Feykir


Feykir - 22.05.2008, Síða 5

Feykir - 22.05.2008, Síða 5
20/2008 Feyklr 5 íþ róttafréttir Hvöt - Völsungur 4-3 Hvatarsigur í fyrstaleik Strákarnir okkar í Hvöt sigruóu Völsung frá Húsavík í fyrsta leik sumarsins 4-3. Staðan f hálfleik var 2 - 1 og voru það þeir Frosti, Óskar og Raggi sem skoruðu mörk Hvatar og fengu sfðan aðstoð Völsunga með fjórða markið. Lýsing á leik er tekin af heimasfðu Hvatar. Hvatarmenn byrjuðu betur og meðal annars komst Óskar einn í gegn en markmaðurinn varði vel og það var því á móti gangi leiksins að Völsungur komst yfir með ágætis marki á 13. mínútu eftir að vörnin lét plata sig. Þremur mínútum síðar náði Frosti að skalla boltann aftur fyrir sig og í markið eftir hornspyrnu og að öðrum þremur mínútum liðnum skoraði einn leikmanna Völsungs sjálfsmark effir mikla þvögu í vítateignum og staðan orðin 2-1 fyrir Hvatarmenn. í seinni hálfleik, sem og í þeim fyrri, þá voru Hvatarmenn meira með boltann en Völsungur átti margar öflugar skyndisóknir og hefðu hæglega getað skorað með meiri heppni. Hvatarmenn áttu sín færi og úr einu þeirra skoraði Óskar á 52. mínútu eftir að hafa rokið upp vinstri kantinn og lagt boltann laglega framhjá markmanni Húsavíkurliðsins. Raggi (Ragnar Heimir Gunnarsson) skoraði á 67. mínútu beint úr aukaspyrnu með örlítilli viðkomu í varnarveggnum, staðan orðin 4-1 og öruggur sigur virtist í höfn. Aldrei skal segja aldrei og leikurinn er víst ekki búinn fyrr en dómarinn flautar leikinn af, í einni af sínum góðu sóknum komst sóknarmaður Völsungs einn á móti markmanni og var í þann mund að komast fram hjá Nezir í markinu þegar Nezir felldi hann og vítaspyrna umsvifalaustdæmd. Völsungur skoraði úr vítinu og aukinn kraftur færðist í leik aðkomuliðsins. í stöðunni 4-2 skoruðu Hvatarmenn mark sem var dæmt af vegna rangstöðu, rétt dæmt en mér sýndist boltinn vera á leiðinni í markið áður en Raggi sem klárlega var rangstæður kláraði dæmið og negldi boltanum inn. Á 85. mínútu skoruðu Völsungur sitt þriðja mark og stressið helltist yfir heimamenn, skildi það enda þannig að Hvöt myndi ekki ná sínum fyrsta sigri í 2.deild? Leikurinn fjaraði út án þess að fleiri mörk væru skoruð og því langþráður draumur orðinn að veruleika, sigur í 2. deild. Næsti leikur Hvatarmanna verður á Blönduósvelli gegn ÍR, liðinu sem er spáð sigri í deildinni. Þetta verður án efa hörkuleikur og það væri geggjuð byrjun á tímabilinu að fara með sigur af hólmi. Magni - Tindastóll 0-2_ Stólarnir með öruggan sigur Strákarnir okkar í Tindastól sóttu þrjú stig á mölina á Grenivík á föstudagskvöldið er liðið sigraði Magna með tveimur mörkum gegn engu. Þar sem grasvöllurinn á Grenivík var ekki tilbúin bjuggust menn við að leikurinn yrði færður í Bogann á Akureyri en heimamenn héldu að þeir yrðu sterkari á mölinni og völdu þann kostinn. Ekki varð þeim kápan úr því klæðinu og sátu eftir með sárt ennið en kampakátir Stólarnir héldu heim með öll stigin. Eftirfarandi lýsing er tekin af heimasíðu Tindastóls: -Leikurinn ein- kenndist af mikil barátta fyrsta hálftímann og áttu Tinda- stólsmenn ágætar sóknir. Á 30. mínútu komst Ásgeir Jóhannes- son inní teiginn hjá Tindastóli en Gísli Eyland Sveinsson markmaður Tindastóls varði vel. Stuttu síðar náðu