Feykir


Feykir - 25.10.2007, Blaðsíða 9

Feykir - 25.10.2007, Blaðsíða 9
40/2007 Feykir 9 nóttina og beint í að gera húsið klárt til flutnings og var það síðan flutt nóttina á eftir. Þeir slepptu því svefni tvær nætur í röð og allir sem unnu hjá mér lögðust á eitt nteð það að afhenda húsið á réttum tíma. Þetta sýnir hvers virði það er að eiga góða að, segir Friðrik. Hafði þetta að vonum ntikil áhrif á líf Friðriks og var hann heilt ár frá vinnu og nær 5 ár að ná upp fullu þreki. -Ég gat ekkert gert og druslaðist bara svona urn. Var á þessum tíma húsvörður í Árgarði og gat sinnt því og hafði gaman af því að setjast niður með gestum og spjalla. Síðan kynnist ég konu minni í byrjun árs 2003 og kont þá í ljós að hún hafði áhuga á ferðaþjónustu og ég sem þá var óttalegur ræfill sá að ég gæti í það minnst þvælst um og spjallað við fólk svo við slógum til, segir Friðrik. Þau Friðrik og Jóhanna keyptu gamla skólann á Steinsstöðum og hafa breytt honum í gistiheimili með 16 glæsilegum herbergjum. Þar fyrir utan eru þau með tjaldstæði og aðstöðu þar sem hægt er að taka rná móti fólki sem vill halda ættarmót. Segir Friðrik að mjög oft séu haldin ættarmót á Steinsstöðum því þeir þyki miðsvæðis og hentugir fyrir fólk sem vill hittast á miðri leið. Síðast liðið sumar voru þau með fimm starfsmenn og vinnur Jóhanna við ferða- þjónustuna allt árið. Enda segir Friðrik að meiningin sé að ná upp nýtingu yfir vetrar- tímann og markaðssetja stað- inn fyrir hópa. Þau hjón eru hvergi nærri hætt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar en Friðrik er að rækta upp golfvöll auk þess sem hann sótti görnlu rennibrautina í Kópavogslaug þegar ný var ke\'pt þangað síðast liðið suntar. Hún býður nú leyfis og að verða sett upp í sundlauginni á Steinsstöðum. Suðurnesja og Iflasteyri á Akureyri. TÖLVUPÓSTURINN Guöný Zoega vinnur senn fornleifafræóingur hjá Byggóa- safni Skagafjaröar. Feykir sendi Guónýju tölvupóst og spurói aóeins nánar út í hennar starf. Úrvinnsla og skýrsluskrif vegna verkefna sumarsins framundan I hverju er starf fornleifafræðings fólgið? -Starf fornleifafræðings er margþætt ogfjölbreyttog, líktogí mörgum öðrum fræðigreinum, er það sífellt að verða sérhæfðara og þverfaglegra. Segja má þó að grunnurinn sé að kunna aðferðafræði bæði fornleifauppgraftar og fornleifaskráningar. Fornleifa- skráningferfram í ýmsum tilgangi t.d. vegna skipulagsvinnu, vegagerðar eða annarra verklegra framkvæmda og sífellt stærri hluti fornleifauppgrafta er til kominn vegna verklegra fram- kvæmda hverskyns. Þetta hlýtur að vera erfiðisvinna og ekki fyrir hvern sem er? -Hluti vettvangsvinnunnar er vissulega erfiðísvinna og vinnuaðstæðurnar geta stundum verið erfiðar. Við erum oft að vinna á stöðum sem liggja úr alfaraleið og líkt og í annarri útivinnu þá hefur veðrið mikið að segja um vinnuaðstæðurnar. Það þarf að hafa visst slarkþol ætli maður að vera vettvangsfornleifafræðingur ekki síst þegar um lengra úthald er að ræða. Hins vegar er stór hluti nútíma fornleifafræði úrvinnsla gagna og greiningar hverskyns þannig að hún býður upp á marga möguleika til sérhæfingar í öðru en vettvangsvinnu. Hérlendis hefur þó reyndin veriðsú aðtil að hafa atvinnu affornleifafræði þá þarf maðuraðganga íöll störf oglítið hefur verið um sérfræðinga sem hafa fulla atvinnu af sérgrein sinni. Hvers virði er það fyrir samfélag sögunnar eins og við teljum okkur vera að hafa starfandi fornleifafræðing? -Fornleifafræðin fæst við eiginleg ummerki um athafnir fólks og lífshætti til foma og býður því upp á einstaka nálgun við túlkun menningararfsins og sögunnar. Það að hafa starfandi fornleifafræðinga er því mikilvæg viðbót við aðra rannsóknarstarfsemi sem snýr að sögu héraðsins. Sem dæmi má nefna að við erum að vinna með Byggðasögunni að fornleifarannsóknum sem beinast að því að finna og aldursgreina fornbýli og aðrar byggðaleifar í firðinum. Þetta samstarf hefur leitt það af sér að við fáum fyllri mynd af byggðaþróun og sögu héraðsins en ella hefði verið. Skagafjörður býður líka upp á einstaka möguleika fyrir fornleifafræðinga en rannsóknir eins og Hólarannsókn og uppgreftirnir í Kolkuósi og Keldudal hafa skapað hérna alþjóðlegt vísindasamfélag sem er ómetanleg fyrir Byggðasafnið að vera þátttakandi í. Hvað er framundan í starfinu? -Á næstunni munu fara fram úrvinnsla og skýrsluskrif vegna verkefna sumarsins og það fer einnig mikill tími í að skrifa umsóknir í hina ýmsu sjóði en öll rannsóknarvinna er mjög háð styrkjum. Sem dæmi um verkefni sem verið er að vinna úr núna eru fornleifaskráningar hér í Sveitarfélaginu Skagafirði en einnig Akrahreppi, á Blönduósi og á Austfjörðum og úrvinnsla efnis frá björgunaruppgreftri í Keldudal og fornleifakönnunum í Akrahreppi sem unnar voru í samstarfi við Byggðasöguna. Við erum líka að vinna rannsókn á elstu kirkjustöðum Skagafjarðar. Hvað er það sem stendur upp úr á þínum starfsferli, merkilegasti fundurinn eða erfiðasti uppgröfturinn? -Það er erfitt að meta hvað er merkilegra en annað en það verður þó að segjast að uppgröfturinn á kirkjugarðinum í Keldudal sé sú rannsókn sem mestu hefur skipt fyrir mig persónulega enda er ég núna komin í doktorsnám tengt henni. Staðurinn er einstakt rannsóknarefni en þar hafa komið upp leifar Víkingaaldarskála, heiðinn grafreitur, kirkjugarður úr frumkristni og nú síðast leifar bæjarstæðisins sem kirkjugarðurinn hefur tilheyrt.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.