Feykir


Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 06/2009 Leiðrétting____________ Hafa skal það er sannara reynist Undirrituö viija koma eftirfarandi leiöréttingu á framfæri vegna greinar Hjalta Pálssonar Þnr heiöursfélagar hjá Sögufélagi Skagfirðinga sem birtist í 4. tölublaði Feykis þann 29. janúar 2009: Hjalti segir í grein sinni: „Ritnefnd bókarinnar síðustu þrjá áratugina eða rúmlega það, hafa síðan skipað Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson, Sigurjón Páll ísaksson og Sölvi Sveinsson“. Hann segir einnig: „Ög- mundur Helgason kom til liðs við þá félaga með útgáfu 6. heftis ...” Þar á hann við þá Hannes Pétursson, Kristmund Bjarnason og Sigurjón Björnsson en Ögmundur gaf 6. heftið út ásamt þeim. Um frekari störf Ögmundar við útgáf- una getur Hjalti ekki. Hið rétta er að Ögmundur tók síðan við sem ritstjóri Skagfirðingabókar. Hann sá um útgáfu bóka nr. 7-12 sem komu út á árunum 1975-1983 en þá lét hann af starfi ritstjóra. Aðrir í ritstjórn Skagfirðingabókar á þessum árum voru Sölvi Sveinsson, Hjalti Pálsson og Gísli Magnússon. Sigurjón Páll Isaksson bættist við sem fjórði maður í ritstjórn þegar Ögmundur lét af starfi sínu. Með þökkfyrir birtinguna, Helga Ögmundardóttir Ólafur Ögmundarson Sigurjón Þórðarson bloggar____ Landsþing Frjálslynda flokksins og Hermundur Sigurjón Þórðarson ritaði á bloggsíðu sinni í gær færslu þar sem hann fjallar um fyrirhugað Landsþing Frjálslyndaflokksins sem haida á í Stykkishólmi 13 - 14 mars. Þótti honum dagsetningin föstudagurinn 13/3 afleit og hafði því samband við Hermund Rósinkranz talnaspeking. I bloggfærslu Sigurjóns segir; - Það sem ég hafði mestar áhyggjur af vegna landsþingsins var dagsetn- ingin, þ.e. að hefja það föstudaginn þrettánda þriðja. Þess vegna tók ég upp símann og sló áþráðinn til Hermundar Rósinkranz og lýsti áhyggjum mínum. Hermundur huggaði mig með því að dagsetningin væri ekki slæm og gæti verið góð til umskipta og mikilla breytinga. Hermundur hefur oftar en ekki reynst sannspár um framvindu mála. Mér kæmi því ekki á óvart þótt það yrðu mikil umskipti og meiri slagkraftur í framhaldi af þinginu. Leiðrétting__________ Vegna Búhölda Vísa sem fylgdi frétt frá 10 ára afmælisveislu Búhölda í sfðasta blaði brenglaðist eitthvað f meðförum blaðsins og úr varð ein sem átti að vera tvær. Vildi Pálmi Jónsson höfundur vísnanna fá leið- réttingu á vitleysunni með eftirfarandi vísu: Stuðlaröstum steytist á stafa bryðja. Leiðréttingu litla má Ijúft um biðja. Vísurnar sem áttu að fylgja eru réttar svona: Er við lítum yfir svið ýmsum þykir gaman hvað Búhöldarnir basla við að berja húsin saman. Verðbólgan lítt gefur grið glöggt nú að við hyggjum að hér skapist einhver bið á að meira byggjum. Sigtryggur Jón Björnsson skrifar_ Nokkur orð um vmneyslu Gerjaðir drykkir hafa verið til í þúsundir ára. Þó að við vitum ekki við hvaða aðstæður þeir uppgötvuðust er líklegt að þeir hafi verið þekktir fyrir b'ma akuryrkju. Fornþjóðir Austur- og Miðausturlanda þekktu allmörg efni, sem hægt var að gerja. Það virðist sem hunang hafi verið fyrsta hráefnið, sem notað var til að gera drykkjarhæft alkóhól. Allar þjóðir vestursins og gamla heimsins þekktu hunangsmjöð. Áður en sögur hófúst höfðu þjóðir við vestanvert Miðjarðarhaf döðlur, korn, vínber og marga aðra ávexti til umráða. Egypskar heimildir herma að nokkrir alkóhóldrykkir hafi verið þekktir þar og veggmyndir í grafhýsum sýna drukkið fólk. Áritanir frá Ugarit og Súmer benda til hófleysis í drykkju. Eiming alkóhóls hefst En þó að neysla gerj aðar drykkj a hafi lengi tíðkast er það ekki fyrr en á níundu eða tíundu öld e. Kr. sem Serkir urðu fyrstir manna til að framleiða hreint alkóhól, að talið er, og gáfú því þetta nafn. Orðið merkir fínt dökkt duff, sem konur Serkja notuðu til að strika línur í andlit sér til að auka sér fegurð og þar sem menn töldu sig taka eftir því að þeir sem drukku