Feykir


Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 6

Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 6
6 Feykir 33/2007 Fréttaskýring Afleiðingarnar hvað verstar á Skagaströnd ------------------------------------\ Helstu nióurstööur skýrslu SSNV eru eftirfarandi: *Árið 2006 var heildar löndunarmagn þorsks á Norðurlandi vestra um 17.400 tonn. ♦Samanlagt tekjutap hafna á Norður- landi vestra miðað við 30% aflaniður- skurð í þorski nemur um 15 milljónum króna á ári. Þá er ekki tekið tillittil minnkandi meðafla eða breytinga á útgerðarmynstri. *Veginn meðal niðurskurður aflaheim- ílda í þorski á Norðurlandi vestra er 32,8% *Neikvæð efnahagsleg áhrif á Norður- land vestra nema um 1,5 milljarði króna miðað við 32,8% samdrátt í þorskveiðum. Þá er ekki tekið tillit til minnkandi meðafla. *Skagaströnd og Siglufjörður hafa verið í 4. og 5. sæti yfir stærstu löndunarhafnir smábáta á íslandi. Hagræðing og breyting á útgerðarmynstri getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þau sveitarfélög og starfrækslu fiskmarkaða þar. *Veltutap Fisk Seafood er áætlað um 770-780 milljónum króna miðað við 33,4% niðurskurð í þorskveiðum. *Verðmætarýrnun sjávarútvegsfyrir-tækja á Norðurlandi vestra nemur rúmum 7 milljörðum króna. *Vægi starfa við fiskveiðar og fiskvinnslu sem hluta af vinnumarkaði er mismun- andi eftir sveitarfélögum. Huga verður sérstaklega að þeim sveitarfélögum sem mestra hagsmuna eiga að gæta þegar kemur að mótvægisaðgerðum. *Samdráttur í tekjum sjávarútvegsfyrir- tækja á Norðurlandi vestra mun mögulega leiða af sér minni framlög þeirra til annarrarstarfsemi og mikil- vægra samfélagslegra verkefna svo sem rannsókna í sjávarútvegi, fræðslu-, menningar- og íþróttastarfs. *Á þessu svæði er starfandi eitt stórt útgerðarfyrirtæki. Fyrirtækið Fisk Seafood sem gerir út fjóra togara ásamt því að reka landvinnslurá Sauðárkróki og Skagaströnd. Einnig erfyrirtækið með starfsemi í Grundarfirði og Hólmavík. Aflaheimildir Fisk Seafood í þorski nema 6.625 tonnum. í Skagafirði hafa minni útgerðaraðilar samtals um 230 tonna þorskkvóta. í skýrslu SSNV er leitað leiða við að meta annars vegar áhrif á hafnarsjóði sveitarfélaga á Norðurlandi vestra en einnig er reynt að áætla möguleg neikvæð margfeldisáhrif í einstaka byggðarlögum á svæðinu. Eftirfarandi eru þeir punktar en vöktu athygli Feykis en hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á www.ssnv.is. Skagaströnd Á Skagaströnd er hlutfall starfandi við fiskveiðar og fiskvinnslu langhæst eða 32%. Á meðan það er 10% í Sveitar- félaginu Skagafirði, 2% í Akra- hreppi, í Skagabyggð er hlutfallið 3%, 4% í Húnavatnshreppi og 5% í Húnaþingi vestra. Á Skagaströnd einkennist útgerðarmynstrið meðal annars aflínuútgerð hluta ársins. Margir af þeim sem stunda línuútgerð eru á staðnum stóran hluta ársins og halda uppi starfsemi við beitningu og útgerð. Samkvæmt upplýsingum Fiski- stofu nema aflaheimildir ársins 2006 á Skagaströnd 596 tonnurn í þorski. í Húnaþingi vestra eru tveir aðilar sem eiga samtals um 94 tonna þorskkvóta