Feykir - 13.03.2008, Síða 11
10/2008 Feykir 11
Jóhann og Hrönn elda
Ávaxtakaka og
ostabollur
Það eru hjónin Jóhann, Jói á Áka og Hrönn Pétursdóttir sem
að þessu sinni bjóða lesendum upp á brot af því besta úr
eldhúsi sínu. Þau hjón skora á Manu Sif Gunnarsdóttur og
Björgvin Sveinsson Grenihlfð 11 Sauðárkróki.
Látið suðuna koma upp smástund.
Kryddið með salti og pipar.
Ostabollur
150 gr. magurostur
60 gr. hveiti
60 gr. léttmajónes
Smávegið paprika, skorin í
litla bita
Salt ogpipar eftir srnekk
Rifinn ostur
Rífið ostinn í skál og bætið hveiti,
majónesi og papriku saman við.
Hrærið saman og útbúið
4-6 bollur sem lagðar eru á
bökunarpappír og bakaðar í 180°c
heitum ofhi í 20 mín.
saman við.
Lauksúpa með
ostabollum
250gr. laukur
4 hvítlauksrif
Paprika, skorin í bita
Timían saxað
6-8 dl. hænsnakraftur
Salt og pipar
Smá olía til steikingar
150 gr. hvitkál
Hitið olíuna í potti. Skerið lauk
og hvítlauk í þunnar sneiðar og
steikið létt
Bætið papriku, timíani og
hænsnakrafti saman við. Látið
súpuna sjóða við
vægan hita í 20 mínútur.
Skerið kálið í strimla og bætið þvi
Berið fram m/hrísgrjónum, góðu
brauði og grænni guacamole-
sósu
Ávaxtakaka
3 stk. bananar
V2 dós perur
1 boxjarðaber
Vínber
Saxað og látið í botn á eldföstu
móti
Rjómakrem
2 eggjarauður vel þeyttar
2 msk. flórsykur
2 msk. serry (má sleppa)
1 peli þeyttur rjómi saman við
Þetta sett yfir ávextina, 1
marengsbotn mulinn og settur
ofan á ijómakremið.
Salsaréttur m/
kjúklingi og
kartöfluflögum
1 krukka salasósa mild eða
medium
Fajita mixkryydd
4-6 kjúklingabringur
1 poki Nachosflögur
1 krukka ostasósa
Rifinn ostur
Steikið kjúklinginn upp ú Fajita
kryddinu og skerið í bita.
Dreifið salsasósunni í botninn
á eldföstu móti og síðan
helmingnum af flögunum.
Dreifið kjúklingnum jafht yfir og
síðan restinni af flögunum.
Hitið ostasósuna og hellið henni
yfir allt saman.
Rifinn ostur settur yfir og bakað
í 10-15 mín. þar til osturinn er
orðin gullbrúnn.
Súkkulaði sósa
100 gr. suðusúkkulaði
200gr. rjómasúkkulaði
3 stk. mars
1 V2 dl rjómi
Hitað saman við vægan hita, kælt
og sett ofan á.
Verði ykkur að góðu.
( GUDMUNDUR VALTÝSSON )
Vísnaþáttur 471
Heilir og sælir lesendur góðir.
Tilefni fyrstu vísunnar að þessu sinni,
var umfjöliun unt kjör eldra fólks. Einn
af íbúum Reykjavíkurhrepps sem þekkti
þetta af eigin raun, orðar þetta svo vel í
eftirfarandi vísu:
Þeir öldruðu lifa ekki í eyðslu ogglaum
þó einhverjum þcetti það gaman.
Ellilaun eru svo andskoti aum
að endarnir ná ekki saman.
Endalaust virðist ætla að dynja á okkur
landsins börnum sú tugga fréttamanna,
að enn þurfi að reisa álver hingað og
þangað um landið. Er sú urnræða þó
helgileikur hjá þeirri skelfingu sem talað
er um flesta daga um þessar niundir,
að eyðileggja þá dásamlegu ímynd
sem Vestfirðir hafa í hugum margra
landsmanna með olíu. Lýsir næsta vísa
vel slíkum hugrenningum. Man því
miður ekki fyrir víst hver höfundur
hennar er:
I náttúru íslands skrattinn skálmar
skjálfandi lýðurinn buktar og mjálmar.