alkóhól yrðu unglegir og ijörugir fannst þeim eðlilegt að nefna drykkinn eftir dufti þessu. Því fór þó fjarri að menn drykkju alkóhól á þessum fýrstu árum eftir að það kom til sögunnar en það var notað við athuganir á náttúrunni og seinna til lækninga. Engum datt í hug, á þeim tíma, að eitur þetta yrði nokkurn tímann haft til drykkjar enda leið langur tími áður en það gerðist. Efni þetta var lengi vel mjög fágætt þvi að um langan aldur kunnu Serkir einir að framleiða það. Serkland mun hafa verið þar sem nú er Marokkó og Alsír. Smám saman fóru menn, æ meir, að nýta alkóhól til lækninga og uppgötvuðu í leiðinni að gott væri einnig að dreypa á þvi sér til hressingar. Maður er nefndur Arnold de Villa, sem fyrstur mælti með þvi að nota efnið tO lækninga og lærisveinn hans, Remundur Lullus, tók við afhonum. Menn þessir voru uppi á 13. öld, voru merkir læknar og þar af leiddi að menn tóku tillit til skoðana þeirra. Þá töldu þeir að einnig mætti nota alkóhól til að fyrirbyggja sjúkdóma. Að þessari niðurstöðu fenginni fóru menn að kalla alkóhólið ákavíti eða lífsins vatn þvi menn töldu að það myndi einnig lengja líf manna. Skoðun þessi breiddist smátt og smátt út um Evrópu og afleiðingin varð sú að ofdrykkja fór vaxandi í þessum löndum. Snemma á átjándu öld var ofdrykkja í Bretlandi orðin svo mikil að veitingamenn auglýstu: „Hjá mér má drekka sig fullan fyrir hálfan fjórða skilding og dauðadrukkinn fyrir sjö og fá þó í kaupbæti hálm til að liggja á þangað til af manni er rokið." Þróun drykkju varð svipuð í öðrum löndum og lítið sem ekkert var gert til að draga úr henni fyrr en á nítjándu öld, þegar mönnum þótti í algjört óefni komið. Stofnun bindindisfélaga Það urðu Bretar í Vesturheimi, sem fýrstir spyrntu við fæti gegn vágesti þessum. Þeir sáu að erfitt myndi verða fyrir þjóðina að halda frelsi sínu og reisn með Bakkus sér við hlið. Fyrst stofnuðu menn félag í Boston árið 1813, sem hafði það á stefnuskrá sinni að hvetja til hófsemi í neyslu áfengra drykkja. En mönnum gekk illa að feta hinn mjóa veg hófdrykkjunnar og hinir vitrari menn sáu að ekki mætti við svo búið standa. Þeir héldu þvi fúnd í Boston árið 1826 og samþykktu að þeir skyldu ekki bergja á neinum áfengum drykk, nema til lækninga að ráði lækna. Félagið var nefnt Bindindisfélag Vest- urheimsmanna. Félag þetta vann svo ötullega að bindindis-málum að við árslok árið 1828 höfðu verið stofnuð 222 bindindisfélög í Bandaríkjunum og ári seinna voru þau orðin eitt þúsund að tölu. Árið 1829 fóru Bretar og írar að stofna bindindisfélög og Svíar ári seinna. Áhrifa Bandaríkjamanna gætti mjög í Evrópu til eflingar bindindis og heima fyrir varð þeim vel ágengt. Bindindismönnum fjölgaði í Bandaríkjunum, framleiðsla víns dróst saman, vínsölum og drykkjumönnum fækkaði og almenn velmegun og siðgæði þróaðist til betri vegar. Árið 1831 voru stofnuð bindindisfélög hermanna í Bandaríkjunum og innan fárra ára voru allir hermenn þar orðnir bindindismenn. Eins og menn þekkja festi þessi hreyfing rætur hér á landi fyrir og eftir aldamótin 1900 og tóku ungmennafélögin hana upp á arma sína með góðum árangri og bindindisfélög voru stofnuð víða um land. Þessa starfs sér nú lítinn stað og er full ástæða til að spyrja hvert stefni í málum þessum hér á landi sem annars staðar. Æ fleiri ungmenni verða nú Bakkusi að bráð og önnur skaddast það mikið að þau bera þess aldrei bætur. Lokaorð Er ekki kominn tími til að huga afúir að þessum málum, stofna og endureisa bindindisfélög og efla þannig bindindisstarf meðal þjóðarinnar, henni og afkomendum hennar til gæfú og farsældar? Hvað segir ráðherra heilbrigðismála á ísland um þessi mál? Heimildir: Fjölnir. Ársrit handa íslendingum. Kaupmannahöfn 1844. Um bindindisfélög bls. 32 - 71. www.hoboes.com/html/Politics/ Prohibition/Notes/ www. mmedia. is/%7Ehelenar/umfang. html Sigtryggur Jón Björnsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.