Feykir - 08.11.2007, Blaðsíða 7
42/2007 Feykir 7
Hventig kom það til að þú
fórst að hafa afskipti af
stjómmálum?
-Það var nú bara stuttu eftir að
við hófum búskap heima að
farið var að tala um sameiningu
sveitarfélaganna. Ég hafði mig
eitthvað í ffami í pontu um
mikilvægi sameiningar o.þ.h. Svo
varð sameiningin að veruleika og
farið var að undirbúa kosningar í
sameinuðu sveitarfélagi að ýmsir
fóru að reyna að fá mig til að taka
þátt í þeim. Mér fannst það nú hin
mesta firra, það væru örugglega
einhverjir vanir eða fr ambærilegri
sem væru tilbúnir að sjá um þetta
vafstur.
En svo lét ég til leiðast og settist
í þriðja sæti á Sjálfstæðislistanum
og varð varamaður í sveitarstjórn.
Síðan eru liðnar tvær aðrar
kosningar til sveitarstjórnar og
ég orðin í forsvari fyrir D-listann.
Það er ýmislegt sem fylgir því að
sitja í sveitarstjórn, ekki síst ef
maður er í forsvari fýrir hana og
starfið kemur oft á tíðum niður á
búinu og fjölskyldunni. Þá er nú
gott að mamma búi hjá okkur
þannig að hún lítur þá til með
krökkunum, þegar hún er ekki
að kenna eða í öðru. Svo kemur
stundum Sigurlaug amma ffá
Sauðárkróki og léttir undir.
En hvers vegna Sjálfsstœðis-
flokkurinn?
-Hmmm, mér fannst mínar
skoðanir bara eiga best samleið
með þeim. Þegar ég var að kjósa
til Aiþingis í fyrsta eða annað
skipti var Vilhjálmur Egilsson
í framboði og mér fannst hann
bara langbestur af kandídötum
flokkanna.
Hveniig tneð stjómmálin heittta
við hvað ersvona helst að frétta
úr Hútiaþingi vestra?
-Það er fínt að ffétta. Um áramótin
verður tekin í notkun viðbygging
við leikskólann, en við erum búin
að vera með eina deild hans í
íbúðarhúsi úti í bæ í nokkurn
tíma og jafnffamt er leikskóli í
Víðidalnum, þannig að mikið
er af börnum hjá okkur, sem er
gleðilegt. Árangur grunnskólans
er líka góður og ánægja með
hann. Töluverð eftirspurn
hefur verið eftir íbúðalóðum
og því er sveitarfélagið að
láta gera götur til að framboð
lóða sé nóg og fyrirspurnir
hafa komið um iðnaðarlóðir.
Úti í sveitum er töluvert um
ffamkvæmdir, bæði hjá bændum
og á frístundajörðum. Hins
vegar þurfum við sífellt að vera
á tánum gagnvart stjórnvöldum
til að fá fjármagn, verkefhi og
betrumbætur inn í samfélagið.
Að kynnast starfinu á Alþingi og
öllu því góða fólki sem þar er þess
vegna mjög gott.
Ertu bjartsýn áframhaldið á
þínu svœði?
-Já, auðvitað. Hér er mikið af
duglegu og hugmyndaríku fólki
og margir hverjir óhræddir við
að leita leiða til að ffamkvæma
hlutina. Hinir ýmsu sjóðir sem
fólk á möguleika á að sækja styrki
í eru bráðnauðsynlegir til að
koma hlutum af stað.
Ertu dugleg að taka þátt í öðru
félagsstarfi en stjónimálum?
-Það er svo sem ekki mikill tími
eftir. Ég er þó í kirkjukórnum
og hef aðeins unnið fyrir
hestamannafélagið. Reyni svo að
taka þátt í hestamótum, ef þau
stangast ekki á við fjósatíma, sem
of oft er á veturna. Svo er ég í stjórn
Landssambands kúabænda.
Þú ogfjölskylda þín haldið út
skemmtilegri heimasíðu hvemig
kotn það til?
-Ædi það hafi ekki verið haustið
2004, sem Bændasamtök fslands
auglýstu heimasíðukeppni. Við
vorum búin að hugsa í nokkurn
tíma um að koma upp heimasíðu
svo ég dreif í því á mánuði að búa
til síðuna. Það var ofsalega gaman
og tímaffekt. Ég fann í tölvunni
hjá mér forrit til að setja upp
síðuna og lærði á það jafhharðan
og ég rak mig á. Svo bættust ailtaf
við undirsíður, því það voru
sífelit fleiri þættir sem ég vildi
hafa á síðunni. Við urðum svo í
þriðja sæti yfir besta innihald á
heimasíðu.
Þú setur innfréttir bœði af
mönnutn ogdýmtn. Ertu dugleg
að uppfœra?
-Alls ekki nógu dugleg. Það er
svolítið maus að setja inn nýjar
fféttir, þetta er ekki svona auðvelt
eins og blogg af því að ég er með
þetta í sér forriti í tölvunni og
þarf svo að senda í gegnum ftp
og tekur agalega langan tíma á
netinu, enda nettenging hér eins
og viða í dreifbýli ekki til að hrópa
húrra fyrir. Ég tek á mig rögg af og
til og skelli inn nokkrum fféttum
í einu.
Fylgistþú reglulega með öðmtti
heima- og bloggsíðum?
-Já, það eru nokkrar sem ég er
daglegur gestur á, bæði fféttasíður
og vinasíður.
Inni á heimasíðu ykkar tttá
fitttta eitthvað setn heitir
Þjóðgarðshátíð og er halditt
í ágúst ár hvert. Hvað er
Þjóðgarðshátíð?