Þar eru auðvaldsins sungnir sálmar
svigna þarjámblettdnir álklceddir páltnar.
Hávær umræða þessa dagana um
matvælaverð á landinu muni hækka.
Þarf engan að undra slíkt, miðað
við þær hækkanir á vörurn sem við
bændur þurfum nauðsynleg að kaupa.
Áður hefur verið látið að því liggja, að
nratvælaverð á Islandi væri heimsmet.
Kristján í Gilhaga telur að sarnt komi
útlendingar og fari hér á flakk:
Ýmsir stoppa oft til þess
í sig kroppa í tiœði.
Utn landið skoppa langs ogþvers
og lifa á sjoppufœði.
Síðan bætir Kristján við þessa ágætu
umfjöllun, að skásti kostur væri að
treysta á Guð ef ekki væri Baugur. Um
þá góðu verslunarmöguleika yrkir
Kristján:
Túristar rangla og reika
og ratað í vandrœði geta.
En blessað svíttið það bleika
býður þeitn ódýrt að éta.
Þó ruglað virðist verðlagið
er víst að allir halda sínu striki.
Og bleika svínið brosir öllum við
býður vórurfyrir skít á priki.
Góðar undirtektir hafa verið vegna
sléttubandavísna síðasta þáttar.
Kemur hér ein slík og mun vera eftir
Þingeyinginn Arndísi Steingrímsdóttur:
Orðum fléttum, röðutn rétt
rimið slétta vöndum.
Skorðtim þéttum nokkuð nett
náum sléttuböndum.
Á ferð yfir Víkurskarð mun Arndís hafa
ort þessa:
Gustar kalt um gil og skor
gljáin hylur laut og barð.
Tekur fjórtán faðirvor
ferðin yfir Víkurskarð.
Ágætt að halda áfram með snjallan
kveðskap frá Þingeyingum. Jóhannes
G. Einarsson mun hafa ort þessa. Var
spurður um stöðu bænda:
Mérfinnst afar illt að sjá
afurð búa rænda.
Lítilmenni leggjast á
lífsafkomu bœnda.
Einhverju sinni er Jóhannes ver spurður
hvort hann teldi sköllóttir nrenn væru
kynþokkafyllri en hinir, var svarið á
þessa leið:
Mjög varfyrr á meyjum lið
margt ég felldi tárið.
Svo hef ég varla flóarfrið
frá því ég missti hárið.
Urn náin kynni yrkir Jóhannes:
Við konu ég átti í kynnum
konan var afspyrnu hress
Á klukkustund sextíu sinnutn
settdi hún S.M.S.
Þegar tal berst að svokallaðri
kynlífsbyltingu, yrkir Jóhannes:
Um kynlífsiðkun hef ég hljótt
né hatnpa þekkingunni.
Ég hef sjálfsagt frekar fljótt
fallið í byltingunni.
Frjálsræði erflestum hjá
fráleitt það tnig ergi.
Fólkið liggur öllum á
allsstaðar og hvergi.
Ljómandi vist í því verelsi senr Jóhannes
yrkir þar unr.
Held það hafi verið sá ágæti Bjarni frá
Gröf, sem orti fyrir áratugum síðan
vísu sem passar nákvæmlega við
peningastefnu dagsins í dag:
Þeirsem ekki þurfa lán
þeir geta fengið peningana
En hinir verða hjálpar án
sem helst af öllu þyrftu hatta.
Freistandi er að rifja upp aðra vísu eftir
Bjarna:
Oft ég drekk hjá vinunt vín
vel ég Bakkus þekki.
Þó bið ég Guð að gœta ntín
hantt gerirþað bara ekki.
Langar að biðja lesendur urn að sætta
sig við þessi málalok. Flott að enda
spjallið nreð þessari dýrt kveðnu vísu
Einars Kolbeinssonar í Bólstaðarhlíð:
Yrkið Ijóðin, glœðið glóð
geyntið slóða háttittn.
Styrkið móðinn, eflið óð
egniðfróða máttinn.
Þarf varla að benda á að þarna fer lagleg
sléttubandavísa.
Verið þar
með sœl að sitmi.
Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðuin
541 Blöttdttósi
Sínti 452 7154