Feykir


Feykir - 16.08.2007, Page 7

Feykir - 16.08.2007, Page 7
Þess var vel gættað enginn færi inn á fundinn sem þangað átti ekki fullt og lögmætt erindi. Fundarmenn voru þungt hugsi og langt frá því að vera kátir þegar litið var yfir ársreikninga Sparisjóðsins. og tók því þátt í fundinum til þess að geta komið þessum og fleiri athugasemdum mínum og sjónarmiðum um ólögmæti fundarins á fram- færi. Hins vegar tók ég ekki þátt í aukafundi Sparisjóðs Siglutjarðar sem á eftir fylgdi að öðru leiti en því að ég tók til máls í upphaf fundar og lýsti yfir þeirri skoðun minni að hann væri ekki löglegur né heldur annar framboðalistinn sem fyrir honum lá og yfirgaf ég eftir það fundarstaðinn. Efast um hlutleysi KPMG Eitt af því sem bæði Gísli Árnason og Bjarni Jónsson gerðu alvarlegar athugasemdir við var aðkorna endurskoð unarfjTÍrtækisins KPMG að málinu. Gerðu þeir alvarlegar athugasemdir við hæfi Sigurðar Jónssonar til þess að skrifa upp á reilcninga sjóðsins. Vildu þeir meina að gert hafi verið í því að gera stöðu sjóðsins svartari en efni stóðu til. Lengra geldc Þórarinn Magnússon, einn stjórnarmanna Sparisjóðs Skagaíjarðar, vildi hann meina að of langt hafi verið gengið í afskriftum og að hægt heíði verið að hagræða stöðunni þannig að ekki hefði orðið tap á rekstri sjóðsins á síðasta ári. Við þennan málflutning voru gerðar alvarlegar athuga-semdir og sagði Gísli Kjartansson meðal annars að það væri alvarlegt mál að tala um að leika sér að tölum á þennan hátt ekki síst í ljósi þess að á staðnum væru fulltrúar frá Fjármálaeftirliti ríkisins. Þá sagði Gísli Kjartansson að menn skyldu gera sér grein fyrir að staða Sparisjóðs Skagaíjarðar væri það slæm að Visa treysti sér eldd til þess að gefa út kreditkort á viðskiptavini Sparisjóðsins nema að undan- gengnum ábyrgðum frá öðr- um bankastofnunum. Menn skyldu því gera sér grein fyrir að hér væri um dauðans alvöru að ræða. Gísli Árnason lagi fram bókun þar sem meðal annars kemur fram: - Undirritaður telur sig hafa ástæðu til að efast um hæfi Sigurðar Jónssonar endurskoðanda hjáKPMG tilað vinna að málefnum Sparisjóðs Skagafjarðar og umdeUdri og óvandaðri samrunaáætlun. Sigurður hefur átt margvísleg tengsl og hagsmuni í gegnum störf sín fyrir stóra aðila sem vinna að yfirtöku á Sparisjóði Skagafiarðar með samruna við Sparisjóð Siglufiarðar. Er þar átt við stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga ásamt dótturfyrirtækjum, aðila sem tengjast stjórnendum Kaupfélagssamstæðunnar m.a í gegnum eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga og framsal á stofinbréfum til sömu aðila, sem höfðu verið úrskurðuð virkur eignarhlutur t höndum Kaupfélagssamstæðunnar og stjórnenda hennar. Tilvitnun lýkur. Aðspurður sagðist Sigurður Jónsson ekki ætla að bregðast við þessum ásökunum Gísla ÁrnasonarogBjarnaJónssonar enda hefðu þær kornið fram í hita leiksins. -Við erum að vinna fyrir þessi félög sem þarna eru nefnd en það gerir okkur ekki á nokkurn hátt vanhæfa til eins eða neins. Það eru gerðar kröfur til hlutleysis endurskoðenda og við höfum engin tengsl við þessi félög önnur en þau að við vinnum fyrir þau og höfum því engra hagsmuna að gæta, segir Sigurður. Minnihluti fundar- manna fór með meirihluta atkvæða Þegar kom að atkvæðagreiðslu var fyrst tekin fyrir tillaga Gísla Árnasonar þess efnis að auka ætti stofnfé sjóðsins um allt að 200 milljónir að nafnvirði fram að næsta aðalfundi Sparisjóðsins. Yrði þessari aukningu skipti í tvo jafna áfanga, en í fyrri áfanga yrði nýjum aðilum, fyrst og fremst íbúum Skagafjarðar, boðið að kaupa stofnfé í sjóðnum