Tindastóll forystunni þegar Kristján Páll Jónsson fékk góða sendingu inn fyrir vörn Magna og skaut frá vitateigshorninu á markið, skot sem Atli Már Rúnarsson markmaður náði ekki að verja og staðan 0-1 og þannig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleik átti Kristján Páll Jónsson síðan góðan skalla að marki Magna sem Atli varði vel. Á 70. mínútu átti Tindastóll góða sókn upp kantinn og Pálmi Þór Valgeirsson fékk boltann inn í teig Magna eftir fyrirgjöf og þar fékk hann nægan tíma til að athafna sig og átti svo gott skot sem endaði í markinu og staðan 0-2. Inná komu Alli, Arnar Skúli og Snorri og áttu þeir allir góða innkomu. Allir leikmenn stóðu sig mjög vel og voru skynsamir í leik sínum. Frumraun Saso og Kristjáns Páls í deildarleik með Tindastóli var góð. Leikurinn var ekki áferðarfallegur en leikmenn unnu sína vinnu vel oguppskáruþrjústig. Sanngjarn sigur Tindastóls og fyrstu stig sumarsins í höfn. Knattspyrna_________ Hverstu stórt er Hvatarhjartað? Á heimasíðu Hvatar kemur fram að f fyrra voru liðin 20 ár sfðan Hvöt vann 4. deildina eins og hún hét þá. Nú tuttugu árum síðar leikur Hvöt í annari deildinni og hafa heimamenn sett stefnuna á að halda þvf sæti. Mikið og gott starf hefur verið unnið hjá Knattspyrnudeild Hvatar undanfarin ár og ber starfið þess glöggt merki t.d. má nefna árlegt knattspyrnumót fyrir yngstu kynslóðina, Smábæjarleikana en það mót er f örum vexti ogkomast færri að en vilja. Þá hefur þrotlaust sjálfboðaliðastarf skilað góðum árangri, en betur má ef duga skal. Til þess að hægt verði að tryggja sæti Hvatar þurfi gott lið með góðum leikmönnum og fjármagn til þess að tryggja að svo verði. Því biðla Hvatarmenn á heimasíðu sinni til sinna manna að styrkja félagið með fjárframlögum sem mun renna beint í sjóð sem er ætlaður til þess að styrkja liðið fyrir komandi átök. Viljir þú Hvatarmaður góður styrkja liðið með frjálsu framlagi þá vísum við á reikningsnúmer: 0307-13- 104343, Kennitala: 650169- 6629 Munið margt smátt gerir eitt stórt! Tengiliðir verkefnisins eru: Kári Kárason, S:825-1133. Valgerður Gísladóttir, S:895- 4391. Vignir Björnsson, S-.862-4587 Tindastóll kvennaknattspyrna Samningur við stelpurnar UMF Tindastóll gerði á dögunum leikmannasamninga við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu og er það í fyrsta skiptið í sögu félagsins sem það er gert. „Tilgangurinn er að við tryggjum stelpunum ákveðinn rétt í sambandi við tryggingar. Einnig fá stelpurnar nauðsyn- legan æfinga- og keppnisbún- að eins og galla merkta með nafni, skó og legghlífar,“ segir Guðjón Örn þjálfari liðsins. Aðspurður hvernig honum litist á sumarið hjá stelpunum svarar Guðjón eða Gaui eins og hann er kallaður: „Mér líst vel á sumarið. Liðið er byggt upp á heimamönnum og margar stelpur að koma aftur í boltann að spila. Framtíðin er björt, margar efnilegar stelpur í þriðja flokki sem koma til með að styrkja okkur og taka við í meistaraflokknum í framtíðinni.“ Markmiðið hjá meistara- flokki kvenna í knattspyrnunni í sumar er einfalt. „Komast í úrslitakeppnina og vera í topp tveimur,“ segir Gaui og vill minna á að fyrsti heimaleikurinn er á móti FH 27. maí og hvetur alla til að mæta.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.