Feykir


Feykir - 19.06.2008, Qupperneq 11

Feykir - 19.06.2008, Qupperneq 11
24/2008 Feykir 11 ( ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Herdís og Óskar kokka Ginleginn lax í forrétt Það eru þau Herdfs Jakobsdóttir og Óskar Ólafsson frá Steiná 2 í Svartárdal, sem bjóða upp á stórgóðar uppskriftir að þessu sinni. Ginleginn lax í fbrrétt, stórgripapottrétt f aðalrétt og súkkulaði marengs í eftirrétt. Og ef það dugar ekki til, þá fylgir mjög einfaldur kjúklingaréttur með. Herdís og Óskar skora á frændfólk sitt, þau Sesselju Sturludóttur og Jakob Sigurjónsson á Hóli í Svartárdal, að koma með uppskriftir að tveimur vikum liðnum. FORRÉTTUR Ginleginn lax með jógúrtsósu 600 gr laxaflak, beinhreinsað Marirtering: i/2 bolli ólífuolía 1/4 bolligin 1/4 bolli sykur 2 msk salt 2 msk þurrt martini 1 msk sítrónupipar Rifinn börkur ogsafi afeinni sítrónu. Blandið öllu saman sem á að fara í marineringuna. Setjið laxaflakið á grunnt fat og hellið marineringunni yfir. Hyljið með plastfilmu og látið standa á köldum stað í tvo sólarhringa. Skerið laxinn í þunnar sneiðar og setið á forréttadiska. Jógúrtsósa: 1 dós melónujógúrt 2 msk majones 1 msk scett sinnep 1/2 lítill laukur, mjög smátt saxaður 1 sellerístöngull mjög smátt saxaður. Blandið öllu saman og kælið í 2 klst. svo að bragðið nái að jafna sig. Gott að bera fram með ristuðu brauði. AÐALRÉTTUR Stórgripapottréttur 1 saxaður laukur 2 msk matarolía 500gr. nautakjöt 1 msk hveiti 1 hvítlauksrifpressað eða saxað smátt 1 -2 tsk karrý Vt tsk chilliduft 'Á Itr. nautasoð Vi-1 dl tómatsósa kartöflur skornar í teninga ( sjóða í smá stund ) Vi tsk salt Steikið lauk og setjið í eldfast mót. Hristið hveiti, krydd og kjöt saman. Steikið á pönnu og setjið í mótið. Hrærið saman soð, tómatsósu og hvítlauk og hellið því yfir kjötið. Sjóðið kartöflur í smá stund og þerrið og setjið saman við kjötið. Látið malla í ofni við 160-180°C í 1-1 Vi tíma. Borið fram með fersku salati og brauði. EFTIRRÉTTUR Súkkulaði marengs 4 eggjahvítur 200 gr. sykur 100 gr. Lindt súkkulaði 70% brœtt. 4 dl rjómi 10 stk Lindt kúlur í svörtu bréfi kakó Þeytið eggjahvítur stífar, bætið þá 5 msk af sykri saman við, 1 msk í senn. Bætið síðan rest af sykri úti og hrærið í 30 sekúndur. Teiknið ca 24 cm hring á bökunarpappír og setjið smá fitu á pappír. Setjið eggjahvítuna jafnt á pappírinn. Bræðið súkkulaði og látið það síðan kólna aðeins. Því er síðan hellt yflr eggjahvítuna og hrært í með prjóni til að dreifa súkkulaðinu. Bakað í miðjum ofni í ca 50-60 mín við 120°c. Þeytið rjóma og setjið yflr marengs. Skerið kúlur í tvennt til að skreyta marengsinn með og sigtið smá kakó yfir. Borið fram með ferskum jarðar- berjum. AUKARÉTTUR Einfaldur kjúklingaréttur 1 kjúklingur eða unghœna 1 dós kjúklingasúpa frá Campbell 2 msk majones létt (má sleppa) 1 dós spergill 1 dós ananas 1 -2 tsk karrý Sjóðið kjúkling (unghænu) og rífið síðan niður ( nema skinn) Hrærið saman majones, kjúklinga- súpu og karrý. Kjöt, spergill og ananas settur út i og látið í eldfast mót ( má nota soð af spergli og ananas til að þynna út réttinn) og sett í ofn við 200°C í 30-40 mín eða þar til þetta er orðið heitt í gegn. Borið fram með hrísgrjónum, salati og heilum