Kaupfélagsins og enn aðrir vildu gæta þess að sjóðurinn yrði áfram í eigu Jjöldans og að i þessu fyrirtæki yrði enginn inn öðrum stærri, eða ríkari. Það var bara eittsem allir voru sammála um. í óbreyttu ástandi getur sjóðurinn ekki starfað og í raun blæðir honum hægt en örugglega út innan frá. Það er, innan félags deilur hafa valdið því að ekki hefur verið hægt að taka afskárið og plástra sárin. Niðurstaðafundarins hefur verið kærð og í staðþess að komast að samkomulagi um leiðir til bjargar mun sjóðurinn enn um sinn vera gísl á átakasvæði eigenda sinna. Mikið vona ég að gíslinn lifi það af og Sparisjóður Skagajjarðar dafni og blómstri á nýjan leik. Um aðferðafræðina er mér nokk sama enda hef ég ekki þekkinguna sem þarftil þess að reka sparisjóð. Það eina sem ég veit að á við í tilfelli sparisjóðsins er hið gamla orðatiltæki; sameinaðir stöndum vér, sundraðirfóllum vér greinilega enn ífullu gildi. Annað orðatiltæki sem á vel við íþessu tilfelli er margur verður afaurum api. Skyldu menn deila svona hatramt efekki væru peningar í spilinu? Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Utgelandi: Nýprent eht Borgarfiöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Sím i 455 7176 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson, Ragnhildur Fríðriksdóttir. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Menningarfulltrúi Norðurlands vestra Ingibergur ráðinn Á fundi Menningarráðs Norðurlands vestra þann 1. ágúst síðastliðinn var Ingibergur Guðmundsson ráðinn í starf Menningarfulltrúa Norðurlands vestra. Alls sóttu 11 manns um stöðuna. Ingibergur lauk BA-prófi í íslensku og sagnffæði frá Háskóla íslands árið 1979 og B.ed prófi ffá sarna skóla árið 1983. Þá stundaði hann framhaldsnám í stjómun við DPU í Kaupmannahöfn árið 2003. Ingibergur hefur starfað við Höfðaskóla á Skagaströnd ffá 1983, fyrst sem kennari og aðstoðarskólastjóri, og sem skólastjóri á árunurn 1991 til 2005. Nú síðast starfaði hann sem ffamkvæmdastjóri fisk- ntarkaðarins Örva á Skaga- strönd. Ingibergur er kvæntur, tveggja bama faðir og er búsettur á Skagaströnd. Hann mun hefja störf á næstu vikum og verður starfsaðstaða hans á Skaga- strönd. Það er eitthvað við vélar sem breytir fullorðnum karlmönnum í litla stráka. Landbúnaðarsýningin er um helgina SveitaSæla 2007 Landbúnaðarsýning & Bændahátíð verður haldin á Sauðárkróki þriðja árið í röð um helgina. Hún fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum líkt og undanfarin ár, en sýningin er skemmtilegur vettvangur bænda, afurðafyrirtækja og þjónustuaðila við landbúnaðinn. Á landbúnaðarsýningunni kynnast fjölbreytni íslensks fá allir tækifæri til þess að landbúnaðar. Þar verður m.a. risa vélasýning, húsdýra- garður, sýning á landnám- shænum, kálfum og hrútum, smalahundasýning, og svona mætti lengi halda áfram. Matarkynningar verða áberandi, svo hægt verður að sntakka á afurðum frá Matarkistunni Skagafirði og Beint frá býli. Dansleikir verða alla helgina á skemmtistöðum á Sauðárkróki, auk þess sent fjöldi annarra viðburða verða í boði í nágrenni sýningar- hallarinnar, svo ekki fer á milli mála að Sauðárkrókur verður fullur af fjöri um helgina. Það er um að gera að koma við í reiðhöllinni og skoða sig urn á frábærri sýningu sem er stútfull af nánast öllu sem viðkemur landbúnaði. Menntun Skólinn að byrja Nú fér að styttast í að grunnskólar og framhaldsskólar verði settir að nýju og böm og unglingar sökkvi sér ofan í bækumar. Flestir skólar hefia kennslu í fjórðu viku ágústmánaðar, en sumir þó aöeins seinna. Það verður Árskóli sem hefur skólastarfið fyrstur grunnskóla í Skagafirði, en hann verður settur miðvikudaginn 22. ágúst. Það verða um það bil 637 nemendur sem koma til með að stunda grunnskólanám 1 fimm skólum í Skagafirði í vetur, og þar af eru um 60 nemendur sent hefja nám í 1. bekk. I Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verða nemendur í kring urn 420 talsins og þar af eru nýnemar unt 100, en skólasetning FNV fer fram sunnudaginn 26. ágúst kl. 17. Grunnskólinn á Blönduósi og Höfðaskóli á Skagaströnd verða heldur fyrr á ferðinni en aðrir skólar, en samtals 234 krakkar rnunu mæta á skólasetningu í þessum skólum þann 20. ágúst. Að lokum er það Grunnskóli Húnaþings vestra, en þar á bæ verður skólasetningin þann 24. ágúst og munu 162 börn stunda þar nám í vetur. Landbúnaðar__________ Hey-og komupp- skera undir meðallagi Bændur hafa liöið fyrir þurrkinn í sumar og er nú útlit fyrir að heyforði verði í minna lagi í vetur. Einnig hefur rigningarskorturinn haft áhrif á komrækt, en hún hefur einnig veriö af skornum skammti. „Það er víða minni uppskera utarlega, eins og á ströndinni og úti á skaga”, segir Anna Margrét Jónsdóttir, héraðsráðunautur hjá Búnaðarsantbandi Austur- Húnvatnssýslu. Frant til dala er ástandið þokkalegt, en þó hvergi eins gott og í fýrra. Bændur eru víðast hvar að taka seinni sláttinn urn þessar rnundir, en það verður að teljast í seinna lagi. Er eitthvað að frétta? Hafðu samband - Siminn er 455 7176

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.