Feykir - 16.08.2007, Blaðsíða 6
6 Feykir 30/2007
Bjarni Jónsson, fyrir hönd Fræðaveitunnar, hefur kært lögmæti aðalfundar
stofnfjáreigenda Sparisjóðs Skagafjarðar til Fjármálaeftirlitsins
Eru átök fylkinga
að skaða Sparisjóð
Skagafjarðar?
Einar Krístján Jónsson, stofnfjáreigandi, Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrarsýslu, Sigurjón Rafnsson, varaformaður
stjórnar Sparisjóðs Skagafjarðar og Ágúst Guðmundsson, stjórnarmaður i Sparisjóð Skagafjarðar ræða málin fyrír fundinn.
Hart var tekist á á aðalfundi stofnfjáreigenda Sparisjóðs Skagafjarðar sem haldinn var
á mánudag. Þrætueplið var fyrirhugaður samruni Sparisjóðs Skagafjarðar við Sparisjóðs
Siglufjarðar. Samruninn varð að veruleika og hefur minnihluti stofnfjáreigenda nú kært
lögmæti fundarins til Fjármálaeftirlitsins. Deilan á sér langa forsögu og má spyrja þeirrar
spurningar hvort langvarandi deilur stofnfjáraðila innan sjóðsins hafi skaðað hann og
orsaki á einhvern hátt slæma stöðu sjóðsins í dag?
Nafnið Sparisjóður Skaga-
íjarðar varð til fyrir fáeinum
árum en það kom til af
grunni Sparisjóðs Hólahrepps
sem stofnaður var upp úr
aldamótunum 1900 en hafði
í langan tíma og allt fram yfir
aldamótin síðustu verið rekinn
sem hálfgert skúffufyrirtæki.
Var sá síðarnefndi undir lok
síns tíma fjárvana sjóður sem
ekki hafði hurði til þess að
lána viðskiptavinum sínum né
gefa út á þá nein kort.
Á þeim tíma kom dótt-
urfélag KS inn í rekstur spari-
sjóðsins og úr varð Sparisjóður
Skagafjarðar. Allar gðtur síðan
hafa staðið deilur um í hvaða
átt reksturinn skyldi stefna
og var það að frumkvæði
stofnijáreigenda úr hinum
forna Sparisjóði Hólahrepps
að gengið var á fund Gísla
Kjartanssonar sparisjóðsstjóra
hjá Sparisjóði Mýrasýslu og
hann beðinn um að bera
vopn á klæðin. Kom hann þá
inn sem formaður stjórnar
sparisjóðsins og var það í hans
stjórnartíð, eða á árinu 2006,
að fyrir aðalfundi lá frammi
tillaga stjórnar um aukningu
stofnfjár upp á 200 milljónir.
Á elleftu stundu kom þá
fram tillaga stofnfjáreigandans
Gísla Árnasonar, þar sem
hann lagði til sörnu stofn-
fjáraukningu en með því
skilyrði að stofnfjáreigendur
myndu afsala sér forkaupsrétti
sínum. Með þessari tillögu
vildi Gísli Árnason viðhalda
dreifðu eignarhaldi sparisjóðs-
ins en með því að afsala sér
forkaupsrétti væru menn um
leið að afsala sér ákveðnum
völdum því á þann hátt myndi
öll eignaraðild í Sparisjóðnum
raskast. Það er, nýir hluthafar
kæmu inn á kostnað þeirra
sem fyrir væru því prósentu
talan getur jú aldrei farið yfir
100%.
Þetta var eitthvað sem
stærri eigendur stofnfjár sættu
sig ekki við. í tilraun til þess að
ná að sætta málin og sökum
þess hversu seint tillaga Gísla
Árnasonar kom fram var
ekki hægt að taka hana fyrir á
fundinum vegna þess, ákvað
stjórnin að falla frá sinni
tillögu. Frá þeim tíma hefur
ekki, fyrr en nú, verið lögð
fram ný tillaga um aukið
stofnfé. Það hefði hins vegar
verið hægt að undangenginni
skriflegri kröfu minnihluta
stofnfjáreigenda sem þó kom
aldrei fram.
Eftir þetta var á nýjan
leik úti um allan starfsfrið.
Sagði Sverrir Magnússon,
einn fulltrúa Hólamanna
á fundinum, að reksturinn
hefði snúist frá því sem hann
var, í græðgisvæðingu örfárra
manna þar sem grasrótin
mætti hvergi koma nærri.
Hann sagði jafnframt að
aðkoma KS að sparisjóðnum
hefði verið bág og til skammar.
Þá kom fram í máli Sverris að
þeim hefði verði boðið að eiga
fulltrúa í hinni nýju stjórn en
það boð vildu þeir ekki þiggja
án þess að vera fullvissir um að
þar inni yrði enginn fulltrúi frá
dótturfýrirtæki KS.
Starfsleyfi á gulu Ijósi
Níu mánaða uppgjör ársins
2006 kom afar illa út og stefndi
þá í mikinn hallarekstur
á sjóðnum það árið. Tap
upp á 9,3 milljónir blasti
við og menn voru hugsi yfir
stöðunni. Eitthvað virtist þó
rætast úr stöðunni á síðustu
þremur mánuðum ársins og
þóttust menn góðir þegar
heildar tap ársins nam þó ekki
nema 1.741.723.
