Feykir


Feykir - 08.01.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 08.01.2009, Blaðsíða 3
01/2009 Feykir 3 Úrsmiðir í 100 ár Árið 1909 stofnaði J. Frank Michelsen úrsmíðameistari fyrirtækið F. Michelsen úr & gullsmíði á Sauðárkróki. Einn sona hans, Franch Michelsen úrsmiðameistari, lærði úrsmíði hjá föður sínum og fór til Kaupmannahafnar í frekara úrsmíðanám árið 1937. Að námi loknu starfaði hann hjá Carl Jonsén, konunglegum hirðúrsmið í Kaupmannahöfn, þar sem hann m.a. gerði við úr Alexandrinu Danadrottningar og bauðst að verða útnefndur konunglegur hirðúrsmiður. Franch sneri heim til Islands árið 1940, opnaði aðra Michelsen úrsmíðavinnustofu og verslun í Reykjavík og skapaði sér fljótt nafn sem vandvirkur og traustur úrsmiður. Á næstu fjórum áratugum kenndi Franch tólf íslendingum úrsmíðafagið, þar á meðal syni sínum, Frank Úlfari Michelsen úrsmíðameistara, sem er núverandi eigandi fyrirtækisins. Frank Ú. fór árið 1978 til náms til WOSTEP, heimsþekkts úrsmíðaskóla í Sviss, fyrstur (slendinga. Frank Ú. hefur haldið áfram á þeirri braut sem faðir hans vann markvisst að, að vera traustur og fagmannlegur úrsmiður. Sonur Franks Ú„ Róbert F. Michelsen, lærði úrsmíði fyrst hjá föður sínum og hóf síðan nám i WOSTEP í Sviss þar sem hann mun útskrifast á 100 ára afmæli Michelsen úrsmiðanna og hefur þá lært öll réttu handbrögðin í þessari fíngerðu og nákvæmu iðn. Það er því Ijóst að saga Michelsen úrsmiðanna er langt í frá lokið og svo lengi sem Michelsen úrsmiðirnir eru til staðar, munu íslendingar hafa tök á að fylgjast með tímanum. Á þessum 100 árum hafa Michelsen úrsmiðirnir selt og þjónustað mörg af þekktustu úramerkjum heims, með Rolex þar fremst í flokki. Þeim hefur verið treyst fyrir þjónustu á afar vönduðum úrum hvaðanæva að úr heiminum og orðspor þeirra hefur farið víða. J.Frank Michelsen Franch Michelsen Frank Ú.Michelsen Róbert F.Michelsen ííl MICHELSEN Ú KSMIDIK I 11)0 ÁK Laugavegur 15 - 101 Rcykjavik - 511 1900 - www.sviss.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.