Feykir


Feykir - 25.10.2007, Blaðsíða 1

Feykir - 25.10.2007, Blaðsíða 1
Láttu ekki vandræðin verða til vandræða Ibúðalánasjóður www.ils.is _________________________ K.SUSVA Hrefna Aradóttir er fædd og uppalin í Neskaupstað en fyrir 17 árum flutti hún á Blönduós er hún kynntist manni sínum Þorsteini K. Jónssyni og eiga þau tvær dætur. Hún er handverkskona og bankastarfsmaður og hefur vart undan að framleiða jólasveina og fermingarstyttur sem hún sker í greinar af alaskavíði. Allt byrjaði þetta þó með fikti austur á héraði og upphaflega ætlaði Hrefna að skera út álf en úr spýtunni birtist jólasveinn. .. -Ég hef bara þessa þörf til þess að skapa og verð því alltaf að halda áfram. Spýtan er svo mjúkt og hlýtt efni og hún gefur manni alltaf eitthvað ovænt sem síðan bara kemur.“ Sjá viðtal á bls. 6-7 Lausaganga ogmyrkur skapa hættu Menningarsjóður Norðurlands vestra Norðurárdalur ómerktur Töluvert hefur borið á kvörtunum til lögreglunnar á Sauðárkróki að undanförnu sökum lausagöngu hrossa á Þverárfjallsvegi. Eins hafa menn verið ósáttir við skort á vegmerkingum við nýjan vegkafla í Norðurárdal. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki er rimlahlið við afleggjarann upp á skíðasvæði Tindastóls og þar við hlið skilti sem bendir mönnum á að þeir séu komnir á afrétt. Eins merking mun vera hinum megin fjalls. Er þarna um viðvarandi vandamál að ræða enda hefur umferð um Þverárfjallsveg aukist rnikið auk þess sem hinn nýi vegur hefur orðið til aukins hraða. Nú í svartasta skammdeginu er því vert að vara fólk við því bleyta og jafhvel hálka gerir aðstæður enn varasantari. Bendir lögreglan á að keyri bíll á 100 km hraða inn í rniðjan hrossahóp í myrkri geti það endað með skelfilegu slysi. Þá hefur einnig verið kvartað mikið undan hinum nýja kafla í Norðurárdal en umferð hefur verið hleypt á hann án þess að tekist hafi að fullklára veginn. Samkvæmt útboði á sá kafli ekki að vera fullkláraður fyrr en í nóvember en ekki hefur unnist tími til þess að merkja veginn né setja upp stikur. Rennur því allt umhverfi og vegur saman í eitt og skapast því hættulegar aðstæður og full ástæða til þess að fara að öllu með gát. Eins hefúr ekki tekist að fúllklára girðingar meðfram vegi og þvi má eiga von á að lausagöngu fé eða hross slæðist inn á veginn. Tekur Feykir undir varnaðarorð lögregl- unnar og beinir því til vegfarenda að fara að öllu með gát og minnir á gamla orðatiltækið; hollt er heilurn vagni heim að aka. Úthlutun á föstudaginn Fyrsta úrhlutun úr Menning- arsjóði Norðurlands vestra, gerð á grundvelli menningar- samnings ríkis og sveitarfé- laga fer fram við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju á morgun föstudag kl: 17:00. Auk afhendinga styrkja verða ávörp og tónlistarflutn- ingur og að athöfn lokinni verður boðið til kaffisamsætis. Við úthlutun var var sérstök áhersla á nýsköpun og samstarf og var að þessu sinni alls úthlutað 17.650.000. Erhérum að ræða styrki til allra listgreina, ffæðimennsku og útgáfú. -Okkur þótti ánægjulegt hversu vel styrkirnir dreifðust í sýslunum þrernur á starfssvæði Menningarráðsins. Eins fögnurn við því hve íjölbreytt og vönduð menningarverkefni eru unnin á svæðinu, segir Guðrún Helgasdóttirformaður menningarráðs. Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks i Berlín Fengu matareitrun Stór hluti starfsfólks HSS hélt i árshátíðarferð um síðustu helgi. Á laugardagskvöldið var sjálf árshátíðin en þar nældi stór hluti ferðalanganna sér í matareitrun. Ekki kom til sjúkrahúsinnlagnar fólksins og eru nú flestir búnir að jafúa sig. Síðari helmingur starfsfólksins hélt utan í morgun og er árshátíð þeirra á laugardagskvöldið. rtu>ct' Corsair Voyager USB minnislyklar Verdfró kr. 1 .990.” (Igb) —ICTeHfliM chj>l TÖLVUDEILD TENGILS Borgarflöt27 Saudórkrókl ' 455 7900 J v G° / VIÐ B0NUM 0G RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar ogsprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.