Feykir - 19.06.2008, Síða 2
2 Feykir 24/2008
Leiðari
Opið bréftil Þórhildar Elínar Elínardóttir i tilefni
bakþankaskrifa hennar í Fréttablaðið
miðvikudaginn n.júní sl.
Aðgát skal höfð í nærveru
barna og bjarna
Kæra Þórhildur, ég heiti Guðný og er ritsljóri
héraðsfréttablaðsins Feykis sem gefið er út á
Norðurlandi vestra. Mín kæra Þórhildur, ég er lika
móðir þriggja barna sem hafa gaman afþví að leika sér
í náttúrunni í kring um heimili okkar á Sauðárkróki.
Börnin mín hafa hvorki lágt enni né langa handleggi
og gengur vel í skóla. Börnunum mínum og börnum
annarra Skagfirðinga stóð ógn afísbirninum sem
um daginn villtist svo sorglega afleið og dvaldi við
bakgarðinn heima. Kæra Þórhildur, hvernig hefðiþér
liðið vitandi afísbirni í Öskjuhlíðinni nú eða Heiðmörk?
Kæra Þórhildur Elín, ég er mjög stolt aflögreglunni
sem stjórnaði vettvangi bæði á Þverárfjalli og eins
úti á Hrauniþann i7.júní sl. Lögreglan tók erfiðar
ákvarðanir með öryggi íbúanna í huga. Kæra Þórhildur,
efþú telur aðþú hefðir getað stýrt aðgerðum beturþá
óska égfyrir hönd okkar Skagfirðinga eftirþví, aðþú
sendir okkurþínar hugleiðingar. Heimamanni dreymdi
nefnilega þrjá birni og samkvæmtþví á einn eftir að
koma á land. Kæra Þórhildur,þú gætir kannski varið
okkurfyrir þeim þriðja?
En að lokum mín kæra Þórhildur, aðgát skal höfð í
nærveru sálar, við erum kannski ekki lattedrekkandi
íbúar 101 Reykjavík og fótin okkar eru yfirleitt samstæð
en við erutn líka fólk og höfum hvorki lágt enni né langa
handleggi.
Kæra Þórhildur, þetta er nú þegar orðið oflangthjá mér
en mig langar að benda þér á að hugsa þig um tvisvar
ogjafnvel þrisvar áður en þú skrifar næstu bakþanka.
Að mínu mati var ekkert að dómgreindþeirra vösku
sveitar er gætir hagsmuna okkar íbúa. Sá eini sem í
þessu máli, hér okkar á milli mín kæra Þórhildur, sýndi
dómgreindarbrest varstþú sjálferþú kastaðir afþínum
háa stalli aur yfir íbúa landsbyggðarinnar.
Kæra Þórhildur, börnin mín lásu þessa bakþanka og þau
eru særð. Þú særðirþau.
Með vinsemd og virðingu
Guðný Jóhannesdóttir,
ritsljóri héraðsfréttablaðsins Feykis.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
Feykir
Útgefandi:
Nýprent ehf.
Borgarflöt 1 Sauöárkróki
Póstfang Feykis:
Box 4,550 Sauðérkrókur
Blaðstjórn:
Árni Gunnarsson,
Áskell Heiðar Ásgeirsson,
Herdís Sæmundardóttir,
Ólafur Sigmarsson og Páll
Dagbjartsson.
Ritstjóri & ábyrgðarmaðun
Guðný Jóhannesdóttir
feykir@nyprent.is © 455 7176
Blaðamenn:
Páll Friðriksson
palli@nyprent.is © 8619842
Óli Arnar Brynjarsson
oli@nyprent.is
Lausapenni:
Örn Þórarinsson.
Prófarkalestur:
Karl Jónsson
Áskriftarverð:
275 krónur hvert tölublað
með vsk.
Lausasöluverð:
325 krónur með vsk.
Áskrift og dreifing
Nýprent ehf.
Sími 4557171
Umbrot og prentun:
Nýprent ehf.
Sameining heilbrigðisstofnanna______
Skagfirðingar vilja
yfirstjórn a Krók
Skagfiróingar vilja aó yfirstjórn heilbrigðisstofnunarinnar
verði áfram á Sauðárkróki enda telji byggðarráð
sveitarfélagsins að Sauðárkrókur sé byggðakjarni á
Norðurlandi vestra með fjölbreytta og öfluga þjónustu.
Ráðið óskar eftir fundi með ráðherra.