á árinu 2006. Störf tengd sjávarútvegi eru stærri hluti af vinnumarkaði á Skagaströnd en í öðrum byggðarlögum á svæðinu. Samdráttur í aflaheimildum kemur því væntanlega hvað harðast niður á því byggðarlagi, ef horft er til þeirra starfa er tapast við veiðar, sölu og vinnslu afla. Þá eru Skagstrendingar illa í stakk búnir að mæta miklum samdrætti í sjávarútvegi þar sem fá störf eru í boði í stað þeirra senr tapast. Á tímabilinu 1998 til 2005 hefur störfum í þjónustu einungis fjölgað unr 20 eða úr 120 störfum í 140 störf. Þjónustustörf á Skagaströnd tengjast mörg beint eða óbeint fiskveiðum og vinnslu. Áhöfn frystitogarans Arnars HU-1 er að lang stærstunr hluta með lögheimili á Skagaströnd. Alltað helmingur áhafiiar Örvars HU- 21 er búsettur á Skagaströnd þannig að tekjuskerðing á frysti- togurunum mun væntanlega hafa veruleg áhrif á Skagaströnd, bæði vegna minni tekna sjó- manna og tapaðra útsvarstekna sveitarfélagsins. Vert er að geta þess að Arnar HU-1 og Örvar HU-21 eru tveir af fjórum togurum Fisk Seafood. Sérstök ástæða er til að gefa því gaum að landaður afli á Skagaströnd hefur í raun verið mun meiri en skráðar fisk- veiðiheimildir á staðnum gætu gefið tilefni til. Almennur niðurskurður fiskveiðiheimilda mun því geta haft mjög alvarleg áhrif þar sem minni útgerðir sem hafa landað á Skagaströnd munu þurfa að endurskipuleggja sinn rekstur og líklegt að þær útgerðir ýmist selji heimildir sínar eða skipuleggi veiðar í nreira mæli nær heimabyggð sinni af hag- kvæmnisástæðum. Á Skagaströnd er starfandi fiskmarkaður sem verið hefur í miklum vexti undanfarin ár. Árið 2006 voru 5100 tonn seld í gegn urn fiskmarkaðinn. Fjórir menn starfa hjá fiskmarkaðnum. I tengslum við fiskmarkaðinn er rekin slægingarþjónusta sem veitt hefur fimm einstaklingum atvinnu. Við löndunarþjónustu, sem einnig er rekin í tengslum við markaðinn, er starfandi 15 manna hópur sem kallaður er til vinnu eftir því sem þurfa þykir. Á Skagaströnd eru einnig starfandi vélaverkstæði sem byggir starfsemi sína að langstærstum hluta á þjónustu við útgerðina, bæði smábáta og eins togara. Einnig er á staðnum rekið netaverkstæði sem eðli málsins samkvæmt er afar háð þjónustu við útgerðir smábáta og togara. Vafalítið mun samdráttur í veiðum hafa afar neikvæð áhrif á stafsemi þessara fýrirtækja þar sem að fátt kemur í stað þeirra verkefiia sem þau sinna í tengslum við núverandi útgerð. Skagafjörður Vægi sjávarútvegs í fjölda starfa er minna í Skagafirði en á Skagaströnd en mun meira en í Vestur Húnavatnssýslu og á Blönduósi. Vægi sjávarútvegs í ýmiskonar stoðþjónustu, viðgerðum, verkstæðisþjón- ustu, verslun og annarri um- sýslu er væntanlega töluvert og áhrif aflaniðurskurðar í Skagafirði eru því meiri en virðast kann við fýrstu sýn. Á Sauðárkróki eru nokkur fýrirtæki sem byggja rekstar- grundvöll sinn að stórum hluta á þjónustu við út- gerðina. Má þar nefna Vélaverkstæði KS en stærsti þáttur í starfsemi verk- stæðisins er við- haldsþjónusta fýrir útgerðina, en að auki er unnið að allskonar viðhaldi og nýsmíði fýrir hina