-Við hjónin giftumst 26. ágúst
árið 2000 og enduðum veisluna
á að vera með varðeld og söng og
gleði í Þjóðgarðinum okkar. Það
var svo gaman að við endurtökum
þetta ár eftir ár. Þjóðgarðurinn er
um hektari upp af íbúðarhúsinu,
þar er lækjargil, lautir og hólar.
Við erum búin að planta þar
nokkrum skjólbeltum, sem vaxa
vel og plöntum þar ýmsum
tegundum af trjám, sem mörg
hver eru komin svolítið á legg. Á
hverj u ári sendum við út tölvupóst
á flesta í netfangaskránni okkar til
að minna á Þjóðgarðshátíðina.
Við byrjum yfirleitt á því að fara
í vísindaferð um einhvern hluta
landareignarinnar og gestum sýnt
eitthvað sem við höfum verið
að bardúsa, eins og ný skjólbelti
í samanburði við eldri eða
kynnum grænfóðrið hjá kúnum
og nýræktirnar, æðarvarpið
o.þ.h. Svo er farið í leiki, í fjósið,
grillað og sungið. Á hverju ári
erum við með hugmyndapott um
nafn á einhverju í Þjóðgarðinum.
Aff aksturinn er fossinn T rítill, sem
fellur niður hlíðar Sældardals. Um
Þjóðgarðinn liðast Sokkableytir,
en hann kallast Slakur þegar
þurrkatíð er, í mínu ungdæmi hét
hann bara Lækurinn. Sokkableytir
rennur um Vinahvamm, þar sem
griilveislan og söngurinn fara
ffam, þá sitja gestirnir oft í hlíðum
Frekjuskarðs. I Þjóðgarðinum
er einnig kofi sem fékk nafhið
Draumahöll og sjóræningjaskipið
Svarthöfði.
Þetta er mikil hátíð hjá öllum,
sérstaldega yngri kynslóðinni.
Sumt af ffændfólld okkar hefur
samband snemmsumars til að
fá dagsetninguna á hreint, svo
að hátíðin skarist ekki við önnur
plön.
Þið rekið blandað bú hvar
liggur áherslan, em það á
kúa-búskapinn eða hrossin eða
kannski bara bœði?
-Alveg á hvort tveggja. Við höfum
kappkostað að endurrækta túnin
til að fá sem best fóður fyrir
kýrnar. Byggðum lausagöngufjós
árið 1999 og höfum þar pláss fyrir
33 mjólkandi kýr, notum svo
gamla fjósið og hluta fjárhúsanna
fyrir burðarstíur og kálfastíur.
Hinum hluta íjárhúsanna
breyttum við í hesthús. Stíurnar
í gamla fjósinu nýtast bæði fyrir
hross og nautgripi, þannig að
þegar burður er búinn hjá kúnum
og kálfarnir hættir á mjólkurgjöf
nýtast stíurnar fýrir hross. Þess
vegna látum við allar kýrnar bera
frá ágúst fram undir jól til að geta
nýtt aðstöðuna fýrir hross yfir
vetrartímann. Þegar kálfarnir eru
búnir á mjólkurgjöf fara þeir allir
saman í stóra stíu í fjárhúsunum.
Með því að hafa burðartímann
þéttan eru kýrnar megnið af árinu
á sama fóðrunarstigi.
Okkur finnst engin ástæða til
annars en að kýrnar skili fullum
afurðum og þær gera það ekki
nema að hafa góðan aðbúnað og
nóg af úrvals fóðri. Meðalnytin
hefur aukist úr 4.500 1 í um 7.000
á 10 árum.
Það er lfka metnaður hjá
okkur í að vera með góð hross,
bæði til keppni og útreiða. Það
eru 2-5 folöld í árgangi og mjög
spennandi árgangur sem kemur
nú inn á fjórða vetur.
Þið rekið líka tamningamiðstöð
er það ekki rétt hjá mér?
-Það er nú varla hægt að kalla það
tamningamiðstöð. I hesthúsinu
eru 12-16 hross yfir veturinn
og eigum við sjálf yfirleitt um
helming hrossanna, svo eru
fastakúnnar sem tamið er fýrir.
Stefnan er á að vera með góð hross
til keppni og kynbótasýninga. Jói
sér nánast alveg um hrossin, ég
reyni þó að komast með honum á
bak nokkrum sinnum í viku og fæ
þá að fara á þau hross sem lengst
eru komin. Það er ofsalega gaman
að fýlgjast með framgangi þeirra
hjá honum og ríða út á góðum
hrossum.
Finnst þér heitnasíðan ykkar
hafa breytt einhvetju tneð
ykkar búrekstur ogþá kannski
sérstaklega hrossarœktina. Það
er þetta að skila sér?
-Nei, svo sem eldd. Enda er
ekki rnikið til sölu hjá okkur.
Það sem er selt er helst í kjölfar
einhverrar keppni eða sýningar.
Hins vegar lít ég á þetta sem góða
auglýsingu fýrir landbúnaðinn og
hrossaræktina. Við t.d. fengum
fýrirspurn í tölvupósti um
daginn frá Þýskalandi um folald
sem við áttum undan Núma frá
Þóroddsstöðum. Gátum bent
fyrirspyrjandanum á önnur tryppi
á svæðinu undan þeim hesti.
Mœlirþú með að bœndur haldi
úti heimasíðum til þess að vekja
athygli á lífinu í sveitinni?
-Algjörlega. Bæði er þetta
skemmtilegt oggóð auglýsingfýrir
dreifbýlið. Svo er þetta gífurlega
góð heimild. Við t.d. förum inn á
heimasíðuna til að finna númerin
á hrossunum okkar og skoða
eldri myndir af þeim. Þar eru líka
helstu fréttir af fjölskyldunni og
úr fjósinu, þannig að seinna meir
er hægt að ylja sér við minningar
með því að skoða síðuna.