Feykir - 16.08.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 30/2007
Þórarínn Eymundsson er tvöfaldur
heimsmeistari í hestaíþróttum
Undraparið
Þórarinn og
Kraftur
Undanfarin tvö sumur
hefur Gangnamannafélag
Austurdals staðið fyrir
gönguferðum niður
Austurdal. Um er að ræða
þriggja daga ferðir þar
sem fyrsta daginn er ekið
upp í Grána með viðkomu
í Laugafelli, annan daginn
er gengið niður dalinn að
Hildarseli og hinn þriðja
að Skatastöðum, en þar
er farið á kláfi yfir Jökulsá
eystri. í lok ferðar er
slakað á í heitu pottunum
á Bakkaflöt.
Það hefur mikið verið rætt
um undrahestinn Kraft að
undanförnu en blaðamanni
Feykis finnst stundum hafa
gleymst að koma inn á þátt
Þórarins í þessari umræðu.
Þáttur knapans er nefnilega síst
minni en hestsins. Góður liestur
blómstrar ekki án góðs knapa
og góður knapi gæti allt eins
verið fótgangandi sé hann illa
ríðandi. Ég spyr Þórarinn hver
sé galdurinn á bak við árangur
þeirra félaga. -Listin, eða
íþróttin því þetta er sambland
af hvoru tveggja, liggur í því að
þú þarft að þróa upp skilning
milli manns og hests. Það
er nrikið nákvæmnisverk á
sarna tíma og það er líka mikil
þolinmæðisvinna. Það þarf að
byggja upp þennan skilning og
bíða síðan eftir því að hesturinn
búi yfir nægjanlega miklum
andlegum og líkamlegum styrk
til þess að geta framkvæmt
það sem hann er beðinn um.
Á sama tíma þarf knapinn
að vera góður í því að stjórna
hreyfingum sínum og hafa nrikla
stjórn yfir sjálfúm sér almennt.
Tilfinningin og sálfræðin á
bak við það að skilja skepnuna
spila þarna stórt hlutverk.
Knapinn þarf að vera nærnur
og finna það sem er að gerast í
hestinum og bregðast við út frá
því og þá skipta sekúndubrotin
öllu máli í viðbragðsflýtinum.
Reiðlistin snýst um tilfinningu,
tímasetningu og síðast en ekki
síst jafnvægi knapans.
Leiðir Krafts og Þórarins lágu
saman vorið 2003 en hestinn
fann Þórarinn norður í Eyjafirði
en hann var í eigu hjónanna á
Bringu. Þá var Kraftur átta vetra
og þá þegar fýrstu verðlauna
kynbótahestur og þótti mikið
efiii. -Við vorurn að leita að
hæfileikaríkum hesti til þess að
vinna með. Það er ekki nóg að
knapi kunni til verka hafi hann
ekki rétta efniviðinn til þess að
vinna úr. Það má líka þessu við
fiðluleik sértu með skrapatóls
fiðlu nærði aldrei þessum fallega
hljórni alveg sama hvað þú æfir
þig mikið og hafir allt til brunns
að bera, segir Þórarinn.
Hvað var það við Kraft sem
þú féllst fýrir? -Það var þessi
kraftur sem ég sá í honum
og útgeislun. Ég sá strax að
hann hafði sérstakiega fallegt
hreyfiupplag og ég fann líka að
ef hann myndi nota þá rétt væri
hægt að ná svo miklu meira út
úr honunr en þegar hafði verið
gert, svarar Þórarinn að bragði.
Ári síðar eða árið 2004 fóru
þeir félagar á Landsmót þar
sem Kraftur var hæst dæmdi
stóðhesturinn á Landsmóti
það árið. -Það var auðvitað
mikill sigur en það form er líka
mun auðveldara en það sem
við höfum síðan verið í. Þá fer
keppnin fram á beinni braut
og allt er miklu frjálslegra og
auðveldara þó svo að auðvitað
sé verið að meta hestinn og að sé
honum illa riðið þá sést heldur
enginn gæðingur á vellinum.
Ári síðar eða árið 2005 fór ég
síðan að máta hann í keppnir
og það var ekki fýrr en árið 2006
að við sláum í gegn, ef svo rná
að orði komast, nreð því að
vinna Islandsmeistaratitil bæði í
tölti og fimmgangi sem er nrjög
óalgeng blanda og hafði ekki
verið gert áður. I íþróttakeppni
eins og keppt er í á íslands- og
heimsmeistaramótum er krafa
um mikla nákvæmni, réttar
stillingar og góða reiðmennsku.
Knapinn fær líka bara eitt
tækifæri.
