Feykir


Feykir - 08.11.2007, Blaðsíða 6

Feykir - 08.11.2007, Blaðsíða 6
6 Feyklr 42/2007 Guðný Helga Bjornsdottir kom ny mn a þing a dogunum Metnaðarfullur bóndi og byijandi á þingi Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi og varaþingmaður á Bessastöðum í Hrútafirði, situr nú á alþingi í fjarveru Einars Kristins Guðfinnssonar. Guðný Helga er fædd og uppalin á Bessastöðum og er þar bóndi ásamt Jóhanni Birgi Magnússyni, eiginmanni sínum. Þau hjón halda úti heimaíðunni www.simnet.is/bessast/index.htm en þar má fræðast um allt sem viðkemur búskap þeirra og eitthvað um þau sjálf. Ritstjóri skrifaðist á við Guðnýju og forvitnaðist örlítið um persónuna, bóndann og þingmanninn Guðnýju Helgu. Guðný, svona til þess að byrja með hver ertu og hvaðan ertu komin? Og eins Bessastaðir, hvar erjörðiti og hvernig búskap rekið þið? -Ég er dóttir Björns Einarssonar frá Bessastöðum og Ólafar Pálsdóttur frá Bjargi í Miðfirði. Þau voru bændur á Bessastöðum, en jafnframt er mamma tón- listarkennari við grunnskólann hér og var í 10 ár stjórnandi karlakórsins Lóuþræla. Pabbi vann rnikið við vélaviðgerðir með bústörfunum. Bessastaðir eru á Heggstaðanesi við Hrútafjörð. Ég er elst íjögurra systkina. Eftir grunnskóla fór ég í Verslunarskóla Islands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1989. Bjó veturna hjá móðurbróður mínum Friðriki Pálssyni og konu hans Ólöfu Pétursdóttur. Mörg systkinabörn Friðriks áttu skjól hjá þeim á námsárunum í Reykjavík og vorum við kölluð í gamni þrælarnir, enda fólst leigan m.a. í að þrífa húsið og snattast eitt og annað, sem allt var skemmtilegt og þroskandi. Frá Verslunarskólanum fór ég í Bændaskólann á Hvanneyri. Kynntist þar Skagfirðingnum Jóhanni Birgi Magnússyni, sem þar var í búvísindadeildinni. Hann er sonur Sigurlaugar Ólafsdóttur frá Miklabæ í Óslandshlíð og Magnúsar Jóhannssonar frá Kúskerpi. Hann ólst að upp á Hólum í Hjaltadal, þar sem foreldrar hans bjuggu en einnig hjá afa sínum og ömmu á Kúskerpi. Við Jói vorum fimm vetur á Hvanneyri, ýmist við nám eða vinnu þar. Hann útskrifaðist sem búfræðikandídat árið 1993 og ég árið 1995, þannig að við erum bæði með háskólapróf í búvísindum, sem nýtist okkur feikna vel við búskapinn. Ég vann í 10 ár í hlutastarfi á Bún- aðarsambandinu hér sem ráðu- nautur í nautgriparækt, en hætti því þegar ég datt verulega inn í pólitíkina, enda eins merkilegt og það er, þá er ekki ótakmarkaður tímafjöldi í sólarhringnum. Börnin okkar eru Helga Rún 11 ára, Magnús Björn 9 ára og Fríða Rós 4 ára. Bessastaðir eru ágæt hlunn- indajörð, þar er þokkalegt æðarvarp sem amma mín kom upp með mikilli vinnu. Mamma hefur svo haldið því við. Það er þó nokkuð trimm sem fylgir varpinu og hressandi líkamsrækt. Svo er einn og einn drumbur sem rekur á land, en aðalhlunnindin eru að Jóa mati tengdamamman. Mamma býr nefnilega hjá oldcur (enda íbúðarhúsið 300 m2). Hún er óþreytandi að líta til með krökkunum og hjálpa til við hvaðeina. Ég væri mildu meira bundin heima ef hennar nyti ekki við. Við t.d. förum í fjósið um 6:30 á morgnana, en hún vaknar með krökkunum um 7:30 til að gefa þeim morgunmat áður en skólabíllinn kemur, þannig erum við oftast komin j inn um það leiti sem hún fer svo litla prinsessan sé ekki ein. Svo passar yfirleitt fyrir hana að taka krakkana með sér heim þegar hún er búin að kenna, ef þau koma ekki heim með skólabílnum, eins og t.d. þegar þau eru í tónlist eftir skóla eða íþróttum. Svo þegar létt er í fjósinu þá leysir hún okkur af dag og dag þannig að við erum ekki rígbundin allt árið. Þú situr nú inni á þingi sem varamaður, hvernig lífsreynsla er það? -Það er ágæt lífsreynsla. Það er merkilegt að sjá hvernig þetta virkar allt saman, sérstaklega í þingsalnum. Eru einhver sérstök mál sem þú hyggst leggjafram? -Það bar nú býsna brátt að, að ég fór inn þannig að ég var nú eldd búin að hugsa neitt til hlítar. En ég er búin að leggja fram fýrirspurn til umhverfisráðherra varðandi ffamgang tillagna nefndar um áhrif refs í íslenskri náttúru og um endurgreiðslur til sveitarfélaga af kostnaði við refa- og minkaveiðar. Svo hef ég verulegan áhuga á málefhum dreifbýlisins, landbúnaðarins og fjölskyldunnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.