Feykir - 08.11.2007, Blaðsíða 4
4 Feykír 42/2007
Verkefnið Vaxtarsprotar: 26 manns Ijúka frumkvöðlanámskeiðum
Frumkvöðlar með
góðar hugmyndir
Síðastliðinn fimmtu-
dag var haldin á
Staðarflöt í Hrútafirði
uppskeruhátíð á vegum
Vaxtasprotaverkefnis
Impru. Alls höfðu 26
manns úr Húnavatns-
sýslum og af Ströndum
lokið námskeiði á vegum
verkefnisins.
Höfðu þátttakendur
allir unnið að ákveðnum
verkefnum sem lúta að
atvinnusköpun í sveitum.
Hugmyndirnar voru margar
og fjölbreyttar og voru á sviði
ferðaþjónustu, iðnaðar og
þjónustu.
Verkefnið fór af stað
í upphafi þessa árs og er
heildstætt stuðningsverkefni
sem hefur það að markmiði
að hvetja og styðja við
fjölbreytta atvinnusköpun í
sveitunr. Verkefnið er á vegum
Irnpru, Nýsköpunarmiðstöð
íslands og Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins en er unnið í
samstarfiviðBúnaðarsamband
Húnaþings og Stranda,
SSNV Atvinnuþróun og
Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða.
Feykir mun á næstu
mánuðum fylgjast vel með
framvindu mála og hvernig
verkefnunum reiðir af. Það
er sérstaklega ánægjulegt að
sjá hversu víða liggja góðar
hugmyndir og það sem enn
ánægjulegra er að sjá er að þeim
er líka hrint í framkvæmd.
Á útskriítinni kynntu þátt-
takendur sig sjálfa og verkefni
sín. Þau eru:
Ferðaþjónustan
lllugastöðum
- náttúrutengd
ferðaþjónusta
Forsvarsmaður: Guðmundur
Jóhannesson, Hvammstanga
í hnotskurn: Uppbygging
náttúrutengdrar ferðaþjón-
ustu, selaskoðun, æðarv'arp,
sjávarlíf, auk útleigu tjald-
stæða. Áform um að bjóða
upp á gistingu í smáhýsum og
veitingaþjónustu.
Staða: Opnaði sumarið
2007.
Afanghús- framleiðsla
á fuglaskoðunarhúsum
og öðrum sérsniðnum
húsum fyrir útivistar-
svæói
Forsvarsmenn:
Sigrún Valdimarsdóttir og
Víglundur Gunnþórsson, Dæli 531
Hvammstanga.
í hnotskurn: Sigrún og
Víglundur eru ferðaþjónustu-
bændur og hyggjast nýta
vetrartímann til fram-
leiðslu á sérsmíðuðum
smáhítum til að nota á
náttúruskoðunarsvæðum.
Staðan: Framleiðsla á fyrstu
húsunum þegar hafin og hefur
fýrsta húsið verið sett upp á
Djúpavogi.
Hrafnaþing sýning um
íslenska hrafninn
Forsvarsmaður: Jóhann Albertsson,
Gauksmýri, 531 Hvammstanga
í hnotskurn: Sýning
tileinkuð íslenska hrafninum.
Sýningin er sett upp í
tengslum við ferðaþjónustuna
á Gauksmýri (gisting og
veitingasala). Hugmyndin
er að sýningin gefi gestum á
Gauksmýri sem og öðrum
ferðamönnum tækifæri til
afþreyingar.
Staðan: Stefnt er að því að
opna sýninguna í júní 2008.
Náttúran í ull
Forsvarsmaður: Pálina Skúladóttir,
Laugarbakka, 531 Hvammstanga,
I hnotskurn: Framleiðsla
og sala á pökkum sem
innihalda jurtalitað ullargarn
og prjónauppskriftir byggðar
á eigin hönnun. Einnig sala á
sérhönnuðum prjónafatnaði.
Um sérstætt hráefni er að
ræða, þ.e. ullarband sem litað
er samkvæmt gamalli hefð
með íslenskum jurtum.
Staðan: Verkefninu verður
hrint í fiamkvæmd á árinu 2008.
Kemban - handverk-
byggt á gömlum grunni
Forsvarsmaður: Lára Helga Jónsdóttir,
Kirkjuvegur 10, 530 Hvammstangi,
ÍHNOTSKURN:Minjagripagerð
úr ull, selskinni og roði.
