Feykir


Feykir - 25.10.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 25.10.2007, Blaðsíða 4
4 Feyklr 40/2007 Sturla Böðvarsson forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis skrifar CB C fi ■§ c Mikilvægar framkvæmdir í Skaganrði Því verður ekki á móti mælt að margir mikilvægir áfangar í framfaramálum hafa náðst í Skagafirði hin síðustu ár. Á það ekki síst við samgöngumálin. Höfnin á Sauðárkróki Síðastaföstudagvarégviðstaddur þegarkynntvarhönnun oglíkan af nýjum hafharmannvirkjum á Sauðárkróki. Siglingastofiiun hefur unnið að endurbótum á hafnarmannvirkjum og er gerð þessa líkans afhöfhinni liður í því að leita bestu leiða til þess að gera höfnina eins örugga og nokkur kostur er. Þessar aðgerðir eru í samræmi við samgönguáætlun sem ég lét vinna og fékk samþykktaá Alþingi. Fyrrverandi formaður hafnarstjórnar Skagafjarðarhafirar Brynjar Pálsson sem jafhframt sat í Hafnarráði ríkisins sem fulltrúi samgönguráðherra var óþreytandi í því að vinna að úrbótum í höfiiinni og beitti sér mjög í því að tryggja fjárveitingar og hraða framvindu framkvæmda. Árangur þess starfs má sjá í þeim miklu endurbótunr sem gerðar voru á síðustu tveimur kjörtímabilum. Hið góða samstarf sem ég átti við Brynjar Pálsson formann samgöngunefiidar Skagafjarðar á meðan ég gegndi stöðu samgönguráðherra bar árangur og var ómetanlegt. Og enn er kornið að því að hefja framkvæmdir. í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir fjármunum til umfangsmikilla framkvæmda í höfhinni. Um er að ræða nýjan skjólgarð svokallaðan Suðurgarð, dýpkun við enda brimvarnargarðs og gerð nýrra sandfangara. Ekkert á að vera til fyrirstöðu að hefja þessar framkvæmdir á næstu mánuðum. Þverárfjallsvegur Því verður ekki á móti mælt að vegurinn um Þverárfjall er mikil samgöngubót. Ekki voru allir á eitt sáttir þegar ákveðið var að hraða þeim ffamkvæmdum svo ekki sé talað um hvernig ætti að tengja veginn við gatnakerfið á Sauðárkróld. Ák\'örðun um að hraða ffamkvæmdum og færa veginn norður fýrir byggðina var að mínu mati rétt. Miklar deilur stóðu um legu vegarins og varð ég sem samgönguráðherra að beita mér af miklu afli til þess að koma í veg fyrir óheppilega tengingu. í dag virðast menn sáttir og nú vildu „allir Lilju kveðið hafa“. f samræmi \ið fjarskiptaáætlun og útboð á fýrsta áfanga farsímauppbyggingar á þjóðvegum verður á næstunni kornið GSM símasamband á Þverárfjallsveg. Hringvegur um Norðurárdal Nú sér fýrir endann á þeirri mikilvægu ffamkvæmd að endurbyggja veginn urn Norðurárdal í Skagafirði. Langvarandi deilur um legu vegarins töfðu því miður þessa ffamkvæmd í langan tíma. Nú blasir við glæsilegur vegur og vegfarendur eru lausir við einbreiðu brýrnar. Vonandi verður þessi mikilvæga endurbót á veginum til þess að tryggja sem mest og best öryggi vegfarenda á þessari leið. Skagafjarðarbraut í samræmi við gildandi samgönguáætlun er nú unnið að endurbyggingu Skagafjarðarbrautar. Var vissulega kominn tími til þess að byggja þennan fjölfama veg upp með bundnu slitlagi. Er þess að vænta að verkinu miði sem best áffam og nægjanlegar fján'eitingar fáist við endurskoðun samgönguáætlunar svo einnig megi ljúka endurbyggingu brúa og koma slitlagi á allan veginn sem fjTSt. Þessi endurbygging Skagafjarðarbrautar varðar íbúa svæðisins mjög miklu og ekki síður þá fjölmörgu ferðamenn sem urn svæðið fara. Sturla Böðvarsson forseti Alþingis og jyrsti þingmaður Norðvesturkjördœmis Vinnuverndarvikan 2007 “Hæfilegt álag er heilsu best” Hin árlega vinnuverndarvika er nú haldin í áttunda sinn á íslandi og hefur að þessu sinni yfirskriftina Hæfilegt álag er heilsu best. Hér er um vinnuverndarátak að ræða sem beinist að álagseinkennum vegna vinnu. Átakið stendur yfir vikuna 22. - 28. október og vænst er virkrar þátttöku fýrirtækja og stofnana. Vonast er til að í vikunni verði hafist handa við ffæðslu fýrir starfsmenn og þeir hvattir til að líta í eigin barm og í kringum sig á vinnufélagana, til að gera átak í að bæta og breyta vinnuumhverfinu til batnaðar. Þó að átakið hefjist í vikunni er þess vænst að haldið verði áfram ffani eftir hausti að \'inna að bættu starfsumhverfi. Líkamleg álagseinkenni er samheiti yfir mikinn fjölda heilsufarsvandamála. Líkamleg álagseinkenni sem margir þekkja eru vöðvabólga, bakverkir, liðverkir og sinaskeiðabólga. Veikindi