Aðspurður um viðsnúning-
inn svaraði stjórnarformaður
sjóðsins því til að mistök hefðu
orðið til þess að tapið varð þó
ekki meira en raun bar vitni.
Veik staða krónunnar varð
til þess að gengishagnaður át
upp tapið. Sá gengishagnaður
er í dag orðinn að gengistapi
og hefur því staðan snúist
við á nýjan leik og í 6
mánaða uppgjöri þessa árs er
gengistap upp á hærri tölu en
gengishagnaður var á síðasta
ári. Var því viðsnúningurinn
skammgóður vermir.
Fjármálaeftirlitið gerir
kröfu á að ákveðin eigin-
fjárstaða fjármálafyrirtækja
megi ekki fara undir 8% á
hverjumtímaeneftirómánaða
uppgjör ársins 2007 kom í ljós
að þessi ákveðna eiginfjárstaða
Sparisjóðs Skagafjarðar var
komin niður í 6,9% og því
ekki lengur grundvöllur fyrir
áframhaldandi rekstri. Fékk
sjóðurinn nokkurra vikna
frest til þess að koma sínum
málum í lag ellegar yrði
starfsle)4i hans afturkallað.
Var því krafan á stjórn
sparisjóðsins sú að þeir
myndu leggja stöðuna eins
og hún er í dag fyrir fund
ásamt tillögu að úrbótum. Því
voru tveir fulltrúar fjármála-
eftirlitsins viðstaddir fundinn
á mánudag.
Kærur á kærur ofan
Þær leiðir sem stjórnarmenn
stóðu frammi fyrir voru í
raun einungis tvær. Annars
vegar að auka stofnfé sjóðsins
um 200 milljónir og ná á þann
hátt fram aukningu á þessari
prósentutölu og hefði sú
aukning fleytt þeim töluvert
upp fyrir 8%. Hin leiðin var að
sameina sparisjóðinn öðrum
sparisjóði en sá gjörningur
myndi einnig laga stöðuna.
í máli Ólafs Jónssonar,
stjórnarformanns Sparisjóðs
Skagafjarðar og sparisjóðs-
stjóra Sparisjóðs Siglufjarðar
kom fram að hinn íyrri kostur
hafi verið of erfiður til þess
að mæla með. Sagði hann að
eins og staðan væri í dag þá
gæti hann ekki ábyrgst að þeir
sem leggðu inn aukið stofnfé
myndu ekki tapa aftur. Staða
fjármálafyrirtækja í dag væri
einfaldlega orðin á þá leið ekki
sé rekstrarlegur grundvöllur
fyrri jafn litla einingu og
Sparisjóður Skagafjarðar í
raun og veru er.
Hinn kosturinn í stöðunni
hafi verið að sameina Spari-
sjóð Skagafjarðar Sparisjóði
Siglufjarðar og hafi menn talið
þann kost líklegri til árangurs
þegar til framtíðar væri litið.
Með sameiningunni yrði til
öflugur sparisjóður sem með
fulltingi Sparisjóðs Mýrasýslu
hefði aðgang að því fjármagni
og sérfræðiráðgjöf sem
nauðsynleg væru í rekstri
fjármálafyrirtækis í dag.
Bjarni Jónsson gerði
athugasemd við skýrslu
stjórnar og sagði hryggilegt að
hlusta á málflutning stjórn-
arformannsins sem væri
ómálefnalegur og ekki til þess
fallinn að skapa sátt um störf
sjóðsins.
Er lögð hafði verið fram
kjörskrá og staðfestur
mætingarlisti auk atkvæða-
skerðinga einstaka stofnfjár-
eigenda, lagði Bjarni Jónsson
fyrir hönd Fræðaveitunnar,
fram bókun, þar sem hann
efaðist um lögmæti fundarins
og þá ekki síst lögmæti þeirrar
aðferðarfræði sem notuð var
til þess að ákvarða fyrrnefnda
skerðingu. í bókunninni
segir; -Sú atkvœðaskrá sem
liggnr fyrir fundinum er röng.
1 henni er ekki tekið tillit til
bersýnilegra tengsla aðila og
virkra eignahluta sem eru til
staðar. Ákvarðanir sem teknar
yrðu á þessum grutmi eru því
ekki lögtnœtar. Aðalfundur
stofnfáreigenda í Sparisjóði
Skagajjarðar og aukafundur
Sparisjóðs Siglufjarðar sem
boðaðurvartneðfyrirvara utnað
samrimaácetlun sparisjóðatma
yrði satnþykktgeta því ekkifarið
fratn með lögmœtum hcetti.
Jafnframt sagði Bjarni í
bókun sinni að hann áskildi
sér rétt til þess að láta reyna
á lögmæti ákvarðana sem
teknar yrðu á fundinum
og grundvallast á rangri
atkvæðaskrá.
Fundarstjóri tók ekki
tillit til athugasemda Bjarna
og mótmælti hann því.
Bjarni hefur nú kært. Stóra
spurningin er þá sú að ef
Bjarni taldi að fundurinn
væri ólöglegur hvers vegna
tók hann þá þátt í störfum
hans? -Ég ítrekaði við allar
atkvæðagreiðslur að ég teldi
þetta ólögmæta atkvæðaskrá