ýmsu aðila í Skagafirði og víðar. Samkvæmt upp- lýsingum forsvars- manns verkstæð- isins eru starfsmenn 14 og áætlar hann að um 1/3 starf- seminnar snúi beint að þjónustu við togarana. Tengill ehf - rafverktakar- heftir einnig starfa að þjónustu við útgerðina sem og matvöruverslun Kaupfélags Skag- firðinga sent selur áhöfnum togara og annarra báta kost. Fyrirtækið Fisk Seafood er stærsta sjávarútvegsfyrir- tækið í Skagafirði. Fyirtækið gerir út fjóra togara ásamt því að reka umfangs- mikla landvinnslu á Sauðárkróki. Fyrir- tækið á 6.625 tonna kvóta í þorski. Rétt er að taka frarn að hluti þeirra afla- heimilda er skráður á togarana Arnar og Örvar sem eiga heimahöfh á Skagaströnd. Forsvarsmenn Fisk Seafood meta heildarniðurskuð aflaheilda fýrirtæk- isins um 33,4%. Ástæðu þess má rekja til þess að fýrirtækið gerir eingöngu út togara í aflamarki og miðað við úthlutun veiði- heimilda er tekið tillit til línuívilnun- ar og byggðakvóta sem fi'rritækið fær ekki. Ljóst er að 33,4% skerðing þorsla'eiði- heimilda mun koma illa niður á fyrirtækinu og hafa forsvars- menn þess áætlað að veltutap fýrirtækisins muni nema um 770-780 milljónum króna. Fisk Seafood hefur um árabil verið leiðandi á sviði nýsköpunar og þróunarverkefna í greininni og hefur fýrirtækið lagt frarn fjármuni og aðstöðu fýrir Vísindagarðana eða „Verið“ sent staðsett er á Sauðárkróki. Fisk Seafood rekur umsvifa- mikla landvinnslu á Sauðárkróki þar sem starfa um 60 manns við hefðbundna bolfiskvinnslu, frystingu og pökkun. Tekjutap Fisk Seafood í kjölfar minnkandi fiskveiði- heimilda gæti dregið úr þeim framlögum sem fýrirtækið getur lagt til þróunarverkefiia. Störf á þeim vettvangi eru sérhæfð og betur launuð en ýmis störf á almennum vinnumarkaði. Minna ffamboð á vel launuðum störfum og sérffæðistörfum eða fækkun þeirra getur haft töluverð áhrif á útsvarstekjur sveitar- félagsins, menntunarstig á svæð- inu og dregið úr fjölbreytni á vinnumarkaði. Á Hofsósi eru reknar tvær fiskverkanir sem byggt hafa starfsemi sína á hráefhisöflun með byggðakvóta. Einnig er þar nokkur smábátaútgerð. Ljóst er að samdráttur mun koma illa við þessi fýrirtæki og hafa neikvæð áhrif á byggð við austanverðan Skagfiörð. Blönduós Á Blönduósi er vægi starfá við fiskveiðar og fiskvinnslu lítið ef horft er til vinnumarkaðarins í heild. Undanfarin ár hefur þó verið starffækt lítil fiskvinnsla á Blönduósi Þessi vinnsla er, nær alveg aflögð ef undan er skilin harðfiskvinnsla. Erfitt er að meta hvaða áhrif minnkandi fisk\'eiðiheimildir og afli hafa á minni vinnslueiningar líkt og á Blönduósi. Húnaþing vestra Vægi starfa við fiskveiðar og fískvinnslu í Húnaþingi er vestra lítið ef horft er til vinnumarkaðarins í heild. Vægi starfa við fiskveiðar og fiskvinnslu hefur í raun lítið breyst í Húnaþingi vestra undanfarin ár einungis um 5% íbúa í sveitarfélaginu höfðu aðaltekjur sínar af fiskveiðum og fiskvinnslu á árinu 2005. Störf við fiskvinnslu í Húnaþingi vestra hafa verið nær einvörðungu við vinnslu á rækju.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.