Feykir


Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 6
6 Feyklr 06/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Kristján er fæddur á Óslandi í Óslandshlíð en þar bjó hann fyrstu fjögur árin. -Amma dó þegar ég var tæplega eins árs þannig aó ég var afastrákur, rifjar Kristján upp. Þegar Kristján var eins árs eignaóist hann systir og þremur árum síóar flutti fjölskyldan aö Gröf á Höfóaströnd. Þar mætti Kristján fyrsta mótlæti lífs síns er Ingibjörg systir hans lést úr barkabólgu. -Þarna var hún fimm ára og ég sex. Þaö deyr enginn úr þessu í dag. Þá var nú engin áfallahjálp en fólk lét pabba og mömmu finna fyrir samúðinni, en ekki mikið talað um slíka hluti hispurslaust í þá daga. Ég hugsaði að sjálfsögðu mikið um hvernig þetta væri hjá englunum og hvort hún hefði þar eitthvað til að leika sér með. Ég tók þvi saman dótið hennar sem ég vissi að henni þótti vænst um og bað mömmu að fara með það inn í Marbæli og koma þessu til systur minnar með gömlum manni sem var mikið veikur og lá fyrir dauðanum og ég taldi að mundi eiga næstu ferð þarna upp, rifjar Kristján upp. -Eins man ég eftir því árið 1959 að það var mikið sjóslys utan við Hofsós þar sem drukknuðu þrír menn nánast upp við land. Ég man að ég áttaði mig á því að eitthvað skelfilegt hafði gerst þegar ég sá fullorðnar konur vera að gráta. Þrátt fyrir þessi áföll var æska Kristjáns mjög góð. Hann eignaðist fimm systur til viðbótar, er hver þeirra annarri fjörugri og þvi var oft kátt á hjalla en fjölskyldan hafði enn flutt sig um set og bjó nú í Ártúni rétt innan við Hofsós. -Anna Jóna fæddist reyndar í Gröf og ég man að ég grenjaði heil ósköp yfir fæðingu hennar. Mér fannst hún afskaplega ljót af því ég hafði átt von á bróður !!, segir Kristján og hlær hátt. -Þetta segi ég nú bara því hún er alltaf svo hugguleg, bætir hann við. Kristján segir að mikið hafi verð sungið á heimilinu. Þó minnist hann þess ekki sérstaklega að mamma sín hafi mikið sungið en systurnar fimm og hann sjálfur sungu með föður sínum og gengu þau öll i kirkjukórinn um leið og aldur þeirra leyfði. -Við sungum í mjólkurbílnum með pabba auk þess sem pabbi spilaði á nikkuna á böllum hér allt í kring. Eftir að hafa gengið mennta- veginn, fyrst í Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal og síðar í tvo vetur við Menntaskólann á Akureyri kom Kristján heim og tók við stöðu húsvarðar í Höfðaborg. Það var einmitt þar sem hljómsveitin Upplyfting varð til áramótin 1975 - 76. Ásamt Kristjáni skipuðu hljóm- sveitina þau Anna Jónsdóttir i Mýrarkoti, Arnbjörg Eiríksdóttir og Gísli heitinn Kristjánsson. Nafnið átti Addý. Stuttu síðar gekk Björgvin Guðmundsson í hljómsveitina ásamt Guðnýju systur Kristjáns og Anna Jóna kom síðar inn í hópinn. -Anna Jóna hætti hins vegar í Jrljóm- sveitinni eftir ball norður í Árneshreppi þar sem einn ballgesta heillaði hana upp úr skónum, rifjar Kristján hlæjandi upp. -Á tímabili vorum við fjögur í hljómsveitinni, ég og Guðný og Anna Jóna ásamt Björgvini á trommum og síðan keyrði pabbi okkur á milli staða. Þetta var á þeim árum sem byrjað var að flytja nektardans- meyjar til landsins og ég hafði það á orði að næst tækjum við mömmu með og nýttum hana í nektardansinn svona til þess að fullnýta fjölskylduna, segir Kristján og rekur upp roku. -Það hins vegar hnussaði bara í þeirri gömlu, bætir hann við. Kristín systir söng lika með hljómsveitinni, en Þórunn er með eigin hljómsveit með eiginmanni Helgu, svo allar koma þær að músfldnni, Helga lætur bara vinna verkin fyrir sig!! Fleiri Skagfirðingar komu við sögu Upplyftingar á þessum árum svo sem Ingimar Jónsson, Kristinn B. Ásmundsson, Kjart- an Erlendsson og Inga Rún Pálmadóttir svo einhverjir séu nefndir. -Við spiluðum heilmik- ið á þessum árum og vorum með einhver frumsamin lög eins og Maðurinn með hattinn og í Höfðaborg er skemmtilegt að vera, þetta voru svona stuðlög. Sungu fyrir Stefán íslandi Samhliða hljómsveitarstússi rak Kristján Höfðaborg en á þessum árum á milli 1975 -79 var mikið um að vera í húsinu. Böll allar helgar og á virkum dögum stjórnaði Kristján félagslífinu í nágrenni við Hofsós, var með spilakvöld, skákkvöld og söng- félagið Harpan hélt þar æfingar auk funda hjá félagasamtökum. -Það var mikil aðsókn á böllin hér en flestir sem komu voru frá Siglufirði enda komu Króksarar ekki mikið á Hofsós til þess að fara á böll, þeir fóru svo til allir í Miðgarð. Nú síðan var skólinn þarna á veturna með mötuneyti og leikfimikennslu og ég kenndi meira að segja leikfimi heilan vetur. Félagslífið almennt var mjög blómlegt og menn komu hingað langar leiðir til þess að mæta á Lionsfund eða grípa í spil. Með söngfélaginu Hörpu upplifði Kristján það að syngja

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.