Feykir


Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 11
04/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Margrét og Vésteinn kokka Áströlsk bomba meö heitri sósu Margrét Sigurðardóttir dýralæknir og Vésteinn Vésteins- son rafeinda- og mjólkurróbótavirki íVarmahlíð, bjóða lesendum Feykis upp á dýrindis uppskriftir. Þau skora á Sigfríði Halldórsdóttur og Kára Gunnarsson í Varmahlíð að koma með næstu uppskriftir. FORRETTUR EÐA LÉTT MÁLTÍÐ Kjúklingasalat Rifinn kjúklingur-kaldur Gúrka Tómatar Jarðarber Vínber Blaðlaukur Paprika Klettasalat Ristaðar hnetur Góður kostur salat Dressing 3 msk. ólívuolía-extra virgin 1-2 rifnir hvítlauksgeirar Balsamik edik-lítið Síróp -Steeves Maples Feta ostur 1 tsk. Dion sinnep Salt, pipar Hlutföllin í salatið fer eftir smekk hvers og eins. Efni í dressingu blandað í skál og hellt yfir rétt áður en salatið er borið fram. AÐALRÉTTUR Sjávarréttarpanna með banönum og mangÓ. (Fyrir4) 200gr. hörpudiskur Smjör til steikingar Salt ogpipar 1 sellerístöngull 1 stórgulrót 1 laukur Matarolía 1 tsk. karrý 2 tsk. Mangó-mauk 3 dl. kjúklingasoð 2 vel þroskaðir bananar 1 tsk.fersk, rifm engiferrót eða engiferkrydd 2 dl. rjómi 250gr. rœkjur Snöggsteikið hörpudiskinn í smjöri og kryddið með salti og pipar. Takið af pönnunni. Skerið sellerí og gulrót í bita og saxið laukinn. Hitið matarolíuna á pönnu og stráið karríi út á og léttsteikið grænmetið í olíunni. Bætið mangó-maukinu, kjúklingasoðinu, sneiddum banönum og engifer út í og látið krauma í 15-20 mínútum. Bætið rjómanum saman við og bragðbætið með salti og pipar. Setjið steikta hörpudiskinn og rækjurnar út í rétt áður en rétturinn er borinn fram, hitið en sjóðið ekki. Berið fram með hrísgrjónum, mangó-mauki og sellerí. Hægt er að setja epli í stað sellerís, bragðast mjög vel. Og svo er hægt að bæta í uppskriítina öðru fiskmeti ef fólk vilL EFTIRRÉTTUR Áströlsk bomba með heitri sósu 250 gr. döðlur 1 ‘á tsk. natron 180 gr. mjúkt smjör 7 ‘á msk. sykur 3 egg 4 'á dl. hveiti 1 tsk. vanilludropar 2 tsk. lyftiduft Döðlurnar settar í pott og vatni bætt út í, látið rétt fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið undir og látið standa í 3 mínútur. Stráið natroni yfir, látið kólna. Smjör og sykur hrært saman og eggjunum síðan bætt út í einu og einu í senn. Síðan er þurrefnunum blandað saman við ásamt vanilludropum. Og að lokum er döðlunum bætt saman við deigið ásamt hluta af soðinu (það á að vera frekar þunnt). Sett í hringlaga form og bakað við 180° í 40-60 mínútur. Karamellusósa: 120 gr. smjör 115 gr. púðursykur 'á tsk. vanillusykur 2 'á dl. rjómi Soðið í 3 mínútur. Kakan er borin fram með þeyttum rjóma og heitri karamellusósunni. Verði ykkur að góðul ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 491 Heilir og sælir lesendur góðir. Illa fór fyrsta vísa síðasta þáttar í prentverkinu, sem ég tel að sé eftir Baldvin Halldórsson. Ekki annað hægt en að birta hana aftur: Dómarfalla eilífð í öld þó spjalli minna. Gœta allir œttu því eigin galla sinna. Þriðja vísa þáttarins þarf einnig að lagast: Hafís, eldgos, óþurrkar aflabrestur og landsskjálftar. Slxm þótt tíðum sviptifrón sundrung vekur meira tjón. Þá er einnig nauðsynlegt að geta þess að smávegis stafavillur eru á vísu Sigurðar á Efri - Þverá. í fyrri vísu hans á ekki að vera í annarri hendingu orðið bakkað, heldur bakað. Leitað hefur verið til þáttarins með upplýsingar um höfúnd að eftirfarandi erindum, sem eru fallega ort og trúlega gerð við andlát samferðamanns. Kann ég þessi erindi, en get ekki á þessari stundu munað hver höfundur er. Bið því lesendur að miðla til þáttarins, ef þeir vita betur: Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mœtar vakna. Margar úrgleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggiféll á brá. Lifir þó Ijósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þóféllifrá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum firó. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við eigleyma. Sofðu í sœlli ró. Kannske er gaman fyrir þá sem yngri eru, að riíjuð sé upp þessi kunna vísa Þórðar Magnússonar bónda á Strjúgi: Við skulum ekki hafa hátt hér er margt að ugga. éghefheyrt í alla nátt andardrátt á glugga. Ekki veit ég hver hefur ort næstu vísu, en sá hefur haft auga fyrir fegurð glæsilegra kvenna. Mun hún ort þegar Hildur og Árni á Geitaskarði giftu sig: Hildur gagntók huga minn á hana ég lengi starði. Ú að ég vœri uppnuminn Árni á Geitaskarði. Hef reyndar heyrt aðra útgáfu af fyrstu hendingunni: Hildur vakti huga minn - Ef lesendur kannast við vísuna, væri gaman að heyra frá þeim hvort er réttara. Vel passar á vetrartímanum að riíja næst upp þessa vetrarvísu Ágústs Guðbrandssonar: Eykst nú fiúkið austra hjá ílir mjúkum salla. Ljósan dúk hann leggur á landsins hnjúka alla. Alltaf hressir undirritaðan að rifja upp þessar snjöllu hringhendur eftir Ágúst. Næst er þessi: Ekkert sefast kólga kífs kelur án efa vangi. Tapað hefég tafii Ifs tómið vef ífangi. Ekki minnkar snilld hagyrðingsins í þessari hávetrarvísu: Ekki er los á kulda klóm kalt er í rosans anda. Grösin, mosi oggulleyg blóm gegnumfrosin standa. Að lokum þessi bjartsýnisvísa eftir Ágúst: Eitthvað glœðir innra líf út þó blœði vonum. Ég kveð bœði um vor og víf í vetrar nœðingonum. Það mun hafa verið veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson sem orti þessa: Himnasetra skrúði skín skýin letrið gylla. Fer í betri fótin sín fógur vetrarstilla. í blíðviðri á Góu mun Páll hafa ort þessa: Vakin af dvala viðkvœm strá víða um balann grœna. Suður dalinn döpur á dagatalið mœna. Það er Sigríður Höskuldsdóttir á Kagaðarhóli sem yrkir svo: Aftanroðinn yfir sveit arma Ijósa teygir. Gefurfiógurfyrirheit framtíð bjarta segir. Önnur er hér eftir Sigríði: Lífs þá gjafir Ijóst skal meta lánið stœrsta ef ég skil. Hvað það er þó gott að geta gengið frískur vinnu til. Freistumst til að hugsa til vorsins og endum með þessari ágætu vísu Sigríðar. Nú lífgrös og laukar skarta. Lofgjörð því vori syng. Ég ann þér af einlœgu hjarta Agœta Húnaþing. Verið þar með sœl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.