Feykir


Feykir - 06.09.2007, Side 1

Feykir - 06.09.2007, Side 1
Láttu ekki vandræðin verða til vandræða íbúðalánasjóður www.ils.is í;i Éjl jl ) 1 Þuríður Harpa Siguróardóttir, framkvæmdastýra Nýprents, lenti í alvariegu hestaslysi þann 27. apríl sl. Hestur sem Þuríður reið, fældist með þeim afleiðingum að hún kastaðist af baki og lamaðist frá bringspölum og niður. Feykir heimsótti Þuríði á Grensásdeild þar sem hún dvelur um þessar mundir. „...Eg var svo hátt uppi á morfmi að ég lét alla heyra það þarna. Sagði öllum að mig hefði dreymt fyrir þessu sem og mig hafði gert...“ Sjá viðtal á bls. 8-9 Framkvæmdir við vegaumbætur i Skagafirði hafa gengið vonum framar Verktaki á undan áætlun Lokió hefur verió við aó leggja bundið slitlag á síðustu kílómetra að vinna þennan frágang svolítið Þverárfjallsvegar. Þá hefur umferö verió hleypt á nýtt hringtorg viö eftir auganu og til dæmis bættum enda Þverárfjallsvegar Sauðárkróksmegin. v'ið við mön til þess að fela þar sem Sér reglur gilda um akstur á hringtorgum en þær miðast við að biðskyldumerki sé við aðreinar hringtorgsins allan hringinn. Þar sem allar merkingar við torgið vantar gildir hægri reglan og samkvæmt upplýsingum blaðsins þá gæti það orðið mál lögfræðilegs eðlis verði árekstur á hinu nýja torgi áður en merkingar verða settar upp. Þá hafa ekki verið sett upp skilti þar sem ökumönnum er bent á að hægja skuli ferðina og að komið sé í þéttbýli. -Það er verið að setja upp skiltin í þessum töluðu orðum en verktakinn hefur verið í vandræðum með að fá þessi skilti en þetta stendur allt til bóta, segir Jón Magnússon hjá Vegagerðinni. Verklok á Þverárfjallsvegi er strangt til tekið ekki fyrr en næsta haust en verktakinn er langt langt á undan áætlun og ekki úr vegi að hrósa honum fýrir það. Ekki verður þó hægt að klára allar framkvæmdir í ár því enn á eftir að leggja síðara lag slitlagsins á veginn. -Það er lagt óflokkað efni undir og því verður það grófara og ljótara ásýndar. Síðan kemur síðara lagið næsta surnar og þá verður vegurinn mun áferðarfallegri. Þá erum við að ganga frá í kringum okkur þessa dagana og er stefnt á að klára það eins og hægt verður í haust. Það er leggja kantsteina og annað. Ekki verður þó hægt að þökuleggja hringtorgið fyrr en næsta vor. Við höfum reynt verið er að sturta drasli út í sjó og þá malbikuðum við stíginn meðfram sem ekki var í útboði, bætir Jón við. Allt á fullu í Norðurárdal í Norðurárdal er allt á fullu og er stefnt á að Idæða lokakafla vegarins eftir hálfan mánuð en þar er urn að ræða kaflann frá Kotá að Heiðarsporði. -Verktakinn átti að klára að klæða veginn 20. ágúst sl. en verkið hefur lítilsháttar tafist en gengur engu að síður mjög vel. Að hálfum rnánuði liðnum verður því umferð hleypt á þennan kafla og þá verður einungis eftir lítilsháttar frágangur í köntum, segir Jón að lokum. Blönduós Gamla kirkjan gefin Sveinn M Sveinsson kvikmyndaforstjóri hjá Saga Rlm og Atli Arason, hönnuöur hafa fengið gömlu kirkjuna á Blönduósi að gjöf. Unnið er að því að ganga frá samningi við þá félaga og í framhaldi verður kirkjan afhelguð. Skilyrði fyrir gjöfmni var að rekin verði sú starfsemi í lcirkjunni sem hæfir fyrrverandi guðshúsi. Ráðgert er að koma þar upp alhliða aðstöðu fýrir listamenn til þess að vinna að listsköpun sinni. Svört skýrsla SSNV 32,8 % raunskerðing í skýrslu SSNV um áhrif niðurskurðar aflaheim- ilda í þorski á Norðurlandi vestra kemur fram að raunskerðing veióiheimilda í þorski er um 32,8% á svæðinu. Einnig kernur frarn að neikvæð margfeldisáhrif á svæðinu nema um 1,5 milljörðum króna miðað við niðurskurð veiðiheimilda í þorski og er þá ekki tekið tillit til minnkandi meðafla. Feyldr vann saman- tekt úr skýrslunni og er hana að fmna á bls. 6. HCTeHflif! eh{3— [Delllnspiron 1501 ] Sérstakt tilboðsverdTenqils > kr 69.900 Vcrsladu vió faqmenn! Tengillehf Tölvudeild Borgarflöt 25 Sauðörkróki Slmi 455 7900 VIÐ B0NUM 0G RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar ogsprautun |jj Sæmundargötu 1 b, Sauðárkrókur-S:4535141

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.