sveppum úr dós. Verði ykkur að góðu! GUÐMUNDUR VALTYSSON Vísnaþáttur 478 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Jói í Stapa sem á fyrstu vísuna að þessu sinni. Er hún gerð sumarið 2006, er hann var staddur inn á Kaffi Viðvík á Skagaströnd: Horfi ég út á hafsins svið hugann til að ncera. Gaman er að vaka við víkina silfurtœra. Tvær vísu koma hér eftir Jóa, ortar á sömu slóðum: Signa landið sólinfœr sundrast skýjagráminn, hugi alla hrifiðfcer Húnafióabláminn. Þó að byrgi þokan grá þá máfegurð dreyma, meðan ögn af æskuþrá öldnu hjörtun geyma. Kristján Eiríksson er höfundur að næstu vísum og munu þær ortar norður í Fnjóskadal: Virðist hér við vatnið bláa varla tjaldandi, og Illugastaða ilman trjáa ofnæmisvaldandi. Uni ég við öldunið og ómfrá litidum glöðum. Fögur blasafiöllin við fólki á Brettingsstöðum. Húnvetningurinn Sigrún Haraldsdóttir mun hafa ort svo, stödd í Þýskalandi: Við hliðargluggann teinótt trén tryllt í burtu ana, er Golfinn ég til þrautarþen á þýskum autobana. Hér er völlur grasi gróinn garðar standa í blóma. Þó held ég blái Húnaflóinn hafi meiri Ijóma. Tvær vísur koma hér í viðbót eftir Sigrúnu: Öldufaldur togar tœr tindrar sjávargljái. Haraldsdóttur heillaðfær Húnaflóinn blái. Heimsins er ég glefsur grœt oggusur kaldra sjóa. Þá hugsun rnína lágt ég læt líða um Húnaflóa. Hólmfríður Bjartmarsdóttir er höfundur að næstu vísum: Húmar að og hœgir vind heiðalóa syngur. Unir sér í einni lind allur fiallahringur. Yfir hafifuglafiöld fremur skraf og hljóma. Um sóluvafið sumarkvöld sólarstafir Ijóma. Ein vísa kemur hér í viðbót effir Hólmfríði. Er hún gerð er hinar sögufrægu óskir íslendinga komu fram vegna svokallaðrar Kyotobókunar: Margt erþað sem miðurfer magn vill landinn hljóta. Islendingar óska sér umfram drullukvóta. Þá er til þess að taka, að í síðasta þætti birtust noklcrar vísur eftir Önnu Sveinsdóttur, áður húsfreyja á Varmalandi í Skagafirði. Smávægilegt stafabrengl varð í þriðju vísunni og er sjálfsagt að leiðrétta það: Sína illaýmsirgá æskuvillu að muna. Er þeir tryllast afað sjá ungdómsspillinguna. Hálfdán Bjarnason, kenndur við Bjarghús mun hafa ort þessa: Hýrnar bráin höldum á hugsaðfá til veiði. Kynlegþrá að kasta og ná kannske smáu seiði. Ekki hefur Hálfdán verið feiminn við hringhendurnar, eftir næstu visu hans að dæma: Oft er dreymin innsta þrá afþví gleymist skuggi. Stakan sveimar ofaná andans heimabruggi. Ein vísa i viðbót eftir þennan ágæta hagyrðing: Allt þó vaði í villu og reyk von skal maður spara, þreytum glaðir lukkuleik lífsins svaðilfara. Guðmundur Ketilsson, kenndur við Ulugastaði, var kunnur hagyrðingur á sinni tíð. Hefur mér þótt þessi vísa hans vel kunnugleg um eitthvert áratuga skeið. Kannast trúlega margir við hana: Þegar nafn mitt eftir á allra þögn erfalið. Illugastaðasteinar þá standið upp og talið. Þá minnir mig að þessi ágæta hringhenda sé eftir Guðmund: Dönsku fljóðin drambmáluð deyfa þjóðarhaginn. Nú er úr móð að nefna Guð netna góðan daginn. Ekki vond tilhugsun að enda með annarri hringhendu effir Guðmund: Andann Ijóða burt ég bý brjóstið óðum dofnar. Förlast móðurmálið því minniðgóða sofnar. Verið þar mcð sœl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.