Feykir


Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 7
06/2009 Feykir 7 OPNUVIÐTAL Feykis einsöng íyrir sjálfan Stefán íslandi en Stefán mætti á tónleika sem söngfélagið hélt í Reykjavík. -Ég var einn af þremur ein- söngvurum ásamt þeim Þorvaldi á Sleitustöðum og Pálu Páls- dóttur, ömmu hans Gunna Gests. Ég neita því ekki að það voru ófáir sem svitnuðu við til- hugsunina að syngja með þetta frægan mann í salnum. En Stefán hældi kórnum mikið af lítillæti sínu. Samhliða söng með Hörpu og spileríi með Upplyftingu kom Kristján í tvígang fram í sjónvarpi þar sem hann spilaði á misfullar brennivínsflöskur. í annað skipti spilaði hann meira að segja á flöskurnar í Stundinni okkar. -Það er nú saga á bak við þetta með flöskurnar. Þegar ég byrjaði í MA þá var Tryggvi Gíslason á sínu fyrsta ári sem skólameistari en hann er frægur templari. Ég fékk hins vegar leyfi til þess að geyma hjá mér 13 brenni- vínsflöskur því Tryggva fannst ég nýta þær til góðra verka og var því ekkert að þefa upp úr þeim, segir Kristján en samhliða því að spila á flöskurnar með annarri þá lék hann bassa á nikkuna með hinni. Upplyfting Framsóknar og Von Frjálslyndra Þegar Kristján og Ingimar Jónsson fóru í Samvinnuskólann 1979 urðu þáttaskil hjá hljómsveitinni og plötuútgáfa hófst með tilkomu nýrra með- lima þar, eins og Magnúsar Stefánssonar alþingismanns. Hljómsveitin hefur gefið út 5 plötur og nú er ein í burðarliðnum!! Vinsælasta lagið er Traustur vinur, sem er löngu orðið klassískt. Þrátt fyrir að Upplyfting hafi verðið stofnuð fyrir þessum rúmu 33 árum síðan er hljómsveitin enn vinsæl og nú á Þorranum hafa þeir spilaði hverja helgi. Vinsælustu ár hljómsveitarinnar voru þó árin á milli 1980 - 1987. Kristjáni telst svo til að eitthvað á milli 50 - 60 manns hafi spilað með hljómsveitinni frá upphafi. Síðasta stóra bafl hjá hljóm- sveitinni var á flokksþingi Framsóknarmanna. -Þeir þurftu á smá Upplyftingu að halda og ákváðu því að geyma Skagfirsku sveifluna þar til síðar. Þeir eru reyndar komnir á svo mikið flug núna að þeir fara örugglega aftur í Geira næst til að nýta sveifluna. Ég var einmitt að fíflast við Sigga Dodda í Von um daginn að Von þyrfti að spila á flokksþingi Frjálslyndra því þetta liti hálf illa út hjá þeim Frjálslyndu í dag, segir Kristján og hlær. Ég spyr Kristján hvort á þessum 33 árum með Upplyftingu hafi aldrei komið að því að hann fengi nóg? -Nei, alls ekki. Auðvitað verður maður stundum þreyttur en þegar maður hefur upplifað það einu sinni að spila fyrir fúllu húsi og hafa fúll tök á salnum þá verður ekki aftur snúið. Þarna fæ ég mína útrás, þarna og þegar ég tala við Pálma frænda minn Rögnvaldsson í síma. Þá tek ég rokur sem þekkjast út fyrir skrifstofuna, segir Kristján og hlær. -En svona án afls gríns þá er þetta ekki svo mikil spilamennska í dag og við æfum alltaf í kringum giggin og aldrei á virkum dögum. Ég fer oft suður á föstudögum og kem heim á sunnudögum en við spilum ekkert á sumrin og ekki um jól og áramót. Sparisjóóirnir komi aftur heim í héruó Við vendum okkar kvæði í kross og ég spyr Kristján út í fjár- hagslega heilsu Sparisjóðs Skagafjarðar í ólgusjó banka- hrunsins. -Það er i sjálfu sér rólegt í kringum sparisjóðinn og afkoman hjá Afli hefur verið vel viðunandi en hann er einn af fáum sparisjóðum sem eru tækir til þess að taka við 20% framlagi frá ríkinu. Hins vegar er stofn- fjáreignin sérstök þannig að ef Samkeppniseftirlitið og FME samþykkja kaup Kaupþings á Sparisjóði Mýrasýslu verður ríkið aflt í einu orðið eigandi af 88% stofnfjár. Þá er það spurningin hvort ríkið ætlar að beita sér fyrir því að fækka sparisjóðum og sölsa enn meira undir ríkisvaldið nú eða leyfa mönnum að lifa. Enda erum við að plumma okkur með því sem best gerist í dag. Það vakna því áleitnar spurningar á borð við hvort ríkið vilji jafnvel sem eigandi Kaupþings bjóða viðskiptavinum á þessu svæði að kaupa sinn hlut á nafnvirði. Það þætti mér mjög töff hjá þeim