Feykir - 16.08.2007, Blaðsíða 5
30/2007 Feyklr 5
íþróttafréttír
Golf
Hvöt sigraði Tindastól
Tindastóll2-5 Völsungur
GSS með lið í
svettakeppn-
umGSI
Golfklúbbur Sauðárkróks
sendi bæði karla- og
kvennasveit til keppni í
sveitakeppnum GSÍ sem
haldnar voru 10.-12. ágúst
síðastliðinn. Karlasveitin
keppti í 2. deild, en konurnar
í 1. deild.
Karlasveitin keppti á Hellu
og höfnuðu þeir félagar í 5. sæti
og halda því sæti sínu í annarri
deildinni. Sveitin var skipuð
þeirn Arnari Magnúsi
Róbertssyni, Brynjari Erni
Guðmundssyni, Guðjóni
Gunnarssyni, Gunnlaugi
Hafsteini Elsusyni, Halldóri
Heiðari Halldórssyni, Jóhanni
Erni Bjarkasyni og Sveini
Gunnari Björnssyni.
Konurnar kepptu hinsvegar
á Akure>TÍ og enduðu í 7. sæti
sent þýðir að þær munu leika í
2: deild að ári. 1 þeirri sveit voru
þær Árný Lilja Árnadóttir,
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Mar-
grét Stefánsdóttir, Málífíður
Haraldsdóttir, Sigríður Elín
Þórðardóttir og Sólborg
Hermundsdóttir.
Frjálsar íþróttir_______
Norðuriands-
leikar um
helgina
Frjálsíþróttaráð UMSS og
frjálsíþróttadeild Tindastóls
setja í sameiningu á laggirnar
nýtt mót - Norðurlandsleika
2007 - á Sauðárkróki 18.-
19. ágúst.
Mótið er íýrir alla aldurshópa.
Keppt er í aldursflokkunum 8
ára og yngri, 9-10 ára, 11-12
ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri.
I elsta flokknum er keppt með
“réttum” kastáhöldum eftir
aldursflokkum. Aldursflokk-
arnir 12 ára og yngri keppa á
laugardegi, en 13 ára og eldri
einnig á sunnudegi.
I yngstu aldursflokkunum
verður leikgleðin í fyrirrúmi.
Allir þátttakendur 10 ára og
yngri fá verðlaunapening, en í
keppni 11 ára og eldri fá þrír
fýrstu í hverri grein,
verðlaunapening.
Leika á toppnum Tap hjá stúlkunum
Meistaraflokkar Tindastóls
og Hvatar mættust í granna-
slag á Blönduósi í fyrrakvöld.
Lauk viðureign liðanna með
sigri heimamanna 2-0. -
Bæði liðin eru kornin í
úrslitakeppnina en keppnin
stendur uin hvort liðið nær
efsta sætinu. Tindastóll er
aðeins tveimur stigum á undan
Hvöt þegar aðeins ein urnferð
er eífir, Hvöt sækir Hvíta
Riddarann heim, en Tindastóll
fer í Borgarnes á laugardaginn.
Tindastóll og Völsungur frá
Húsavík áttust við á
Sauðárkróksvelli 2. ágúst.
Ekki fór betur en svo að
heimastúlkur töpuðu leiknum
með tveim mörkum gegn
fimm, en staðan var þó jöfn 2-2
í fýrri hluta seinni hálfleiks.
Þrátt fýrir erfiða stöðu, hættu
Tindastólsstúlkur aldrei að
berjast og var Vanda þjálfari
ánægð með baráttuna í liðinu.
Lokatölur: 2-5, Völsungi í vil.
Húnaþing eystra
Hafíssetur í Hillebrandtshúsi á Blönduósi
Opið daglega frá kl. 11-17.
Sími: 452 4848 - www.blonduos.is/halis
Þingeyrakirkja - Klausturstofa
Einstök steinkirkja og sögufrægir
gripir.
Opið daglega, 1. júni til 31. ágúst,
frákl. 10-17.
Leiðsögn gestum að kostnaðarlausu,
kaffi til sölu í Klausturstofu.
Húnaþing vestra - selir og saga
Velkomin í heimsókn í sumar. Þjónusta og afþreying
í vinalpnii nmhvfirfi
Kynnið ykkur orkumál og starfsemi Blöndustöðvar
í starfsmannahúsi stöðvarinnar.
Með krafta í kögglum! - sýning á myndum Halldórs Péturs-
sonar listmálara við Grettissögu og Ár og kýr! - fjórir mánuðir
af 365 kúamyndum Jóns Eiríkssonar bónda og listamans á
Búrfelli verða í Blöndustöð í sumar.
Heimíllsiðnaöarsafnlð — Textile Museum, Blönduósi
Listrænn útsaumur, úrval íslenskra þjóðbúninga, ullarsýning,
Halldórustofa, einkasýning Hildar Bjarnadóttur handhafa
Sjónlistarverðlaunanna 2006.
Opið daglega, 1. júní til 31. ágúst, frá kl. 10-17.
Heimsækið Landsvirkjun í sumar.
^ Nánari upplýsingar á www.landsvirlgun.is og í síma 515 9000
C
Landsvirkjun