Feykir


Feykir - 20.09.2007, Síða 2

Feykir - 20.09.2007, Síða 2
2 Feyklr 35/2007 Fornverkaskólinn Mikill áhugi I síðustu viku lauk torfhleðslunámskeiði Fornverkaskólans en námskeiðið sóttu að þessu sinni átta nemendur. Námskeiðið stóð í rúma viku og innan þess tíma eða dagana 8. - 9. september var einnig haldið trégrindarnám- skeið á vegum skólans. Var það námskeið einnig vel sótt en þar voru 7 nemendur. Kennarar voru Helgi Sigurðsson torf- og grjóthleðslumeistari og Bragi Skúlason trésmíðameistari. Bæði námskeiðin fóru fram á Tyrfingsstöðumþarsem Bryndís Zoéga skráði og myndaði allt sem fram fór, en byggðasafnið heldur utan urn heimilda- skráningu á námskeiðunum Bíó á nýjan leik Textavélin komin Biounnendur a Norðurlandi vestra geta nú tekið gleði sína á ný því þessa dagana er verið að leggja lokahönd á nýtt Dolby digitalkerfi í Bifröst, bíóhúsi Sauðkrækinga. Lengi hefur verið beðið eftir svokallaðri textavél en um langt skeið hefur ekki verið hægt að sýna textaðar myndir í bíóinu. Að sögn Sigurbjörns Björnssonar, bíóstjóra, verður tækið komið í lag í lok vikunnar og sé þá ekkert til fyrirstöðu að fara að sýna bíó. Sigurbjörn segir að margar skemmtilegar myndir bíði nú sýningar og lofar góðunr kvikmyndavetri í Bifröst. Blönduóskirkja Nytt orgel a leiðinni Þann 12. september sl. samdi sóknarnefnd Blönduóskirkju um kaup á pípuorgeli smíðuðu af Björgvini Tómassyni orgelsmið. Kaupverðið er 29.133.000 kr. sem greiðist á smíðatíma orgelsins sem er um tvö ár. Orgelið er 20 radda með tveimur hljómborðum og pedal. I>að verður smíðað úr eik og með samsvarandi lit og áferð og bekkir og altari kirkjunnar. Kaupþing á Blönduósi hefur nú þegar veitt söfnuðinum framlag upp á 3 milljónir króna en í orgelsjóð var þegar komin sama upphæð. Þá er gert ráð fyrir að sala á núverandi orgeli skili sömu upphæð. Þá hafa kvenfélagskonur í Vöku safnað 1.5 milljónum króna. Nýlega barst söfhuninni síðan peninga- gjöf í minningu hjónanna Gríms Gíslasonar og Sesselju Svavarsdóttur ffá börnum þeirra Sigrúnu, Katrínu og Gísla að upphæð kr. 500.000,- ásanrt kr. 1.000.000,- frá fýrirtækjum Gísla og Höllu. Þá hafa fleiri aðilar ljáð máls á því að leggja söfnuninni lið. Allir sem vilja leggja málefninu lið geta snúið sér til sóknarprests, sóknarnefndar, eða til Kaupþings á Blönduósi. Leiðari Teskeiðfrá ríkinu Ekki þykir mér hún stór sneiðin sem ríkisstjóiriin réttir okkur íbúum á Norðurlandi vestra afmótvægisköku þeirri sem hin annars ágæta stjórn hefur bakað. 1,8% afkökunni kom í okkar hlutog þykir ekki mikið. Hún amma mín myndi segja að þetta dygði ekki upp í nös á ketti. Sjálfvelti ég þvífyrir mér hvort sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra OLLUséu svo uppteknir afeigin hrepparíg og innansveitarpólitík að þeir hljóti ekki náðfyiir augum stjórnvalda því eins og ég hefáður sagt; sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Er ekki tímabært að samstilla strengi okkar íbúa á Norðurlandi vestra og krefjastþeirrar sneiðar afkökunni sem sannarlega ætti að vera okkar? Vestfirðingar stóðu saman og þeirra sneið er væn, sæt og góð. Við getum vel unaðþeim þess en eigum við ekki líka skilið aðfá væna, sæta og góða sneiðfrá ríkisheimilinu? Maður spyr sig. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 898 2597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Úlgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauöárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Bladstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Óiafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónurhvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Húnaþing vestra Skúli í stjórn Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkti á síðasta fundi sínum að tilnefna Skúla Þórðarson sveitarstjóra, í stjórn félags sem hefur það hlutverk að markaðssetja húseignir Laugarbakkaskóla. Auk Skúla eiga sæti í nefhdinnifúlltrúarffáSparisjóði Húnaþings og Stranda og Saga Capital fjárfestingabanka. Á sama fundi voru lögð ffam gögn frá Hestamannafélaginu Þyt um byggingu reiðhallar á Hvammstanga.Varsveitarstjóra falið að greiða félaginu fyrsta hluta fjárffamlagsins sem getið er um í samkomulaginu kr. 4.000.000. Aftur til fortíðar Vegfarendur hafa tekið eftir þvi að mikið stendur til við elsta hús Sauðárkróks sem stendur við Lindargötu. Þessa dagana er unnið að því að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd. Það eru þeir Hólmsteinn Snædal og Vésteinn Finnsson sem vinna að endurbótunum og njóta þeir liðsinnis eigandans, Lúðvíks Friðbergssonar. Ætlunin er á næstu fjórum vikurn að klæða húsið eins og það var gert í upphafi. V erður það klætt með svokallaðri listasúð sem eru 8 tommu breið borð og eru strikaðir listar settir ytir samskeytin. Ekki verður skipt urn þak að svo stöddu. Blönduós Bæjartorg er nafnið Húnahornið segir frá því að bæjarstjórn Blönduósbæjar hafi á síðasta fundi sínum ákveðið nafn á torgið við félagsheimilið og Samkaup. 21 tillaga að naffii barst eftir að efnt hafði verið til hugmyndasamkeppni og fánnst bæjarstjórn það ffemur dræm þátttaka. Voru þessar tillögur frá 33 aðilum. Bæjarstjórn samþvkkti samhljóða að torgið skuli heita Bæjartorg. Húnaþing vestra Faraá fund Alþingis Á síðasta fundi Byggðarráðs Húnaþings vestra var farið yfir ýmis mál og áherslur sem ræða á við fulltrúa fjárlaganefndar Alþingis. Fulltrúar byggðarráðs eiga fund með fjárlaganefnd þann 28. september næst komandi og á þeim fundi er ætlunin að ræða málefni Húnaþings vestra svo sem atvinnumál, samgöngumál, fjarskiptamál, menntamál og fjármál sveitarfélaga. Teikningar af sundlaug kynntar Komin á teikni- borðið Á heimasíðu Blönduósbæjar má nú finna kynningarefni vegna byggingar nýrrar sundlaugar. Teikningarnar eru teiknaðar af Stoð ehf. verkffæðistofu. Tillögurnar hafa verið kynntar í bæjarstjórn en afgreiðslu á þeim var vísað til síðari umræðu. Segja má að nú sé draumur Blönduósbúa og betri sundlaug komin skrefi nær enda má nú nreð sanni nota frasann að sundlaugin sé komin á teikniborðið.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.