Málið var tekið fyrir á
síðasta byggðarráðsfundi og
hefur ráðið óskað eftir fundi
með heilbrigðisráðherra og
nefnd um sameiningu stofn-
ananna á Sauðárkróki og
Blönduósi sem fyrst. Leggur
byggðarráð í máli sínu áherslu
á að Heilbrigðisstofnunin á
Sauðárkróki sé kjölfesta í
héraði og að Skagfirðingar
hafi búið við afar góða
heilbrigðisþjónustu sem beri
að þakka. Þá hafi stofnunin
fengið viðurkenningu heil-
brigðisráðuneytisins fyrir
árangur í rekstri. Góð og öflug
þjónusta ásamt fyrirmyndar-
rekstri sé fyrst og fremst góðu
starfsfólki að þakka.
Byggðarráð leggur áherslu
á að boðaðar breytingar á
skipulagningu og stjórnun
heilbrigðisþjónustu á Norður-
landi vestra komi ekki niður á
þeirri þjónustu og árangri sem
náðst hefur hjá Heilbrigðis-
stofnuninni á Sauðárkróki og
að störfum og verkefnum
fjölgi fremur en fækki.
Samþykkir byggðarráð að
óska eftir fundi með heil-
brigðisráðherra og nefndinni
sem fyrst.
Sauðárkrókur
Dagmæður í baráttuhug
Dagmæður á Sauðárkróki
eru langþreyttar á
sinnuleysi bæjaryfirvalda
gagnvart leikvöllum í
bænum. Hafa þær krafist
úrbóta sem skjótast svo
börn og aðrir gestir geti
heimsótt þá og átt þar
góðar stundir.
í kjölfar umræðna um
leikvellinakomudagmæðurnar
upp heimasíðu á netinu þar
sem bæjarbúum var gefinn
kostur á að tjá sig um málefni
leikvallanna. Einnig var settur
af stað undirskriftalisti til
stuðnings málefninu.
Síðastliðinn mánudag
mættu galvaskar dagmæður í
Ráðhúsið og afhentu listann,
sem skartaði yfir tvöhundruð
og fimmtíu nöfnum. Það var
Guðmundur Guðlaugsson
Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri tók við undirskriftariistanum úr hendi Aðal-
heiðar Sigfúsdóttur dagmóður.
sveitarstjóri sem tók við
listanum og sagði að málefni
leikvalla munu fara í gang þó
ekki hafi verið gerð sérstök
fjárhagsáætlun um það.
Sjötta Jónsmessu-
hátíðin á Hofsósi
Lífleg helgi framundan
Lfkt og undanfarin ár verður
Jónsmessunni fagnað með
veglegum hætti á Hofsósi
og verður samkoma af
þessu tilefni haidin í sjötta
skipti.
Það eru félagasamtök í
Hofsós og nágrenni sem
standa að þessum viðburði
sem notið hefur vinsælda og
verið talsvert fjölsóttur
undanfarin ár og dregur að
fjölda brottfluttra af svæðinu.
Hátíðin byrjar á föstudag
með gönguferð. Gengið verður
frá Bæ á Höfðaströnd með-
fram sjónum og til Hofsóss.
Leiðsögumaður verður
Haukur Björnsson fyrrverandi
bóndi í Bæ. Eftir gönguna
verðu hægt að fá kjötsúpu í
félagheimilinu og þar verður
hljómsveitin Hundur í
óskilum með tónleika og á
eftir leika Stúlli og Dúi fyrir
dansi eitthvað fram eftir.
Á sunnudeginum verður
fjölbreytt dagskrá sem hefst
kl. 11.00 með smalakeppni á
vegum hestamannafélagsins.
Á eftir fylgja knattspyrnumót
á íþróttavellinum, mynda-
sýning í Kaupþing banka og
tjaldmarkaður auk þess sem
ýmislegt verður í boði fyrir
krakka m.a. skátatívolí,
fitnessbraut og Björgvin Frans
leikari mun skemmta. Kl.
16.00 hefst síðan grillveisla og
20.30 verður menningarvaka f
Höfðaborg sem lýkur með
stórdansleik þar sem
hljómsveit Geirmundar mun
halda uppi fjörinu.
Síðasti liður í hátíða-
höldunum er svo hin árlega
messa í Grafarkirkju sem
verður kl. 20.00 á sunnu-
dagskvöldið. Þetta gamla
guðshús er merkilegt og
dregur árlega að fjölda ferða-
manna sem þangað koma ekki
síst til að fanga þetta sérstæða
guðshús á mynd.
ÖÞ.