Tilfinningaþrunginn
dagur
Hestur sem fer erlendis á
heimsmeistaramót má ekki
snúa aftur til síns heinta og því
getur það verið erfið ákvörðun
fýrir eigendur og knapa hestsins
að stíga það skref. Það er því ekki
hægt annað en spyrja Þórarinn
hvort þetta hafi alltaf verið
stefiian. -Ég held að maður hafi
alltafverið að hugsa um þetta og
haft þetta á bak við eyrað þannig
að kannski má segja að ég hafi
fýrir löngu byrjað að stefna að
þessu án þess að vita það sjálfúr.
Ég vissi líka sem var að það þarf
margt að gerast áður en maður
fer alla leið með hestinn og það
þýðir ekkert að ætla sér að byrja
með hest vikum eða mánuðum
fyrir mót. Heldur þarf maður
að undirbúa hestinn og þjálfa
og sjá síðan hvað gerist.
Kraftur er 12 vetra og á
Þórarinn meðal annars einn
þriggja vetra fola undan
honum sem lofar góðu og er
hreyfingafallegur. -Það verður
spennandi að byrja á honum.
Sjálfúir á ég ekki nógu nrikið
undan honum en ætli hafi ekki
kornið allt í allt milli 30 og 50
afkvæmi á ári síðustu árin og
af þeim eigum við of fá. Hann
hefur verið í keppnunr langt
ffam á sumur og því hefúr ekki
gefist mikill tími til þess að
halda undir hann hryssum. En
það fæðast nokkur í minni eigu
undan honum næsta vor og það
verður gaman að sjá þá efniviði
framtíðarinnar.
Kraftur var síðan seldur
fyTrihluta sunrars til fjölskyldu
sem býr í námunda við
Gautaborg. Segist Þórarinn
hafa spurst nrikið fyrir um
fjölskylduna og komist að
þeirri niðurstöðu að þarna
væri á ferðinni gæða fólk.
Enda hefði Kraftur ekki verið
seldur hverjum sém er og
ekkert endilega hæstbjóðenda.
Söluverðið fæst ekki uppgefið.
Hvernig var að kveðja Kraft?
-Það var mjög erfið lífsreynsla
og með því erfiðara sem ég hef
gert. Þettavartilfinningaþrungin
dagur, mikil gleði að ná þessum
titlum en á móti blandast eftirsjá
og ákveðin sorg yfir að sjá á baki
hestinum. Þessi dagurvar algjör
tilfinningarússíbani.
Þarf að passa sig að
brenna ekki út
Þórarinn mun halda áfram að
kenna á Hólum í vetur en hefur
nrinkað við sig sökum anna auk
þesssemeiginkonahansSigríður
Gunnarsdóttir, er nýskipaður
sóknarprestur á Sauðárkróki.
En skyldi vera hægt að lifa góðu
lífi á hestamennskunni? -Já
það er hægt og er það mikið
til að koma núna hin síðari ár.
Atvinnugreinin er frjáls og opin
þannig að markaðslögmálin
ráða ríkjum, þeir hæfustu
lifa af. Góð hross kosta frá
nokkrum miljónum upp í
íbúðarverð þannig að eigendur
eru tilbúnir að leggja í mikinn
kostnað í tamningu til að skapa
þessi verðmæti. Jafnframt er
reiðmennska gríðarlega flókin
þannig að ekki nóg að vera
bara duglegur að æfa það þarf
að æfa rétt og þess vegna er
mikil eftirspurn eftir góðum
reiðkennurum. Ef maður getur
boðið upp á úrvals þjónustu
bæði hvað varðar tamningu og
reiðkennslu þá getur nraður að
verðlagt sig hátt. Reiðkennsla er
mjög sérhæfð þjónusta sem er
hægt að fá góðan pening fyrir.
Ég gæti hæglega verið að kenna
allar helgar og unr allan heim ef
ég vildi en ég geri ekki mikið af
því og þarf að passa mig á því að
kunna að segja nei því annars
brennir maður sig alveg út.
Ertu komin með arftaka
Krafts í sigti? -Nei, ekki enn
sem komið er. Ég verð nú samt
með góðan hest í vetur, Tind
frá Varmalæk þannig að ég
verð alls ekki fótgangandi enda
er það ómögulegt. Það tekur
mörg ár að þróa góðan efnivið
þannig að hann eigi möguleika
á því að verða bestur í heimi.
Við Kraftur höfum verið að 2
tíma á dag fimrn daga vikunnar
og rétt fýrir keppnir höfum
við verið lengur að. Nú hef ég
fengið nýjan dansfélaga og við
þurfúm að finna taktinn áður
en við getum náð árangri, svarar
Þórarinn brosandi að lokum.
Þórarinn og Kraftur á sigurstundu. Mynd: Fjölnir Þorgeirsson.