Feykir - 13.03.2008, Blaðsíða 2
2 Feykir 10/2008
Sparisjóður Skagaijarðar
Samruni samþykktur
Fjármálaeftirlitiö
hefiir samþykkt
athugasemdalaust
samruna Sparísjóös
Skagaflarðar við Sparí-sjóð
Siglufjarðar.
Samruni sparisjóðanna
var áður samþykktur af
minnihluta fundarmanna
sem þó báru með sér
meirihluta atkvæða á fundi
stofnfjáreigenda í ágúst
sl. Niður-staða fundarins
var í framhaldinu kærð til
fjármálaeftirlitsins og hefur
Sparisjóðurinn lítið getað
aðhafst síðustu mánuði enda
sameiningin fryst á meðan
Fjármálaeftirlitið kannaði
málið. -Sparisjóðurinn hér
mun heita áffam Sparisjóður
Skagaíjarðar með sama
bankanúmer og sömu
reikningsnúmer. Eins liggur
fyrir að það á að styrkja
sparisjóðinn hér verulega
og eitt af því er að huga að
nýju húsnæði sem fyrst.
Eins tryggir þessi sameining
ffamtíð sparisjóðsins í
héraðinu og á bara eftir að
styrkja hann, segir Kristján
Snorrason sparisjóðsstjóri.
Þeir stofnfjáreigendur sem
kærðu hafa enn ekki ákveðið
hvort þeir uni niðurstöðunni
sem þeir gagnrýna harðlega í
yfirlýsingu ffá sér sem birt er í
heild sinni á síðu 4. Þeir vildu
að öðru leyti ekki tjá sig um
málið.
Leiðari
-Er ekki Ijótt að Ijúga um Jesús?
-Mamma hanrt vinur minn hefur séð kistuna hans Jesú,
tilkynnti yngri sonur minn mérþar sem við sátum og
borðuðum hádegismatinn. -Nú erþað, svaraði ég ífyrstu
annars hugar en sá svo að þarna væri líklega efni í góða
sögu. -Já, hann var meðpabba sínum í ísrael og þeir
fóru upp ífjall þar sem þeirfiindu hellinn þar sem Jesú
var grafinn. Og veistu hvað svo, sagði sonur minn og
augun urðu alveg hringlaga. Nei, hvað, svaraði ég og var
farin að brosa. Syni mínum var nú orðið mjög niðriJyrir
enda trúaður mjög barnið. -Pabbi hans sparkaði í stein
og þá opnaðistpínu gat inn í hellinn og þeirgátu kíkt
inn, og veistu hvað þeir sáu, nú var minn maður alveg
kominn á innsogið. Sjálfbarðist ég við að vera alvarleg
og var komin á sama innsog; -hvað sáu þeir? spurði
ég. -Þeir sáu í hornið á kistunni hans Jesú og hún var
Iwít, var svarið og barnið himinlifandi. Þvílík lífsreynsla
sem vinurinn hafði lent í. Það sem það vill til að faðir
drengsins er einn elstí vinur eiginmanns míns vissi ég nú
fyrir víst að tíl ísrael hefðu þeirfeðgar aldrei komið en
frásagnagáfu föðurins hafði barnið klárlega erft. Þó þekki
ég pabbann aðeins að því að segja sannar sögur. Það
varþví ekki laust við að ég skelltí uppúr. Augu sonarins
stækkuðu og uggandi um hag vinarins spurði hann
-Mamma er ekki sérstaklega Ijótt að Ijúga um Jesús?
Hugsið ykkur ef við gætum aftur orðið 6 ára og helstu
áhyggjuefni væru hvernigfærirfyrir vininum sem laug
um Jesús.
Guðný Jóhannesdóttír
feykir@nyprent.is
sími 898 2597
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
Útgefandi:
Nýprent ehf.
Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis:
Box 4,550 Sauðárkrókur
Biaðstjórn:
Árni Gunnarsson,
Áskell Heiðar Ásgeirsson,
Herdis Sæmundardóttir,
Ólafur Sigmarsson og
Páll Dagbjartsson.
Ritstjóri &
ábyrgðarmaður:
Guðný Jóhannesdóttir
feykir@nyprent.is
Simi 455 7176
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson
oli@nyprent.is,
Örn Þórarinsson.
Prólarkalestur:
KarlJónsson
Askriftarverð:
275 krónur hvert tölublað
með vsk.
Lausasöluverð:
325 krónur með vsk.
Áskrift og dreifing
Nýprent ehf.
Simi 455 7171
Umbrot og prentun:
Nýprent ehf.
Samstaða ogAldan samþykkja kjarasamninga
Mikill meirihluti
sagðijá
Mikill meirihluti félagsmanna í Stéttarfélögunum Samstöðu
og Öldunni hefur samþykkt nýgerða kjarasamninga milli
Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnuiffsins sem
undirritaðir voru 17. febrúar s.l.