og fjarvistir ffá vinnu vegna álagsmeina eru algeng og kosta þjóðfélagið háar upphæðir svo ekki sé minnst á erfiðleika og vanlíðan starfsmanna sem við vandann eiga að etja. Forvarnir eru til þess að koma í veg fýrir að álagið verði að veikindum. Allir vilja vinna en kapp er best með forsjá. Of mikið álag er ekki hollt og of lítið álag er heldur ekki hollt. Slagorð vikunnar vísar til þess að hæfilegt álag er best. I vinnuverndarátakinu verð- ur sjónum beint annars vegar að því hvernig hægt er að koma í veg fýrir líkamleg álagseinkenni og hins vegar hvernig hægt er að halda fólki í starfi, endurhæfa það eða færa tii í starfi þá sem kljást við vandamálið. Stefnt er að sem víðtækastri þátttöku allra sem málið varðar og vilja stuðla að öflugum og heilsusamlegum vinnustöðum í landinu. Vinnueftirlit ríkisins hvetur atvinnurekendur og starfsfólk til að taka virkan þátt í vinnuvemdarvikunni. Eræðsluefiri og hugmyndir má m.a. sækja á vefsíðu Vinnueftirlitsins wvvw. vinnueftirlit.is en þar er t.d. hugmyndalisti að aðgerðum fýrir fjTÍrtæki til að styðjast \ið í vikunni. Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins munu dreifa bæklingi með gátlista um líkamsbeitingu í heimsóknum sínum í vikunni. Bæklinginn má einnig nálgast hjá um- dæmisskrifstofúm Vinnueftir- litsins um land allt. Inghildur Einarsdóttir deildarstjóri frœðsludeildar Vinnueftirlitsins ( ÁSKORENDAPENNINN ) Þorkell Ingimarsson, skólastjóri Húnavallaskóla skrifar Hugleióing um stöðu kennara og nemenda í íslenskum grunnskólum Sjaldan eða aldrei hefur mátt heyra eða lesa jafnmargar auglýsingar um lausar kennarastöður og nú fyrir þetta skólaár. Oftmáttisjá hástemmdar auglýsingar frá sömu skólunum viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Þær fréttir berast að ungir kennarar segi lausum stöðum sínum eftirtvo mánuði starfi, eða strax og þeir átta sig á hve lítið þeir bera úr bítum fyrir mikla vinnu. Þetta er alvarleg þróun sem hlýtur að segja okkur eitthvað. Sjálfsagt er víða hægt að leita orsaka en það sem blasirvið mérsem skólastjóra er að laun kennara em ekki beinlínis til þess fallin að hvetja menn til þess að sækja um kennarastöður. Ekki síst þegar svo virðist sem betra sé fyrir menntaða kennara að leita eftir störfum á öðrum stöðum í þjóðfélaginu en innan gmnnskólanna, ef þeir ætla sér mannsæmandi laun. Opinberar tölur um kjörá almennum vinnumarkaði segja allt sem segja þarf um afkomu kennara í samanburði við aðrar stéttir. Það dapurlega við þessa stöðu er þó sú staðreynd að við emm ekki að upplifa þetta í fyrsta sinn. Er skemmst að minnast verkfalls kennara haustið 2004 sem endaði með því að sett vom á þá lög af mikilli óbilgimi ogáhrifin af þeim gjömingi eru nú að koma fram í atgervisflótta úrstéttinni. En það erfleira sem vert er að hafa áhyggjur af þegar fjallað er um stöðu kennara. Agaleysiog glundroði viróist heldur vera að aukast í mörgum skólum og sýnist þar sitthverjum. Sumirvilja ekki viðurkenna þessa staðreynd en aðrir kenna um, m.a. auknu agaleysi í samfélaginu, samfara þeirri peningalegu velmegun sem rfkirvíða ílandinu ogvirðist heldurauka mismunun en minnka. Svo langt gengur þetta stundum að dæmi em um að nemendur leyfa sér að hafa í hótunum við kennara eða reka þá með bakið upp að vegg með einum eða öðmm hætti og njóta þar oft og tíðum stuðnings foreldra sinna en yfirvöld menntamála í landinu sitja aðgerðarlaus hjá. Það er löngu tímabært að við stöldmm við og athugum okkar gang. Nauðsynlegt er að ná fram almennri sátt í þjóðfélaginu um sanngjamar leiðréttingar á launakjömm og starfsumhverfi kennara, þá fyrsteiga þærendalausu kröfur sem til stéttarinnar em gerðar einhvern rétt á sér. En það er ekki síður mikilvægt að við foreldramir sinnum bömum okkaraf alúð ogveitum þeim þá umhyggju sem þarf, í þeim tilgangi að auka hamingju þeirra og ánægju af að lifa og læra. Það að læra er af hinu góða og er bein leið til að vinna á misrétti og agaleysi í samfélaginu. Ef sjálfsagi næst er stórt skref stigið til bættrar framtíðar og lífsafkomu. Foreldrar, gefið bömum ykkartíma, látið þau aldrei afskiptalaus og hvetjið þau til dáða. í sameiningu geta foreldrar og skóli tryggt bömunum ömgga framtíð og lífsafkomu. Ég skora á Guðjón Ólafsson, fræðslustjóra að skrifa næsta pistil.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.