Sérhannaðir gripir með
tilvísan í náttúrufar og sögu
Húnaþings vestra.
Staðan: Framleiðsla er hafin
í smáum stíl en stefnt á aukin
umsvif.
Látum verkin tala
- framleiðsla og
námskeiðahald á sviði
tréútskurðar
Forsvarsmaður: Sigurbjörg Jónsdóttir,
Litla Dal, Húnavatnshreppi
í hnotskurn: Framleiðsla
og sala á gripum úr tré.
Gripirnir eru sérsmíðaðir
og útskornir. Markhópar
eru annars vegar safnabúðir
valdra safna (byggðasöfn)
og einnig einstaklingar eftir
sérpöntunum (tækifæris-
gjafir). Einnig er unnið að
undirbúningi námskeiða fyrir
áhugafólk um tréútskurð.
Staðan: Fyrirtækið byggir á
eldri grunni. Starfsemin eins
og hún hefur nú verið mótuð
hefst í ársbyrjun 2008.
Utsaumur í sveitinni
Forsvarsmaður: Jóhanna Pálmadóttir,
Akri, 541 Blönduós
í hnotskurn: Þróun og
markaðssetning á nám-
skeiðum í útsaumi. Verkefnið
er unnið í tengslum við
Heimilisiðnaðarsafnið á
Blönduósi en námskeiðin
munu fara fram þar. Boðið
verður upp á pakka með
námskeiði, gistingu, fæði og
mögulega annarri afþreyingu.
Staðan: Starfsemin mun
hefjast í ársbyrjun 2008.
Úr hreiðri í sæng
Forsvarsmenn: Helga Ingimarsdóttir og
Vignir Sveinsson, Höfnum,
545 Skagaströnd
í hnotskurn: Hafnir eru
mikil hlunnindajörð og þar
hefur æðarvarp verið nýtt til
dúntekju um árabil. Hugmynd
Helgu og Vignis snýst um að
stofna fyrirtæki sem fullvinnur
æðardún “úr hreiðri í sæng”.
Staðan: Nokkrar sængur
hafa nú þegar verið seldar en
áformuð eru verulega aukin
umsvif á árinu 2008.
Bátaleigan Sporður
Forsvarsmenn: Sigurður Árnason
og Ólöf Einarsdóttir, Syðri-Gmnd,
Húnavatnshreppi
f hnotskurn: Þróun og
markaðssetning sportsiglinga,
stangveiði o.fl. afþreyingar-
möguleika á Svínavatni í
Húnavatnshreppi.
Staðan: Markaðs- og
kynningarstarf er að hefjast.
Stefnt á opnun í maí 2008.
Veitingahúsið
Potturinn og pannan á
Blönduósi
Forsvarsmaður: Björn Þór Kristjánsson,
Húnsstaðir II, 541 Blönduós
í hnotskurn: Opnun
veitingahúss á Blönduósi
undir merkjum Pottsins og
pönnunnar.
Staðan: Veitingahúsið var
opnað sumarið 2007.
ísaumur
Forsvarsmaður: Linda Björk
Ævarsdóttir, Steinnýjarstaðir,
545 Skagaströnd.
í hnotskurn: Saumastofa
með áherslu á merkingar.
Markhópureru íþróttafélögog
aðrir þeir sem láta sérmerkja
föt með merkjum/lógóum og/
eða nöfnum. Einnig verður
tekið við sérpöntunum frá
einstaklingum t.d. merk-
ingar á barnafatnaði og
sængurfatnaði.
Staðan: Undirbúningur
verkefnisins er kominn vel á
veg. Starfsemi hefst snemma
árs 2008.
/010)03«
SamKEpprvt
jólasögusamkeppni Jólablaðsins
verður nú haldin í annað sinn.
Samkeppnin erfyrirbörn fædd árin 1994 t.o.m. 1997
sem stunda nám við grunnskóla á Norðurlandi vestra.
Frjálst er að senda inn myndskeytta sögu. Skila skal allt
að 2 a4 blöðum með 12 pt letri.
Sögunum skal skila á tölvutæku formi á skrifstofu
Nýprents, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur,
eða senda í netpósti til jolablad@nyprent.is
Skilafrestur er til 15. nóvember nk.
Vinningssagan verður birt í jólablaðinu.
Vegleg verðlaun í boði!