HJá Samstöðu voru á einnig félagsmenn í versl-
kjörskrá 245 manns og þar af unarmannadeild Samstöðu
greiddu 108 atkvæði um samninginn. Hjá Öldunni var
samninginn eða 44%. Já sögðu samningurinn samþykktur
95 eða um 88%, nei sögðu 12 með ríflega 84% atkvæða en
eða um 11% og auður seðill þar greiddu rúmlega 30%
var 1 eða 1%. Þá samþykktu félagsmanna atkvæði.
Skírdagstónleikar á Skagaströnd
Ellen og Eyþór í kirkjunni
Ellen Kristjánsdóttir og
Eyþór Gunnarsson syngja
og leika í Hólaneskirkju á
Skagaströnd kl. 20.30 á
skírdagskvöld.
-Þetta verður án efa mjög
skemmtilegt enda mikið
hæfileikafólk á ferðinni og
hljómburðurinn í kirkjunni
er einstaklega góður, segir
Fjölnir Ásbjörnsson,
sóknarprestur á Skagaströnd.
Við héldum tónleika í fýrra
með Eyjólfi Kristjánssyni og
þá komu 110 manns og við
fáum vonandi ennþá fleiri
núna. Það er ókeypis á
tónleikana og allir velkomnir,
þegar svona kanónur eru á
ferðinni vill maður helst fylla
húsið. Svo verður hægt að
nálgast tónlist þeirra á
sanngjörnu verði, spjalla við
listamennina og fá áritanir.
Ég hef sjálfur safitað plötum
og diskurn árituðum af
íslenskum listamönnum í
nokkur ár og vænst þykir mér
um hljómplötu sem Bergþóra
Árnadóttir heitin áritaði, það
verður garnan að bæta í safnið
nýja disknum hennar Ellenar.
Ég held að það sé tilvalið fyrir
fólk að bregða sér í bíltúr á
Skagaströnd á skírdagskvöld
og notfæra sér þetta einstaka
tækifæri.
Uppbygging og framtíð Hólaskóla
Vinstri grænir
skora á stjómvöld
Aðalfundur Vinstri
hreyfingarinnar græns
framboðs í Skagafirði sem
haldinn var í Héðinsminni
10. mars 2008, hefur
sent frá sér áskorun til
stjórnvalda þar sem
skorað er á þau að standa
vörð um Hólaskóla,
Háskólann á Hólum, sem
sjálfstætt menntasetur í
þjóðareigu eins og hann
hefur verið um aldir.
Segir í ályktuninni að
skólinn hafi lengi gengt
þýðingarmiklu hlutverki og
að þar hafi verið stöðugur
uppgangur í hartnær þrjá
áratugi. Sá uppgangur komi
til með að halda áfram fái
skólinn þann stuðning sem
honurn ber. Þá mótmælir
fundurinn harðlega hug-
myndum um einkavæðingu
skólans og að hann verði
látinn í hendur einstakra
fyrirtækja eins og stjórnendur
fyrirtækjasamsteypu Kaup-
félags Skagfirðinga sækja á
um. Með slíku væri vegið að
framtíð Hólaskóla og
Hólastaðar. Mikilvægt er að
óvissu um rekstur skólans
verði eytt hið fyrsta og
stjórnvöld einhendi sér í að
standa með myndarlegum
hætti að áframhaldandi
uppbyggingu Hólaskóla,
Háskólans á Hólurn.
Skagaströnd
Listasýning
í Lands-
bankanum
í útibúi Landsbankans á
Skagaströnd stendur nú
yfir listsýning barna á
leikskóla staðarins um
Spákonufell, Þórdísi
spákonu og allt lífríki
fjallsins í máli og myndum.
Sýningin þykir skemmtilega
uppsett og einlæg að hætti
höfúnda verkanna. Sýningin er
opin á opnunartíma útibúsins
og lýkur í næstu \iku.
Húnaþing vestra
Endurskoða
á starfs-
mannastefnu
Byggðaráð Húnaþings vestra
hefur falið sveitarstjóra að
leggja drög að
starfsmannastefnu fyrir
sveitarfélagið þar sem meðal
annars verði ákvæði um
endur- og símenntun
starfsmanna.
Kemur þessi ákvörðun
ráðsins í kjölfar bréfs frá Helenu
Halldórsdóttur þar sem hún
hvetur sveitarstjóm til þess að
endurskoða þá ákvörðun að
veita henni ekki stuðning í
háskólanámi sínu. Þá hvetur
Helena sveitarstjórnina jafii-
framt til þess að veita starfs-
mönnum sveitarfélagsins sem
stunda háskólanám stuðning
sambærilegan þeim sem veittur
hefur verið í grunnskóla og
leikskóla.
Akureyrarsjónvarp
í útrás
Sjónvarp
Norðurlands
N4 Sjónvarp Norðurlands
fer á landsvísu 12. mars og
verður útsendingum
stöðvarinnar sjónvarpað á
rás 15 á dreifikerfi Digital
ísland.
Með þessu verður N4 verður
fyrsta sjónvarpsstöðin á
landsbyggðinni til að helja
útsendingar á landsvísu.