Feykir


Feykir - 25.10.2007, Blaðsíða 7

Feykir - 25.10.2007, Blaðsíða 7
40/2007 Feykir "7 hvað komi til með að fæðast þegar hún byrjar á spýtunni og þegar skoðuð er flóran sem hún hefúr framleitt má sjá að það er mikið til rétt hjá henni. Jólasveinar, bæði þessir hefðbundnu í rauða búningnum og aðrir í “fötum” jólatré, og síðast en ekki síst fermingarbörn stökkva fullsköpuð undan hnífnum. AJlt eftir því hvert efnið sjálft leiðir listamanninn. Hver stytta tekur að meðaltali 4-6 tíma í framleiðslu og segir Hrefna að hún megi helst ekki taka meira en 3 tíma í tálgun. Stytturnar selur hún síðan frá 8000 krónum og því er ljóst að miðað við tíma og erfiði er Hrefna ekki að fá mikið tímakaup. -En þetta er alltaf jafn gaman þó svo að stundum geti vinnan orðið mjög erfið fyrir hendurnar. Ég hef bara þessa þörf til þess að skapa og verð því alltaf að halda áffam. Spýtan er svo mjúkt og hlýtt efni og hún gefur manni alltaf eitthvað óvænt sem síðan bara kemur. Fermingarstytturnar slá í gegn Eins og ffam kom í Feyki í síðustu viku er Hrefna nýkomin afsýningu sem Handverk og hönnun stóð fýrir í Ráðhúsi Reykjavíkur en á þeirri sýningu fær einungis útvalið handverksfólk að sýna afurðir sínar. Þangað fór Hrefna með jólasveinana sína auk þess sem hún tók með sér fermingarstyttur og brúðhjón sem hún sker út. -Fermingarstytturnar urðu til út ffá eldgömlum íslenskum hjónum sem ég hafði tálgað og málað þegar ég fór á námskeiðið hér forðum daga. Þau hjón sá kona sem var að fara að gifta sig og hafði hún samband við mig og bað mig að skera út fýrir sig brúðhjón. Sem og ég gerði. Nokkrum árum síðar fikta ég við fýrstu fermingarstyttuna innan fjölskyldunnar og sama vor hringir konan aftur og er þá að fara að ferma og vill fá styttu. Þessar fýrstu styttur sem ég gerði voru mjög einfaldar í síðum kirtlum en núna er ég komin í mun meiri smáatriði. Ég legg mikið á mig til þess að ná fram því sem ég vil í þessum fermingarstyttum. Ég bið alltaf um mynd af fermingarbarninu og fæ einnig að vita hvernig fötin verða og síðan skapa ég styttuna út ffá því. Nafh barnsins og fermingardagur er síðan skrifaður á pallinn sem styttan stendur á. Styttan er því orðið oft keypt í staðin fýrir kerti og látin standa hjá gestabókinni því hún er eldd ætluð ofan á kökuna. Ég hef ekki málað andlit á þessar styttur því mér finnst þær ekki verða nógu persónulegar þannig. Hins vegar reyni ég að ná fram öðrum smáatriðum og oftar en ekki fæ ég þau viðbrögð að styttan sé sögð alveg eins og sú fýrirmynd sem hún er unnin eftir. Fær sig ekki til þess að fjöldaframleiða DæturHrefhuþær,Guðlaugsemer eldri og Margrét, eru aðeins farnar að taka þátt í þessu með mömmu sinni. Guðlaug, tálgar orðið með henni, en Margrét er meira fýrir að rnála. -Fólk er stundum hrætt við að láta ung börn fá hnífa til þess að vinnan með en ef þeim er kennt að fara með hnífana þá slasa þau sig ekki neitt á þeim. Einn af þeim kennurum sem ég hef leitað til hefur verið að kenna ofvirkum börnum og þau skapa ótrúlegustu hluti með hníf og spýtu svo það er margt hægt í þessu. Sjálf segist Hrefna ætla að halda þessu áfram eins lengi og hún geti og hafi gaman af en hún reyni engu að síður að takmarka sig. Eftir sýninguna um síðustu helgi hafði verslunarstjórinn úr Föndru samband við hana og vildi fá að selja frá henni, sjálf segir Hrefna að hún viti ekki hvað hún ætli að gera í því. -Mér var líka boðið að sýna í Árbæjarsafhi fýrir jól en hef ekki ákveðið hvort ég geri það og í gær neitaði ég Norræna húsinu um að taka þátt í sýningu þar. Ég ætla hins vegar að senda einhverja muni í Landsnámssetrið í Borgarnesi. Ég vil frekar vera á fáum stöðum og sinna þeim þá vel heldur en að vera á einhverju hundavaði á mörgum stöðum. f gegnum Handverk og hönnun hef ég einnig tekið þátt í nokkrum jólasýningum sem kallast “Allir fá þá eitthvað fallegt” og árið 2000 sendu þau íslenskt jóla-handverk á sýningu hjá Norrænu sendiráðunum í Berlín og eftir það fékk ég hringingu frá konu í Svíþjóð sem sér um stóra jólasýningu sem haldin er þar í kastala. Ég hef tvisvar tekið þátt í þeirri sýningu og selt vel. Systir mín sem býr í Svíþjóð vill meina að þar gæti ég alltaf verið með eitthvað í sölu. Er ekki hægt að fjöldaframleiða þetta? -Jú, ég er búin að læra að gera mótin og þau fýrstu eru til en ég hef mig ekld í að byrja. Auðvitað þarf ég að fara að prófa það og þá kannski með þá vöru sem ég sel mest og þarf að eiga í einhverju upplagi en það verður bara ekki sama tilfinning að senda frá sér fjöldaframleidda vöru, svarar Hrefna. -Kannski er ég líka að selja þetta alltof ódýrt miðað við þá vinnu sem fer í þetta, ég veit það ekki. En þetta er bara svo gaman, bætir hún við að lokum. Hreifst af Liverpool Rúnar Vífilsson er Fræðslufulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hann er golfari og Liverpool á hug hans allan þegar kemur að enska boltanum. -Liverpool er liðið mitt og hefur verið frá upphafi sýninga á enska boltanum. Strax þegar ég var púki hreifst ég af ieik liðsins. Þeir spiluðu öðruvísi en önnur ensk lið og voru miklu skemmtilegri á að horfa. í svart - hvíta sjónvarpinu sáust ekki fallegu rauðu búningarnir, en það var bara aukabónus að upplifa þá þegar sjónvarpið kom í lit. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna liðsins? Maður hefur oft þurft að útskýra fyrir illa upplýstum mönnum hversvegna Liverpool væru lang bestir. Það gekk nú ekki vel í upphafi. Á þeim árum var maður umkringdur mönnum sem héldu með Leeds og Derby. United var í annarri deildinni og Arsenal spilaði ömurlegan bolta. Þetta hefur allt breyst snarlega nema það leik að Liverpool er enn á sínum stað á toppnum. Hefur þú farið á leik með liðinu? Ég hef farið nokkrum sinnum á Anfield og framundan er ferð með Skagfirðingum á enn einn leikinn. Við ákváðum að fara á völlinn áður en flutt verður á nýja leikvanginn. Hvernig gengur að ala fjölskylduna upp í stuðningi við liðið? Kjarnafjölskyldan er öll á sömu línunni og dóttirin hefur m.a. farið með mér á leik. Uppeldissonurinn er ekki eins kristnaður, en hann hefur reyndar meiri áhuga á öðru en fótbolta. YOULL NEVERWALK ALONE ; MITT LIÐ ) UMF. TINDABTÓLL Llngt fólk á öllum aldri í svaka stuði!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.