Feykir


Feykir - 08.11.2007, Blaðsíða 5

Feykir - 08.11.2007, Blaðsíða 5
42/2007 FeykJr 5 fþróttafréttír lceland Express-deildin: UMFT - Grindavík 78-90 Grindvikingar betri Grindvíkingar lönduðu sigri í Síkinu síðastliðið fimmtudagskvöld þegar þeir lögðu lið Tindastóls með 90 stigum gegn 78 í skemmtilegum leik. Aðeins sex leikmenn í liði Stólanna tóku þátt í leiknunt og einn þeirra, Svavar Birgisson, gekk augljóslega ekki heill til skógar. Kristinn var ekki nteð og Helgi Rafh sem fyrr á sjó. Tinðastólsmenn léku prýði- lega í fyrsta leikhluta og voru oftar en ekki 4-8 stigum yfir. Grindvíkingum gekk illa að hitta í körfuna og aldrei þessu vant var Páll Axel ískaldur fyrir utan 3ja stiga línuna en vamarmönnum Tindastóls gekk vel að trufla kappann. Stólarnir voru yfir 21- 15 eftir fyrsta leikhluta. Hart var barist í öðrurn leikhluta en nú gekk Stólunum illa að finna körfúna. Sarnir átti til dæmis varla skot á körfuna í f)Tri hálfleik og munar um minna. Staðan 31-32 íhálfleik. Brown og Konarzewski voru heitir í síðari hálfleik og mikið var skorað í þriðja leikhluta. Stólarnir náðu góðunt kafla og komust sjö stigum yfir. í kjölfar þess að Svavar fekk dæntda á sig tæknivillu gerðu Grindvíkingar 5 stig í sörnu sókninni og jöfnuðu leikinn. Leikurinn í járnurn en það voru gestirnir sem enduðu leikhlutann betur og höfðu sex stiga foskot áður en farið var í síðasta leikhlutann, 58-64. Grindvíkingar náðu fljótlega 10 stiga forskoti eftir slærn mistök Stólanna en nokkrunt sinnum kom það fyrir að Stólarnir settu boltann í hendurnar á gestunum eftir innköst. Eftir að hafa tekið leikhlé fóru heimamenn að re>Tia fyrir sér með 3ja stiga skotum með góðum árangri og náðu að klóra muninn niður í 5 stig. Grindvíkingar hreyfðu boltann vel í sókninni og brestir mynduðust í þre)4ulegri vörn Stólanna. Þegar urn 4 mínútur voru eftir náðu gestirnir síðan 11 stiga forskoti og ljóst að heimamenn höfðu ekki þrek til að jafha leikinn. Lokatölur 78- 90. Stig Tindastóls: Konarzewski 25, Brown 21, ísak 12, Poppe 12, Shaptahovic 5 og Svavar 3. Afyngri flokkum í körfubolta Oruggur sigur hjá drengjaflokki Drengjaflokkur tók á móti Þór Akureyri í síðustu viku og fór leikurinn þannig að heimamenn unnu 75-57. Eitthvað virtust gestirnir lengi í gang þegar leikurinn hófst. Stólarnir náðu strax góðu forskoti og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21 - 7. Þórsarar rönkuðu aðeins við sér í öðrurn leikhluta og héldu í við heiina stráka. Munurinn jókst þó um 5 stig fyrir hlé og staðan 42 - 23 í hálfleik. Síðari hálfleikur var síðan mjög jafn allan tímann og endaði leikurinn með 18 stiga sigri Tindastóls, 75 - 57. Stigaskor Tindastóls: Haildór 21, Hreinn 18, Tryggvi 9, Einar Bjarni 8, Óli 6, Sigurður 4, Þorbergur 4, Benedikt 2 og Brynjar 2. 1. deild kvenna íkörfubolta: ÞórAkureyri - Tindastóll 52-41 Stelpurnar töpuðu á Akureyri Meistaraflokkur kvenna lek einmg við Þor Akureyri i siðustu viku og fór leikurinn fram á Akureyri. Voru heimakonur sterkari allan leikinn og sigruðu leikinn 52 - 41. Þórsstelpurnar hófu leikinn af miklum krafti og náðu strax góðu forskoti 9:3. Vörnin var mjög áköf og stálu stelpurnar mörgum boltum í vörninni sent gaf auðveldar körfur úr hraðupphlaupum. Virtist á tímabili eins og Þór ætlaði strax að hrista af sér gestina. Tindastólstelpurnar voru þó ekki á því að gefast upp og minnkuðu ntuninn aðeins í lok fyrsta leikhluta. Staðan að honum loknum 16:11. Þórsarar