Feykir


Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 5
04/2009 Feykir 5 Húnaþing Lárus Ægir maður ársins síst erfiðir fyrir börn, sem eru í langri dagvist. Að byggja leikskóla á svæði þar sem Sauðárkróksland er lægst yfir sjó á bilinu 0,5-lm er með fádæmum. Að komast niður á fast og byggja upp grunn undir skólann er a.m.k. 7 metra þykk undirstaða til að fá gólfkóta um 5,20m sem er sami gólfkóti og í „Hvíta húsinu“ Sauðármýri 3 og tryggja frárennsli frá svæðinu. Að öðrum kosti þarf dýra dælingu. Hvað mun gerast á þessu svæði efyfirborð sjávar hækkar um c.a. 80 cm á þessari öld svo vitnað sé til heimilda frá Bandaríkjunum. Það verður erfitt um byggð á gömlu Mölunum á Króknum hvað þá heldur í Sauðármýrum. Leikskóli í Hlíðarhverfi verður a.m.k. utan áhættusvæða og það hlýtur að vera mikils virði. Kostnaður leikskóla í Sauðármýrum Þegar KS sagði sig frá byggingu leikskólans á liðnu ári sem mér fannst fagnaðarefni var áætlaður byggingakostnaður um 450 milljónir króna að sagt var. Fróðir menn segja að nú sé kostnaðurinn a.m.k. 600 milljónir króna (byggingavísitala hefur hækkað um 30%) það er því hægt að leysa leikskólamál fýrir 400 milljónum lægra fé með þvi að stækka Furukot. Lækka tekjur sveitarfélagsins? Heyrst hefur að tekjur sveitarfélagsins lækki á þessu ári um a.m.k. 100 - 200 milljónir króna. Kreppan segir til sín. Engin fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 hefur verið afgreidd. Hvaða heimild er fyrir framkvæmdum í Sauðármýrum sem greint er frá í Feyki 22. janúar á forsíðu blaðsins. Gjarnan vil ég spyrja sveitarstjórnina hverjar séu áætlaðar rekstrartekjur ársins í ár. Áætluð rekstrargjöld. Hver sé rekstrarafgangur. Áætlaðar lántökur og vaxtabyrði og hverjar eru heildar skuldir sveitarfélagsins. Ég álít það megin verkefni næstu misseri hjá sveitarstjórn þar til betri tímar ganga í garð að lækka kostnað yfirstjórnar og hagræða og eftir fóngum að fólk haldi vinnu sinni. Gæta verður hófs í fjárfestingum um sinn svo sem frekast verður við komið. Það er erfitt að stjórna er kreppir að. Mikilvægt er að breið samstaða sé í Lesendur Húnahornsins hafa valið Lárus Ægi Guðmundsson á Skagaströnd mann ársins 2008 f Húnaþingi. Lárus Ægir fékk yfirburða kosningu í valinu eða rúmlega 80% atkvæða. Lárus Ægir stofnaði á síðasta ári styrktarsjóð til eflingar menningar- og listalífi á Skagaströnd og Skagabyggð. Sjóðnum er einnig ætlað að greiða styrki til þeirra sem verða fyrir slysum eða alvarlegum veikindum og þarfnast aðstoðar. Stofnfé sjóðsins eru 50 milljónir króna og áætlað að styrkir úr honum geti numið allt að 5 milljónum á ári. Lárus Ægir er borinn og barnfæddur á Skagaströnd og liggja rætur hans þar sem hefur hann starfað mestan hluta ævi sinnar. Af þeim verkefnum sem hann hefur unnið að má nefna þessi: • Sveitarstjóri á Skagaströnd frá árinu 1972 til 1984. ■ Framkvœmdastjóri frystihússins Hólanessfrá 1984 til 1994. sveitarstjórn um markmið og leiðir. “Hugmyndir og hugleiðing um breytingu á deiliskipulagi. ” Ég vil gjarnan vísa til greinar í Feyki 2. ágúst 2007 þar sem ég kom á framfæri hugmynd um Sauðá og Sauðártjörn í „Sauðármýrarreitnum1. Enn- fremur var hugleiðing um breytingar á deiliskipulagi. Mynd fylgdi með að svæði nýrrar „Sauðártjarnar“ og nýrra Flæða. Mér hefur borist til eyrna að nákvæmlega ekkert hafi verið gert við framkomnum hugmyndum mínum um skipulag í Sauðármýrum. Menn hafi einfaldlega sett undir sig hausinn líkt og heilbrigðisráðherra gerði gagnvart sjúkrahúsinu nýlega og öll rökin send út í veður og • Stofnandi og eigandi fiskmarkaðarins Örva á Skagaströnd, framkvœmdastjóri hansfrá 1994 til 2007. Lárus Ægir hefur sinnt fjölmörgum