Feykir


Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 03/2009 Norðvestlendingar ársins 2008 Harðfiskurinn hans Bangsa þykir bestur en hann er með þurrkhjail við Selasetrið. Stella í Gröf og Sigrún á bókasafinu er miklar vinkonur Bangsa. Bangsi segir að nú sé hann í annað sinn á ævinni orðinn barn á bryggjunni en þar dvelur hann og hefur alla tíða dvalið löngum stundum. Björn Þ. Sigurósson Bangsi Hæverskur þúsundþjalasmióur Björn Þ. Sigurðsson eóa Bangsi eins og hann er kallaóur var ásamt Stefáni Vagni Stefánssyni kjörinn maöur ársins á Noróurlandi vestra. Bangsi er hvers manns hugljúfi og eftir aó hafa eytt meö honum dagparti er blaóamaóur á því aó maöur eins og Bangsi þyrfti aó vera til í hverri götu á íslandi. -Vitleysa er þetta, tautar Bangsi þegar blaðamaður hringir í hann og tilkynnir honum um úrslitin í keppninni um mann ársins. Við komum okkur saman um að hittast á mánudagsmorgni á Hvammstanga og Bangsi biður mig að koma á bókasafnið, ber þvi að við það sé drasl heima hjá sér. Ég hringi síðan aftur þegar ég nálgast Hvammstanga og segi að ég sé að koma. Bangsi er þá staddur í Kaupfélaginu en þangað fer hann á hverjum morgin hittir félagana og þeir leysa heimsmálin. Bangsi vill reyndar meina að mikill tími fari í að ræða ferðir til Kanaríeyja, eitthvað sem hann hafi ekki áhuga á. Þegar við hittumst tekur á móti mér glaðlegur eldri maður með góðlegt, gott ef ekki líka örlítið prakkaralegt blik í augum. Ég er ekki hissa á því að þessi maður hafi hlotið góða kosningu. Eftir að hafa spjallað um daginn og veginn örlitla stund komum við okkur fyrir úti í horni á bókasafninu og ég spyr Bangsa hver hann sé. -Ég er einn af þessum gömlu skrítnu mönnum sem eru orðnir fáir, útskýrir Bangsi. -Ég hef búið hér á þessari þúfu allt mitt líf og verið svolítið að dútla við veiðiskap, unnið þó nokkuð mikið við múrverk og síðan í rækjuvinnslunni, bætir hann við og ég næ að daga upp úr honum að aldurinn telji 73 ár. Vinirnir um Bangsa Maðurinn er hægverskur og sem betur fer eru vinir hans allt í kring og Karl í Forsvari laumar að þeirri sögu að hér á árum áður hafi Bangsi ætíð haldið veglega upp á afmælið sitt. -Hannáafmæliþann 18.febrúar og daginn þá var glatt á hjalla. Að deginum bauð Bangsi börnunum hér á Hvammstanga í veislu þar sem boðið var upp á harðfisk, gos og fleira góðgæti en um kvöldið kom fullorðna fólkið og þá jókst nú fjörið. Ég man eftir að hafa dansað niður úr sokkaleistunum í afmæli hjá Bangsa. En meginreglan var sú að þegar karlarnir færu að syngja þá væri tímabært fyrir börnin að fara heim, rifjar Karl upp. Sigríður, vinkona hans safnstjóri bætir við. -Bangsi er mikill barnavinur, hann kemur hér ætíð á öskudaginn. Er þá búinn að verka harðfisk og síðan syngja börnin fyrir Bangsa og fá harðfisk í staðinn. Ég man sérstaklega eftir einu barni sem talaði um að enginn fiskur væri jafn góður og Bangsafiskur. Stella í Gröf segir frá því að Húsmæðurnar á Vatnsnesi hreinlega gætu ekki án hans Bangsa verið. Fyrir þær herði hann fisk, verki signa grásleppu og hákarl auk þess að aðstoða við reykingu og fleira. Það er í raun sama við hvern talað er á Hvammstanga og í nágrenni allir hafa sömu sögu að segja. Sjálfur er Bangsi hægverskan uppmáluð. Ég spyr hann hvernig hann eyði deginum eftir að hann hætti að vinna. -Það eru nú í nokkuð föstum skorðum. Ég byrja alltaf á því að fara í Kaupfélagið að hitta kallana þar og síðan kem ég hingað á bókasafnið og er hér fram að hádegi, að skoða blöðin og ræða við fólk. Síðan skrepp ég oftar en ekki eftir hádegið upp í Hvamm hér ofan við bæinn. Síðan er ég að herða fisk og verka hákarl en mér áskotnaðist í haust 600 kílóa hákarl en úr honum fæ ég um 60 kíló af verkuðum hákarli, segir Bangsi. Hann bætir því við að hann láti aldrei frá sér hákarl nema kæsing hans sé vel heppnuð. -Ég smakka alltaf á hákarlinum og ef hann er ekki góður læt ég hann ekki sjást, segir Bangsi. Greinilega engin tilviljun hversu vel er látið af Bangsafisknum eins og afurðir hans eru kallaðar. Ert þú sjálfur eitthvað að fara á sjó? -Já, ég geri svolítið af því yfir sumartímann, svarar Bangsi en Sigríður hafði áður laumað því að mér að Bangsi væri duglegur við aðfæra vinum ogkunningjum í soðið. Verslunin sjálf var safn Annað er það verk sem Bangsi hefur komið að en það er versl- unarminjasafnið á Hvamms- tanga en safnið er að stórum hluta byggt upp af munum úr verslun Sigurðar Davíðssonar, föður Bangsa sem var versl- unarmaður á Hvammstanga í yfir 50 ár. Bangsi segir að mikið hafi verið til að fallegum munum þegar versluninni var lokað og

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.