þó þannig að hver nýr stofnfjáreigandi gæti einungis keypt 10 hluti hver. Aukningin færi fram með þeim hætti að allir núverandi eigendur falli frá forkaupsrétti. Seinni hluti verði framkvæmdur með sama hætti og stofnfjáraukning liðinna starfsára. Þessi tillaga var felld en já sögðu handhafar 777 hluta en nei sögðu handhafar 2602 hluta. Því næst var samrunaáætl- unin tekin fyrir en þar sögðu já hluthafar 2649 hluta eða 78%, en nei sögðu hluthafar 760 hluta eða 22%. í þessari síðari atkvæðagreiðslu greiddu 96 einstaklingar atkvæði með mismunandi vægi atkvæða á bak við sig. 36 sögðu já en 60 sögðu nei. Það má því segja að meirihluti fundarmanna hafi sagt nei við samrunaáætlun en þessi meirihluti hafði engu að síður mikinn minnihluta atkvæða á bak við sig. Þá kom fram í máli hluta fundarmanna að það sem þeir settu fyrir sig var að sameinast Sparisjóð Siglutjaraðar undir því nafni. Það var eitthvað senr þeim sveið sárast. Lítill hluti stofnfjár- eigenda í viðskiptum við Sparisjóð Skagafjarðar Eitt af því sem vakti athygli fundarmanna var sú yfirlýsing Kristjáns Snorrasonar, sparisjóðsstjóra að 60% stofnljáreigenda í Sparisjóði Skagafjarðar væri ekki með nein viðskipti við sjóðinn. 20% væru með einhver viðskipti en ekki launareikning en einungis 20% þeirra væru með full viðskipti við sjóðinn. Feykir spurði þá Bjarna Jónsson og Sigurjón Rafnsson 30/2007 Feykir ~7 um það hvernig viðskiptum þeirra við sparisjóðinn væri háttað. Svaraði Bjarni því til að hann væri með full viðskipti við sjóðinn bæði fyrir sig persónulega og eins fyrir fyrirtæki sitt. Aðspurður sagðist hann ekki hafa tekið afstöðu til þess hvað hann myndi gera yrði samrunninn að veruleika. -Ég er ekki farinn að velta slíku fyrri mér og treysti því að það verði séð til þess að fundurinn verði úrskurðaður ólögmætur og við munum fá tækifæri til þess að byggja hér upp öflugan sparisjóð á héraðslegum grunni. Og ef til kæmi samruni við aðra sparisjóði að þá fengjum við tækifæri til þess að styrkja sjóðinn með stofnfjáraukningu sem teldist okkur til tekna við slíkan samruna. Sigurjón Rafnsson svaraði því til að hann hefði full viðskipti við sparisjóðinn og hefði haft í einhver ár. Framhaldið óvíst Hjá Fjármálaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að málið væri til skoðunar. Eftirlitið muni skoða raálið af hlutleysi og samkvæmt lögum. Ljóst sé að nokkur ágreiningur sé á milli fylkinga en Fjármálaeftirlitið muni fjalla um málið á faglegan og yfirvegaðan liátt. Eftirlitið muni afla frekari gagna og upplýsinga ef það telur þörf á því. Ekki sé hægt að segj a hversu langan tíma málið taki, það velti m.a. á því hversu mikilla viðbótargagna þurfi að afla. Samruni sparisjóðanna krefst samþykkis Fjármálaeftirlitsins. Á rneðan að það samþykki liggur ekki fyrir munu þeir starfa áfram hvor fyrir sig sem sjálfstæð fjármálafyrirtæki. Hvað sparisjóðinn snertir er ljóst að deila stofntjáreigenda hans kemur hvað verst niður á starfsfólki sjóðsins sem nú starfar í óvissu um framhaldið og í skugga þeirra deilna sem uppi eru um starfsemi hans. Ljóst er að langvarandi deilur aðila hafa hægt verulega á þeirri vinnu sem allir eru þó sammála urn að þurfi að fara í eigi ekki að koma til lokunnar sjóðsins og í framhaldinu til gjaldþrots hans. Sagði Kristján Snorrason sparisjóðsstjóri, á fundinum, að nú væri brýnt að menn héldu áfrarn veginn og tryggðu sjóðnum áframhaldandi rekstrargrundvöll. Sigurður Jónsson, forstjóri KPMG og Kristinn Þorbergsson, lögfræðingur og fundarstióri ræða málin í upphafi fundar.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.