Feykir - 16.08.2007, Síða 9
30/2007 Feykir 9
(RABB-A-BABB }
Nafn: Kári Kárason.
Árgangur: 1967.
Fjölskylduhagir: Giftur4 barna
faðir.
Starf / nám: Stöðvarstjóri
íslandspósts á Blönduósi.
Bifreið: Pajero.
Hestöfl: Jesus..næsta
spurning.
Hvað er í deiglunni: Setja upp
eldhúsinnréttingu.
Hvernig hefurðu það?
Bara geggjað.
Hvernig nemandi varstu?
Þögull, sat aftast.
Hvað er eftirminnilegast frá
fermingardeginum?
Bauð fjölskyldunni á “funny
people” kvikmynd, geggjað
grín.
Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú yrðir stór?
Skipstjóri á flutningaskipi.
Hvað hræðistu mest?
Kóngulær og kakkalakka.
Hver var fyrsta platan sem þú
keyptir (eða besta)?
The Wall - Pink Floyd .
Hvaða lag ertu líklegastur til
að syngja í Kareókí? Fer eftir
áfengisstigi, get útilokað Alone
með Heart.
Hverju missirðu helst ekki
af í sjónvarpinu (fyrir utan
fréttir)?
Leikjum með Arsenal.
Besta bíómyndin?
The Wall og eða Platoon.
Bruce Willis eða George
Clooney / Angelina Jolie eða
Gwyneth Paltrow?
Bruce/ Angelina J.
Hvað fer helst í
innkaupakörfuna sem ekki
er skrifað á tossamiðann?
Nammi & snakk.
Hvað er í morgunmatinn?
Kaffi.
Uppáhalds málsháttur?
Skítur skeður.
Hvaða teiknimyndapersóna
höfðar mest til þín?
Wile E. Cayote.
Hvert er snilldarverkið þitt í
eldhúsinu?
A la tekið til í ísskáp Pizza.
Hver er uppáhalds bókin
þín?
Gauragangur vs Skræpótti
fuglinn, get ekki gert upp á
milli þeirra.
Ef þú gætir hoppað upp í
flugvél og réðir hvert hún
færi, þá færirðu...
...ífrönsku Alpana.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér í fari þínu?
Óskipulag.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér í fari annarra?
Óskipulag.
Enski boltinn - hvaða lið og
af hverju?
Arsenal því Kenny Sansom lék
með þeim.
Hvaða íþróttamanni / dómara
hefurðu mestar mætur á?
Bjarni Felix.. dýrka það þegar
hann lýsir leikjum.
Heim í Búðardal eða Diskó
Friskó?
Hvorugt.
Hver var mikilvægasta
persóna 20. aldarinnar að
þínu mati?
Foreldrar mínir...ekki biðja mig
um að gera upp á milli þeirra.
Ef þú ættir að dvelja aleinn
á eyðieyju, hvaða þrjá hluti
tækirðu með þér?
Síma, sjónvarp og húsbónda-
stól.
Hvað er best í heimi?
Sigurvíma.
Kári Kára
Egill Bjarnason á vaktinni.
Eldri borgarar starfa á Minjasafhinu á Saudárkróki
„Þetta er besta fólkið,
það þarf ekki annað en að
spyrja og þau vita allt”
Ekki nóg með það að gestir Minjasafnsins á Sauðárkróki fái
tækifæri til að fræðast um sögu Skagafjarðar og menningu
fyrri tíma, heldur er sagan sögð af fólki sem þekkir vel til af
eigin reynslu og upplifði jafnvel margt af því sem sagt er frá
í safninu.
Egill Bjarnason, Hulda
Sigurbjörnsdóttir, Solveig
Arnórsdóttir og Kristín
Helgadóttir eru öll í félagi eldri
borgara í Skagafirði. Það voru
þau fjögur sem buðu sig frarn
þegar Sigríður Sigurðardóttir,
safnstjóri Byggðasafnsins, fór á
fund þeirra og athugaði hvort
áhugi væri meðal eldri borgara
að starfa við gæslu og leiðsögn á
minjasafninu. „Það er dýrmætt
fyrir gesti að koma á safnið og
hitta þar fólk sem getur sagt
frá af eigin reynslu og þekkir
vel til sögu Skagafjarðar, þau
þekkja jafnvel til þeirra manna
sem áttu verkstæðin sem við
erurn nreð til sýnis”, segir
Sigríður Sigurðardóttir, en hún
er hæstánægð með þessa nýju
starfskrafta og hrósar þeirn
fýrir góða vinnu, „Þetta er besta
fólkið, það þarf ekki annað en
að sp)Tja og þau vita allt”.
Öll tóku þau til starfa í júní,
nema Solveig sem byrjaði nú í
júlí. Þau vinna í 2-5 tíma í senn
og dunda sér við handavinnu
sína eða skriftir á meðan lítið
er að gera. Þegar blaðamann
Feykis bar að garði, var það Egill
Bjarnason sem stóð vaktina.
Hann var hinn hressasti og var
ekki lengi að lauma nokkrunt
fræðslubæklingum safiisins til
blaðamanns. Að hans sögn er
þetta finasta starf, en það felst í
því að taka á móti gestum að veita
þeim upplýsingar um safirið.
Eftir heimsókn til Egils í
Minjasafnið er ekki nokkur efi
blaðamanns um það að þessir
einstaklingar séu fullkomnir
í þetta starf, enda eru þau full
af fróðleik sem erfitt væri fýrir
yngri kynslóðir að koma frá sér
á sama hátt.
Þú hefur alltaf góða ástæðu til
að heimsækja Norðurland vestra!
DÖFINNI
15. ágúst : Sauðárkrókur
- Kaffi-Króks mótaröðin
golfi.
18. ágúst : Skagafjörður
18. ágúst : Sauðárkrókur
- Hlíðarkaupsmótið. Opið mót, Golfklúbbur Sauðárkróks,
17. -19. ágúst : Sauðárkrókur
-SveitaSæla 2007 Landbúnaðarsýning í Reiðhöllinni
18. -19. ágúst : Sauðárkrókur
- Norðurlandsleikar æskunnar, stórmót fyrir 18 ára og yngri.
19. ágúst : Hólar
-Tónleikar kl. 14:00, Guðný Einarsdóttir leikurá orgel, Hólar.
19. ágúst : Sauðárkrókur
- Knattspyrna mfl. kv. -1. deild, Tindastóll •
Leiknir F. kl. 14:00,
22. ágúst : Sauðárkrókur
Kaffi-Króks mótaröðin í golfi, Sauðárkrókur.
22. ágúst : Hólar
Tónleikar kl. 14:00 Háskólakórinn Wiffenpoofs frá Yale í USA