Feykir


Feykir - 20.09.2007, Side 4

Feykir - 20.09.2007, Side 4
4 Feyklr 35/2007 Hvammstangi Góð aðsókn að Sela- setrinu í sumar Þærstóðu vaktina í Selasetrinu í sumar.Frá vinstri MargrétSól Thorlacius.Hrafhildur Ýr og Margrét Helga Aðalsteinsdóttir. mynd ÖÞ: Um 4.200 manns komu í Selasetur íslands á Hvammstanga í sumar. Að sögn Hrafnhildar Ýrar Vígl u ndsdóttu r er þetta liðlega 60% aukning frá sumrinu á undan, en þá hóf Selasetrið starfsemi sína í lok júní. Selasetrinu var lokað þann 15. þessa mánaðar en það verður þó opnað ef fólk hringir á undansér. Hrafnhildursagði að aðsókn hefði verið að jafnaði 40-50 nranns á dag á tímabilinu frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. í sumar var uppi í Selasetrinu sýning sem áhugahópur sem kallar sig Selínur stóð fyrir og vakti hún verðskuldaða athygli. ÖÞ: Er eitthvað að frétta? Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Guðmundur Haukur Sigurðsson skrifar Stórfurðulegar Feykisfréttir af heilbrigðismálum Af forsíðufrétt í síðasta tölublaði Feykis má helst ráða að íbúar Húnaþings vestra séu alfarið án heilbrigðisþjónustu í heimabyggð því fyrirsögnin er. “Sækja læknisþjónustu á Vesturland” “Frá Blönduósi á Akranesi”. Til upplýsingar fyrir lesendur og misáreiðanlega heimildarmenn blaðsins beggja vegna Þverárfjalls vil ég koma eftirfarandi stað- reyndunr á framfæri. Á Hvammstanga hafa verið búsettir læknar á aðra öld eða frá árinu 1905. Á Hvammstanga er nú rekin heilbrigðisstofnun nreð vel búinni heilsugæslustöð og sjúkrahúsi með 27 rúmum og eru 3 þeirra rými sem ætluð eru þeim sem dvelja í skemmri tíma til lækninga. Starfssvæði stofnunarinnar er Húnaþing vestra og Bæjarhreppur í Strandasýslu. Stofnunin hefur á að skipa hæfu og vel mennt- uðu starfsfólki m.a. tveimur menntuðum heimilislækn- um. Þeir sem sækja sér- fræðiþjónustu utan heima- byggðar leita hennar aðallega á Akranesi, í Reykjavík eða á Akureyri. Frá Hvammstanga. Þá er ég komin að því sem var víst rót fréttarinnar í síðasta Feyki. Heilbrigðis- og tr)'gginganrálaráðherra gaf þann 30. ágúst s.l. út reglugerð um skiptingu landsins í 7 heilbrigðisumdæmi. Þar er Húnaþing vestra ásarnt Bæjarhreppi látið fylgja Heilbrigðisumdæmi Vesturlands, en Austur- Húnavatnssýsla og Skaga- fjörður Heilbrigðisumdæmi Norðurlands. Að mínu viti er þessi skipt- ing í samræmi við þær hefðir sem skapast hafa um sókn eftir þeirri þjónustu sem ekki er unnt að veita í heimabyggð. Vestur-Húnvetningar leita til Akraness, en þeir sem búa austan við okkur leita mest til Akureyrar. Ég tel að íbúar hvers heilbrigðisumdæmis eigi að eiga aðgang að deildaskiptu sjúkrahúsi á sínu svæði en því er ekki til að dreifa á Norðurlandi vestra. íbúar Húnaþings vestra hafa ekki sótt heilbrigðisþjónustu senr neinu nemur á Blönduós, enda ekki boðið upp á frekari þjónustu þar heldur en á Hvammstanga og svipaða sögu rná reyndar einnig segja um Sauðárkrók. Mér finnast undarlegar skoðanir ýmissa sveitarstjórn- armanna í A-Hún og Skaga- firði, en þeir virðast telja að Vestur-Húnvetningar séu að segja sig úr lögum við þá með því að sækja heilbrigðisþjónustu þangað sem hana er að fá og þangað sem hún hefur verið sótt um áraraðir. Ég hefði skilið upphlaupið ef við hefðum .sagt okkur frá þátttöku í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki eða afneitað Blönduóslöggunni. Ég tek hatt minn ofan fýrir heilbrigðisráðherra sem þorir að taka hagsmuni þeirra sem njóta eiga heil- brigðisþjónustunnar fram yfir