málum sem til framfara hafa horft á Skagaströnd. Hann keypti meðal annars í félagi við aðra gamla kaupfélagshúsið og gerði það upp. Húsið hefur að hluta til þegar verið tekið í notkun og í því eru skrifstofur Menningarráðs Norðurlands vestra og BioPol ehf. Hann átti líka þátt í að kaupa húsið sem áður var frystihúsið Hólanes en til stendur að breyta því og finna hentuga starfsemi fyrir það. Húnahornið óskar Lárusi Ægi til hamingju með þessa viðurkenningu. Þetta er í fjórða sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins í Húnaþingi. Menn ársins síðustu ár eru þessir: 2007 Rúnar Þór Njálsson 2006 Lárus B. Jónsson 2005 Lárus B. Jónsson vind. Ég held að engir fundir og opinber umræða hafi farið fram um Sauðármýrarreitinn og ekkert staðfest deiliskipulag sé í gildi. Er ekki mál til komið að opinber umræða fari fram. Enn má koma í veg fyrir fjárhagslegt stórslys í Sauðármýrunum.Þaðeraugljóst að margir sveitarstjórnarmenn utan Sauðárkróks hafi ekki náð að tileinka sér þann takt sem nauðsynlegur er eðlilegri framvindu í stærsta þéttbýlinu í Skagafirði. Það er augljós deyfð sem fylgir þessum fúlltrúum. Lögum og reglum gefið langt nef. Annmarkar sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði fyrir 10 árum eru sífellt að koma betur í ljós. Undirritaður sat í bœjarstjóm Sauðárkróks 1978-1990 Hörður Ingimarsson MITT LIÐ Albert og Arsenal Nafn: Björn Björnsson. Heimili: Öldustígur 4 Sauðár- króki. Starf: Fyrrverandi skólastjóri. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Mitt lið er Arsenal. Ekki alls fyrir löngu fór ég að velta því fyn'r mér af hverju, því að þessi fylgni við liðið nær allt aftur til þess tíma þegar varla nokkur lifandi maður ræddi um enska knattspyrnu, hvað þá að fréttir af henni bærust fyrr en nokkurra vikna gamlar, og ég komst helst að þeirri niðurstöðu, að um miðja síðustu öld var eini íslenski atvinnumaðurinn í boltanum Albert Guðmundsson. Þá bárust svona nokkuð reglulega í Mogganum og Tímanum, önnur blöð sá ég nú ekki, fréttir af “Hvítu perlunni” sem væri líklega besti knattspyrnu- maðurinn ÍEvrópu, ogsvo þegar Arsenal fékk Albert lánaðan, sem fyrrverandi leikmann, f keppnisferð b'l Suður Ameriku, sem var mikil frægðarför og frá hennisagtseintogumsíðir, þá festist þetta einhvernvegin, og síðan hefur sem sagt Arsenal verið mitt lið. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Nei, en það er nú auðvitað fyrst og fremst vegna þess hversu umburðarlyndur ég er. Þess vegna ræði ég miklu heldur um veðrið við Bjarka Má, ef Liverpool tapar leik. Hver er uppáhaldsleikmað- urinn fyrr og síðar? -1 Arsenal liðinu hafa löngum verið frábærir leikmenn, en í fljótu bragði kemurfyrstupp íhugann Thierry Henry, sem, þegar hann var upp á sitt besta, var nákvæmlega ekkert annað en galdramaður með boltann, nú varnarjaxlinn Sol Campbell var líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei, mér finnst miklu betra að sjá þetta bara úr sófanum heldur en sitja kannski í mígandi rigningu eina tvöhundruð metra frá vellinum og þurfa svo ef til vill ofan í kaupið að vera með bandvitlausa áhangendurand- stæðingsins nálægt sér. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Nei. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Ég reyni lítið til þeirra hluta, því að ég trúi því að einhvern tíma komi að því að augun opnist og þá sjá náttúrlega allir hverjir eru bestir. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Nei, og beinlínis aldrei hvarflað að mér að gera það. Uppáhalds málsháttur? Betra ergottskot, en varin vítaspyrna. (Mig minnir að þessi sé úr málsháttarsafni Gubba)

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.