Feykir


Feykir - 13.03.2008, Side 8

Feykir - 13.03.2008, Side 8
io/2oo8 Feyklr 5 íþróttafréttir Skotfélagið Markviss Ný stjórn Ný stjórn var kosin á aðalfundi Skotfélagsins Markviss sem haldinn var þann 8. mars s.l. Bergþór Pálsson var kosinn formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru þeir Guðmann Jónasson, Sighvatur Steindórsson og Brynjar Þór Guðmundsson. Nú fer keppnistímabilið í leirdúfuskotfimi að hefjast en fyrsta mót sumarsins verður þann 19. apríl að Iðavöllum í Hafnarfirði. Alls eru 12 mót á vegum Skotíþróttasambands- ins í sumar og verður eitt þeirra á Blönduósi auk nokkurra smærri móta, en Markviss hefur undanfarin ár átt keppendur á öllum mótum sambandsins sem haldin eru í haglagreinum. Heimild: Húnahornið Hvatarmenn funheitir_____ Burst í Hafnarfirði Strákarnir í Hvöt eru í funheitir þessa dagana en þeir héldu suður f Hafnar- fjörð um helgina þar sem þeir sigruöu ÍH sannfærandi 6-1. Hvatarmenn eru þessa dagana að vinna að loka- undirbúningi sumarsins og er verið að ganga frá samningum við leikmenn. Nú þegar hafa 2 leikmenn gert samkomulag um að vera í sumar. Verið er að skoða 3-4 leikmenn til viðbótar og jafnffamt verið að skoða 2 útlendinga. Það ætti því að vera komin góð mynd á liðið fljótlega eftir páska eða áður en deildarbikarkeppnin fer af stað. Skv. frétt á fótbolta.net mun m.a. Gilzenegger sjálfur, Egill Einarsson leika með Hvatar- mönnum í sumar. Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit kynnir: Þið ffluniö honn lörund Gamanleikrit með söngvum eftir Jónas Árnason :: Leikstjóri: Saga Jónsdóttir SÝNINGARDAGAR: 07. sýning föstud. 14. mars kl. 20.30 - uppselt 08. sýning laugard. 15. mars kl. 16.00 - aukasýning - uppselt 09. sýning laugard. 15. mars kl. 20.30 - örfá sæti laus 10. sýning miðvikud. 19. mars kl. 20.30 -(miðv.d. f. skírdag) 11. sýning laugard. 22. mars kl. 16.00 - aukasýning 12. sýning laugard. 22. mars kl. 20.30 - stjánasýning 13. sýning föstud. 28. mars kl. 20.30 - örfá sæti laus 14. sýning laugard. 29. mars kl. 16.00 - uppselt 15. sýning föstud. 4. apríl kl. 19.00 - örfá sæti laus 16. sýning laugard. 5. apríl kl. 20.30 17. sýning föstud. 11. apríl kl. 20.30 örfá sæti laus 18. sýning laugard. 12. apríl kl. 20.30 Miðasölusíminn er 857 5598 og er opinn milli 16 og 18 virka daga og á auglýstum sýningardögum frá kl. 14 fram að sýningu. Utan þess tíma má skilja eftir skilaboð á símsvara í sama númeri eða panta miða á www.freyvangur.net en þar eru allar nánari upplýsingar ásamt myndum, myndbrotum og tónlist úr verkinu. Við vekjum sérstaklega athygli á páskasýningunum, miðvikudaginn 19. mars kl. 20.30 og laugardaginn 22. mars kl. 16.00 og kl. 20.30. Ferðaþjónuslan Öngulsslööum III býður upp á leikhúsmatseðil fyrír sýningar. Símínn hjá Ferðapjónustunni er 4631380. Auglýsing um deiliskipulag viö Suöurbraut á Hofsósi Sveitarstjórn Skagafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi við Suðurbraut á Hofsósi samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997. Deiliskipulagssvæðið markast af Suðurbraut í norðri og friðuöu landsvæði í austur og suður. Um er aó ræöa óbyggt land sem nú er skipulagt fyrir þjónustustarfsemi.. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri Ráöhúsins á Sauðárkróki frá og meö þriðjudegi 11. mars 2008 til og með fimmtudags 10. apríl 2008. Einnig verður tillagan til sýnis á vefsíðu Sveitarfélagsins: http://www.skagafjordur.is Frestur til aö skila athugasemdum viö deiliskipulagstillöguna er til fimmtudagsins 24. apríl 2008. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar www.skagafjordur.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.