Feykir


Feykir - 06.09.2007, Qupperneq 10

Feykir - 06.09.2007, Qupperneq 10
lO Feykir 33/2007 Ylva Telldahl, ásamt hluta málstofugesta. Forn hrossabein eru mikill fjársjóður Saga hestsins sögð af gömlum beinum Sögusetur íslenska hestsins stóö fyrir málstofu um sögu hestsins út frá fornleifum á Hólum í Hjaltadal 21. ágúst sl. Hestabein sem fundist hafa við fornleifauppgröft eru ómetanlegar heimildir um sögu hestsins; uppruna hans, heilsufar og notkun í gegnum aldirnar. Á málstofunni kynntu Sigríður Björnsdóttir dýralæknir, Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og Ylva Telldahl fornleifafræðingur frá Svíþjóð, nýleg rannsóknarverkefni á þessu sviði. Ragnheiður Trausta- dóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi Hólarannsóknar- innar, gerði grein fyrir mikilvægi fornra dýrabeina fyrir túlkun menningarsög- unnar. Við fornleifauppgröftinn á Hólum, í Kolkuósi og í Keldudal er búið að grafa upp um eitt tonn af dýrabeinum. Athygli vekur þó að, þrátt fýrir ritaðar heimildir um mikið hestahald á Hólum á miðöldum, þar sem í íýrsta sinn er getið um að menn hafi þegið laun fýrir að temja og þjálfa hross og liestasveinar tilheyrðu starfsstétt, hafa nær engin hestabein frá þeim tíma fundist við uppgröftinn á Hólum. Ylva Telldahl fornleifa- fræðingur og sérfræðingur í dýrabeinum við Háskólann í Stokkhólmi kynnti rann- sóknir sínar á beinum hesta og nautgripa á járnöld (200 e. Kr. - 1000 e. Kr) auk beinafunda frá miðöldum. H ún hefur lagt sig sérstaklega eftir að meta hvernig þessi dýrvoru notuð í landbúnaði. í sumum tilfellum er hægt að greina hvort hross hafi verið notuð til reiðar eða dráttar og meta heilsufar þeirra. Athygli vakti að spatt reyndist vera sá fótasjúkdómur sem oftast sáust merki um á sænskum hestabeinum frá járnöld. Miðað við lengd leggjanna má ætla að hestarnir hafi verið af svipaðri stærð og íslenski hesturinn. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Landbúnaðarstofnun, greindiílokinfrárannsóknum á hestabeinum sem fundist hafa í kumlum og varðveitt eru á Þjóðminjasafni íslands. Út frá þessum rannsóknum má ætla að hestarnir hafi verið á bilinu 145 - 149 sm. á herðakamb sem er öllu hærra en áður hefur verið talið og hærra en meðaltal hrossastofnsins nú á dögum. Þá er ljóst að spatt hefur verið algengur fótasjúkdómur í landnámshestinum líkt og nú á dögum og það sama má segja um beinhnúta milli griffilbeins og leggjar framfóta. Það er athyglisvert í ljósi þess mikla munar sem ætla má að sé á notkun hrossanna og ýmissa annarra ytri aðstæðna. T.d. má geta þess að ekki hafa fundist nein merki þess að hestar hafi verið járnaðirá landnámsöld. Þessi gögn styrkja þannig aðrar rannsóknir sem sýnt hafa fram á að spatt sé fyrst og fremst arfgengur sjúkdómur, líklega tengdur byggingarlagi hækilsins. Áframhaldandi rannsóknir á þessum Sigriður Björnsdóttir, dýralæknirog Ylva Telldahlfornleifa- og beinafræðmgur virða fyrir sér forn bein. Dæmi um vel varðveitt bein úr kumli sem fannst I Ytra-Garðshorni árið 1965. dýrmætu fornminjum eru nú þegar komnar í gang við Landbúnaðarháskóla íslands, þar sem ætlunin er að einangra erfðaefni úr tönnum og beinum landnámshestanna og bera saman við erfðaefni úr öðrum hrossakynjum að fornu og nýju. Líflegar umræður áttu sér stað að lýrirlestrum loknum. Það er ljóst að forn hrossa- bein eru mikill fjársjóður og eiga enn eftir að segja okkur mikið um uppruna og sögu ísleriska hestsins. Hörður Ingimarsson skrifar Prýði Ólafsfjarðar Ólafsfjörður. Mynd: hing A fogrum sumardegi 16. juli 2007. Horft i norðvestur yfir Ólafsfjarðarbæ nú í Fjallabyggð og nú um stundir kallaður Austurbær í sameinaðri byggð vestur um til Siglufjarðar. Prýði Ólafsfjarðar, bæjar- tjörnin er í forgrunni. Handan fjarðar eru Kleifar í mynni Árdals. í bakgrunni frá vinstri sér í Ósbrekkutjall, þá Árdalur og norðan hans Ytra fjall og austur afþví er Arnfmnsfjall, í daglegu tali kallað “Finnur- inn”. Samspil vatns og byggðar er undantekningarlítið til fegurðarauka í þéttbýli. Á Ólafsfirði er gott dæmi um forsendurnýrrarSauðártjarnar sem tjallað var um í grein í 29. tbl. Feykis, 2. ágúst s.l. Tjarnirnar suður með Drottningarbraut á Akureyri, eru ekki síður til fegurðarauka og eftirbreytni. Hvað væri Reykjavík án Tjarnarinnar í gömlu kvosinni? Með kveðju, Hörður Ingimarsson Leiðrétting I grein í Feyki 29. tbl. 2. ágúst s.l. “Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja”, á að standa Jón Haraldsson arkitekt Björnssonar frá Veðramóti, ekki nafnið Stefán. Er beðist velvirðingar á mistökunum. hing

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.