Feykir


Feykir - 16.08.2007, Page 11

Feykir - 16.08.2007, Page 11
30/2007 Feykir 11 Ivar og Elísa í vinnunni. Vinna saman í sumar ívar og Elísa eru ánægo í vinnunni Þau ívar Gylfason og Elísa Ósk Línadóttir hafa vakið nokkra athygli hjá vistfólki Dvalarheimilisins á Sauðárkróki, en það er ekki oft sem svona ungt kærustupar vinnur saman á stað sem þessum. Krakkarnir, sem eru 18 og 19 ára gamlir, eru búnir aó vera lengi saman, en þau vinna saman á Dvalar- heimilinu í sumar og eru ábúendur þar einkar ánægðir með þjónustu þeirra og dugnað. Blaðamaður leitaði turtildúfurnar uppi og fékk að forvitnast örlítið um hvernig það sé fyrir svona ungt par að vinna á sama stað. Hvað eru þið búin að vera lengi saman? Við eruin búin að vera saman í svona um það bil tvö og hálft ár. Hvaðan komið þið? Elísa er frá Þingeyri og Ivar frá Skagaströnd, en nú búum við sarnan í Háuhlíðinni. Hvernig kynntust þið? Jii, það er nú ffekar flókið... kynntumst í gegnum sameiginlegan vin okkar. Sem er frá Skagaströnd, afi hans og annna eiga heima á Þingeyri. Vorum bara góðir vinir til að byrja með og svo þróaðist það bara í samband. Hvað kom til að þið fóruð að vinna á Dvalarheimilinu saman? Við vorunt búin að skoða ýmsa atvinnu og Elísa var búin að sækja um í Landsbankanunr. ívar var búin að vera svona að pæla í þessu og ákvað að sækja um á Dvalarheimilinu. Svo fékk Elísa ekki vinnuna í Landsbankanum og Ivari datt þá í hug að hún rnundi sækja um á Dvalarheimilinu líka. Við vorum svo heppin að fá bæði vinnu þar. Hvernig líkar ykkur að vinna þarna? Það er frábært að vinna þarna og þetta er mjög skemmtilegur vinnustaður, yndislegt fólk bæði starfsfólkið og vistmennirnir. Við bara mælum eindregið nteð því að allir prófi að vinna þarna eitt sumar. Þetta er rnjög þroskandi og við eruin búin að læra mikið af þessu. Er ekkert skrítið að vinna saman? Jafnvel erfitt? Við vinnum frekar lítið saman og það kemur oft fjnir að við erurn í nokkra daga á sitthvorri vaktinni, þ.e.a.s. annað okkar á morgunvakt og hitt á kvöldvakt. Þá sjáumst við voða lítið yfir daginn. Við sjáumst þá bara fyrir 8 á morgnana, aðeins klukkan 4 á vaktaskiptunum og svo ekki fyrr en eftir miðnætti á kvöldin. En það er ekkert erfitt við fáum sömu fríhelgar og svoleiðis. Hafið þið eitthvað tekið eft ir aukinni athygli á vinnustaðnum því þið eruð par? Já aðeins, en það er bara gaman afþví. Það er alltafverið að spyrja okkur hvort \'ið séum búin að trúlofa okkur og hvenær við ætlum að eignast börn og gifta okkur o.s.fh'. Er þetta eitthvað sem þið stefnið að í framtíðinni (þ.e.a.s. aðhlynningarstörf)? Nei, við stefnum í allt aðrar áttir, en þetta breytir samt áhuganum á svona starfi helling hjá okkur á jákvæðan hátt og við væruin alveg til í að vinna áfratn við eitthvað svona. Hvað er framundan hjá ykkur? Skólinn. Við erum að fara í smá frí úr vinnunni í nokkra daga áður en skólinn byrjar. Svo ætlum við að byrja í skólanum í rólegheitunum og vera svo að vinna aðra hvora helgi og einhverja daga í viku með skólanum. Erurn ekki alveg tilbúin að hætta í þessari frábæru vinnu strax. ÚR ELDHÚSI LESENDA) Uppskriftir frá Helgu og Daníel Gulur og gómsæiur af Vatnsnesinu Hjónin Daníel Karlsson og Helga Hreiðarsdóttir á Hvammstanga, hafa nýverið eignast bát og fara gjarnan út til veiða með Vatnsnesinu á lygnum kvöldum, þeim til ómældrar ánægju. Sá guli smakkast að sögn vel og er eldaður á ýmsa vegu, allt eftir því hvernig kokkurinn er upplagður og hvað finnst í ísskápnum. Þau hjónin skora á Kristínu Eggertsdóttur og Geir Karlsson að koma með næstu uppskriftir. Forréttur Tómatsúpa með eða án sjávarfangs 1 - 2 hvítlauksrif 1-2 laukar 2 msk. smjör Hvítvín eftir smekk 2 dósir hakkaðir tómatar Rauður pipar Fiskikraftur Dill Salt ogpipar 3 dl. rjómi Sjávarfang eftir smekk Látið lauk, hvítlauk, fiskikraft og krydd krauma í smjörinu í ca. 10 mín. Bætið við tómötum og hvítvíni og látið krauma. Að lokum er bætt við rjóma, dilli og sjávarfangi eftir smekk. Aðalréttur Húnvetnskur þorskur í ofni Ferskur þorskur úr firðinum Salt og pipar 1 dós rjómaostur ( gjarnan hvítlauks- eða pipar-) 1 dós sýrður rjómi 1 eða 2 smátt saxaðir laukar Dijon sinnep 2Egg Þorskurinn er skorinn í bita og settur í eldfast fat. Kryddaður með salti og pipar. Osturinn, sýrði rjóminn, laukurinn, sinnepið og eggin hrærð saman og hellt yfir fiskinn. Bakað í 20 - 30 mín. Stökkir baconbitar og púrrulaukssneiðar sett ofan á síðustu mínúturnar. Borið fram með nýjum kartöflum úr garðinum og fersku grænmeti. Eftirréttur Kladdkaka með berjum 100 g. smjör 1 Vx dl. hveiti 4 msk. kakó 1 Vi tsk. vanillusykur 2egg 3 dl. sykur Bræðið smjörið, blandið sykrinum sarnan við og því næst öllu hinu hráefninu. Bakið í eldföstu móti við 175 °C í 15 mín ( bökunartíminn fer eftir hversu klístraða þú vilt hafa kökuna, mörgum finnst hún best senr blautust). Þekið kökuna með berjum eða ávöxtum og berið fram volga með vanilluís eða rjóma.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.