Feykir


Feykir - 06.09.2007, Side 3

Feykir - 06.09.2007, Side 3
33/2007 Feykir 3 Tengill tölvudeild opnar verslun Húnaþing vestra Skagfirskir spekingar á leið í sjónvarp Gáfu tölvu Pétur afhendir Þorbjörgu og Ola syni hennar tölvuna góðu. Tengill tolvudeild opnaði sl. fostudag nyja verslun með tölvur og tölvuvörur. Af því tilefni var efnt til lukkuleiks þar sem Þorbjörg Harðardóttir var dregin út og vann hún fartölvu frá Dell. Þorbjörg hafði mætti í verslunina á föstudag þar sem hún keypti meðal annars fartölvu, prentara, skanna, myndavél og fleira. -Ég ætlaði síðan að koma í dag og versla meira og þá var mér tilkynnt um að ég hefði verði dregin út, segir Þorbjörg alsæl með vinninginn. -Þar sem ég var að kaupa tölvu ætla ég ekki að leysa þennan vinning út strax en hann á örugglega eftir að koma sér vel síðar, bætir Þorbjörg við. Gaman er að segja frá þ\i að Þorbjörg vinnur oftar en ekki eitthvað í þeim leikjum sem hún tekur þátt í. Að sögn Péturs Inga deildarstjóra tölvudeildar Tengils fóru viðtökur við hinni nýju verslun langt fram úr björtustu vonum. -Það var komin biðröð hérna fyrir utan klukkaneittþegarviðopnuðum og hún stóð allan daginn og við tæmdum næstum því búðina, segir Pétur. Tölvudeildin og verslunin verður opin alla daga ffá klukkan átta til fimm. Léttbyggð hjólhýsi frá kr. 1.280.000 með öllu LIMF. TIIMOASTÓLL Ungt fólk á öllum aldri í svaka stuði! á Laugar- bakka Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 27. ágúst sl. var tekið fyrir erindi frá Flugieiðahótelum ehf. þar sem óskað er eftir framlengingu leigusamnings um húsnæði Laugarbakka- skóla í eitt ár eða eftir nánara samkomulagi. Fól byggðarráð sveitar- stjóra, í samráði við skóla- stjóra, að ganga til samninga við Flugleiðahótel ehf. um leigu húsnæðisins sumarið 2008. Auddi svarar fyrir sig Sjónvarpið mun standa fyrir Spurningakeppni sveitarfélaganna í vetur. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að sjónvarpsmenn velja sjálfir einn “frægan” einstakling sem tengist viðkomandi sveitarfélagi og sveitarfélagið tilnefnir síðan tvo. Sveitarfélagið Skagafjörður mun taka þátt í keppninni og munu þau Ólafur I. Sigur- geirsson sérfræðingur við fiskeldisdeild Háskólans á Hólum, Vanda Sigurgeirs- dóttir, lektor við Kennara- háskóla Islands og Auðunn Blöndal, skemmtikraftur, keppa fyrir hönd Skagafjarðar og verða þau væntanlega á dagskrá föstudaginn 5. október en keppnin hefst 14. september. Leiðrétting Sigfús Pétursson frá Álftagerði hringdi og sagði rangt farið með nafn í grein um Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra í síðasta blaði. Sagt var að Stefán Ólafsson hefði spilað undir en það á auðvitað að vera Stefán Gíslason. Leiðréttist það hér með. Sauðárkrókskírkja Barna- og unglingastarfið hefst í næstu viku og verður sem hér segir: Sunnudagaskóli alla sunnudaga kl.11 Fyrir börn á öllum aldri. Börnin fá að heyra skemmilegar og myndrænar sögur úr biblíunni og mikiö sungið. Börnin fá kirkjubók og límmiða í bókina fyrir hverja mætingu. Æskulýðsfélag mánudaga kl.20-21.30 Fyrir 13-16 ára unglinga. Prakkarar Fyrir 6-9 ára börn. Stubbar fimmtudaga kl. 17-18.30 Fyrir 10-12 ára börn Allir ættu að fínna eitthvaö við sitt hæfi enda margt skemmtilegt framundan eins og landsmót æskulýðsfélaga í október og Stubbaferð á Löngumýri í lok nóvember. I vetur hefur Inga Man'a Baldursdóttir umsjón með barnastarfinu, Reynir og Hafsteinn spila á gítar og leika á alls oddi. Foreldramorgnarnir byrja lO.september og verða alla Foreldarar með ungabörn boðnir velkomnir í spjall og kaffi í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur er með viðtalstíma í safnaðarheimilinu Síminn er 453 5930, farsími 862 8293 og netfang sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is Sigríður Gunnarsdóttir

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.