byrjuðu annan leikhlutann eins og þær hófu leikinn. Petra setti niður tvær góðar körfur og Eydís bætti við annarri og skyndilega var staðan orðin 22:11. EkkertgekkhjáStólunum ogtöpuðu þær mörgum boltum í leikhlutanum. Sú eina sem var með lífsmarki hjá þeint í leikhlutanum var Sigríður sem gerði öll 8 stig gestanna í öðrurn leikhluta. Lítið markvert gerðist í öðrum leikhlutanum og leiddu Þórsstelpur örugglega 28:19. I loka fjórðungnum héldu Þórsstelpurnar áffam að spila hörku vörn og náðu mest 19 stiga forskota 49:30. Þá skoruðu þær nokkrar rnjög auðveldar körfur úr hraðupphlaupum og virtist eins og gestirnir væru alveg búnar á því. Þjálfari l'indastóls tók þá leikhlé og vöknuðu þær þá aðeins og minnkuðu ntuninn áður en leikurinn var allur. Þórsstelpur fóru samt sem áður með öruggan 11 stiga sigur 52:41. Stig Tindastóls: Sigríður 18, Brynhildur 11, Dagbjört 5, Gyða 3, Aníta 2 og Kristín 2. Fyrirmyndarfélag ISI Húnar til fyrirmyndar Laugardaginn 27. október síðastliðinn fékk Sundfélagið Húnar á Hvammstanga afhenta viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Félagið var með mara- þonsund þennan dag og því fjöldi fólks auk sundmanna saman kontinn í og við sundlaugina á Hvammstanga. Það voru Líney Rut Halldórsdóttir frantkvæmda- stjóri ISI og Sigríður Jóns- dóttir formaður fræðslusviðs ÍSl sem færðu telaginu viður- kenninguna en félagið er fjTsta innan USVH sem hlýtur viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSl. Sigríður afhenti Þorleifi Karli Eggerts- syni formanni sundfélagsins innrammaða viðurkenningu ásamt fána fyrirmyndarfélaga. I ræðu sinni kom Sigríður inn á það hve mikilvægt „tæki“ fyrirmyndarfélag ÍSI getur verið, bæði f)TÍr íþróttafélög og sveitarfélög. Auk Sigríðar tóku til máls Þorleifur Karl og Guðný Helga Björnsdóttir oddviti sveitar- felagsins. Fréttin er tekin af síðunni usvh.is. Frá íþróttadegi. Mynd fengin afvef Grunnskóians á Blönduósi. íþróttadagur í Grunnskólanum á Blönduósi Sveittasti skóladagurinn! I Grunnskólanum á Blönduósi er íþróttadagur á hverju ári. Þar keppa nemendur í hinum ýmsu greinum og svo er hápunktur dagsins þegar nemendur 10. bekkjar keppa við kennara og starfsfólk í einhverri grein. Hinn árlegi íþróttadagur Grunnskólans á Blönduósi var haldinn miðvikudaginn 24. októbersíðastliðinn. Dagurinn byrjaði með Norræna skólahlaupinu þar sem nemendur völdu sér vegalengd til að ganga, skokka eða hlaupa. Síðan var haldið inn í íþróttahús þar sent nemendur fóru í íþróttafatnað og borðuðu nestið sitt áður en haldið var í íþróttirnar. Boðið var upp á þátttöku í boccia, fitnessbraut, klifri, skutlukeppni, körfubolta- skotkeppni, uppstökkskeppni og badmintonhittni. Að auki eru stöðvar á áhorfendapöllum þar sent hægt er að finna sér ýmislegt til dundurs eins og gera armbeygjur og kviðæfingar á tíma, sauma út, byggja úr kubbunt, standa á höfði og halda jafnvægi svo eitthvað sé nefnt. I lok dagsins var farið í bekkjarkeppnir, 1,- 4. bekkir kepptu í þrautabraut, og 5. -10. kepptu í fótbolta og var það 9. liekkur sem vann keppnina. 10. bekkur keppti svo við kennara og starfsfólk í bandý og er skemmst frá því að segja að 10. bekkur vann með tveimur mörkum gegn engu. Það voru því sveittir og þrcyttir nentendur sent héldu hcim á leið eftir þennan skóladag sem sannarlega er hægt að kalla sveittasta skóladag ársins. íþróttafrétt frá fjölmiðlavali Grunnskólans á Blönduósi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.