skoðanir þröngsýnna hreppapólitíkusa. Með von unr vandaðri fréttaflutning og miklar fram- farir á Norðurlandi vestra. Guðmundur Haukur Sigurðsson fratnkvcemdastjóri Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga Frá ritstjóra Feykis Vegna fréttar í síðustu viku Ritstjóra Feykis þykir það leiðinlegt ef að með einhverju móti hafi mátt lesa það út úr forsíðufrétt blaðsins fyrir viku síðan að ekki væri um læknisþjónustu að ræða á Hvammstanga Hafi fréttin verið villandi leiðréttist það hér með. Hins vegar stendur ritstjóri við þann hluta fréttarinnar sem snýr að miklum titringi innan SSNV sökum málsins. f sumar var unnið að því að stofna sér heilhrigðisumdæmi Norðurlands vestra og stóð þá til að efla sjúkrahúsin á Blönduósi annars vegar og á Sauðárkróki hins vegar. Hefðu þá íbúar Húnaþings vestra í einhverjum tilfellum sótt læknisþjónustu sína þangað í stað þess að fara á Akranes líkt og þeir gera héðan í frá. Á fundi SSNV á dögunum, sem ritstjóri Feykis sat, tókust þau Gunnar Bragi Sveinsson og Elín Líndal á um rnálið og vildi Gunnar Bragi meina að með þessari aðgerð, það er að óska eftir því með óyggjandi hætti að tilheyra Vesturlandsumdæmi, hefði Húnaþing vestra stigið fýrsta skrefið út úr samstarfi sínu innan SSNV. Þessu mótmælti Elín harðlega og sagði að hér væri aðeins um það að ræða að íbúar í Húnaþingi vestra vildi sækja þjónustu á sjúkrahús sem hefði upp á sólarhrings skurðlæknaþjónustu að bjóða. Sagði hún að Húnaþing vestra inyndi hér eftir sem hingað til starfa heilshugar innan SSNV. Að öðru leiti stendur ritstjóri við frétt sína. (ÁSKORENDAPENNINN ) Ólafur Atli Sindrason Barómetió Til að byrja þessi skrif mín á einhverju langar mig til að árétta það að ég bý á Grófargili, en ekki Skörðugili. Ég virði þó vinkonu minni, henni írisi, það til vorkunnar að Skörðugilsnafnið bera mun fleiri hús, sex og hálft, meðan Grófargilsnafnið bera aðeins tvö hús. Skörðugilsnafnið er þvítamara tungu og mistökin auðfyrirgefin. Ég er barómetsmaður. Þó mér hafi enn ekki áskotnast slíkt höfuðþing, er barómet - hinum megin - þ.e. í húsi tengdaforeldra minna. Þangaðfer ég iðulega til að finna barómetið og berjum við tengdapabbi það upp og niður, allt eftir því hvað til stendur þann daginn. Það dugar þó ekki alltaf til. Það er, sannastsagna, alveg bráðnauðsynlegtað hafa svona gersemi til að segja fyrir verkum dagsins. Falli barómetið, þýðir lítið að ætla sérað mála fjósþakið. Stígi það hins vegar, má með trúarlegri staðfestu slá 8he tún, án þess að hugsa sig um. Upp á síðkastið hefur það alltaf fallið, helv... barómetið, sama hvernig slegið er í það. Það boðar þrennt; sem ég raunar vissi um. Haustlægðir, skóla og réttir; allt eins öruggt og kvefpest á leikskóla. Haustlægðirnar þarf ekki að fjölyrða um, en skólann og réttimar mætti e.t.v. staldra ofurlítið við. Þetta eru ekki ósvipaðar stofnanir, skólinn og réttirnar. Hvort tveggja safn af lífverum þar sem misvitrir forystusauðir, -ær, sjaldnast hrútar - leiða hópinn. Lömbin dregin í dilka, börnunum vísað í stofur. Fram eftirvetri jórtrarsvo hvor hópur fyrir sig á því sem fyrir þá er lagt hverju sinni. Ég hugsa oft um þetta þegar ég rangla um réttirnar og gríp í eitt og eitt horn til að sýnast. Sleppi því svo gjarnan hinum megin í réttinni, þegarenginn sértil. Það fellur helv.... barómetið. Best að drífa upp gulræturnar og breiða yfir gasgrillið. £g ætla að skora á Magnús Óskarsson ÍSölvanesi.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.