og sýna að það er ekki endilega markmið í sjálfu sér að ríkið eignist allt heldur að Spari- sjóðirnir eigi sinn tilverurétt. Þetta er eitthvað sem flestir þingmenn segjast hafa skilning á. Hvenær skýrast þessi mál? -Það gæti vel farið svo að tíminn fram að kosningum verði afdrifaríkur og við munum j afnvel horfa fram á mjög breytt landslag eftir hálft ár. Ertu bjartsýnn á að þessi hugmyndafræði fái og nái að ganga í gegn? -Já, ég er það. Það er mikill vilji hjá fólki að fá að eiga viðskipti viðfj ármálastofnun sem er róleg og áhættulítil. Fólk er búið að ganga í gegnum miklar hremmingar í gegnum banka- hrunið og hefúr í kjölfarið leitað í auknum mæli til sparisjóðanna þar sem öll innlán eru rfldstryggð og eins og hér, engin hlutabréfa- áhætta. í kastljósi DV Sjálfur segist Kristján hafa verið farinn í sínu starfi að velta þessari græðgisvæðingu fyrir sér í að- ventuhugvekju sem hann flutti í Viðvíkurkirkju árið 2007. -Græðgin var orðin miklu meiri en góðu hófi gegndi og ég skildi aldrei hvernig við með svona tiltölulega nýtt fjármálakerfi gátum stolddð inn í samfélag þjóðanna og brillerað. Verið svona mfldu sniðugri en allir hinir sem voru með þróuð hagkerfi. Kannski var þetta svartsýni á þeim tíma en maður trúði þessu aldrei. Síðan þegar farið var í það að safna innlánum hjá öðrum þjóðum þá vorum við farin að koma við þjóðernis- kennd manna. Þar fóru út- rásarvíkingar yfir strikið og sýndu oft á tíðum af sér mikinn hroka, til dæmis Dönum. Ég vissi að þetta myndi ekki ganga svona til lengdar en ég vissi bara ekld hvar endamörkin lágu. En ég man að ég hugsaði með mér að græðgin væri versta syndin, segir Kristján og allt í einu er þessi glaðlyndi maður orðinn mjög alvarlegur. Hann heldur áfram á þessum nótum; - Ég held að ég hafi kannski verið farinn að hugsa svona áður, því ég hafði sjálfur áður en ég kom hingað í Skagafjörðinn, aftur gengið i gegnum mjög erfið mál. Ég lenti i kastljósi DV þar sem vinur minn til margra ára hafði sakað mig um að hafa miflifært stóra peningauipphæð án hans vitundar og beiðni og lcrafði bankann um endurgreiðslu. Það kom síðar í ljós við réttarhöldin að þessi ágæti maður hafði samið um þessa skuld sína við bankann í tví- eða þrígang eftir að ég lauk störfum. Ég var því að sjálfsögðu sýknaður. Hins vegar var sýknudómur minn aldrei birtur í DV. Á honum höfðu þeir ekki áhuga, það selur ekld endilega vel að segja sannleikann þar á bæ!! Ég gaf desemberlaunin mín það árið til þeirra kirkna sem höfðu þjónustað mig í gegnum árin, það er Viðvíkurkirkju og Hofsósskirkju, tfl að sýna almættinu þakldæti. Ég vildi ekld gera þetta opinbert þá en í dag sé ég svolítið eftir því að því leyti að mér finnst að þessir menn sem hafa verið að græða milljarða mættu gefa veglega til samfélagsins og sýna með því auðmýkt og skilning á því að það vorum við, Þjóðin, sem gerðum þeim þetta kleift. Bjarni Ármannsson hefur sýnt auð- mýkt. Gott aó koma heim og finna friöinn Eftir að Kristjáni var sagt upp störfum hjá Kaupþingi í Borgar- nesi í ársbyrjun 2004 fór hann í að kaupa og selja fasteignir með tveimur Skagfirðingum en hætti þvi þegar honum bauðst að koma norður og taka við sparisjóðnum. -Ég lækkaði f launum við að koma hingað norður en mér fannst að sú staðreynd að mér væri treyst vel af þeim mönnum sem þelcktu mig best, mikilsverð. Ekld það að ég fann aldrei fyrir vantrausti hjá mínum gömlu vinnuveit- endum í Búnaðarbankanum gamla sem mér og Skagfirðing- um þótti vænt um. En þetta traust stjórnar sparisjóðsins sem ég fékk hér með það mál sem þá var yfir höfði mér var mér mikils virði. Ég hætti í Kaupþingi 2004, sama ár hættu milli 10 og 15 aðrir útibússtjórar þó filjótt hafi farið. Á þeim tíma var bankinn að breyta nafni sínu yfir í KB og það var rnikið talað um að Kaupþing vildi skapa sína eigin ásýnd með mannabreytingum og klippa á tengslin við gamla Búnaðar- bankann. Nú fimm árum síðar eru nokkrir framkvæmdastjórar nýhættir hjá Kaupþingi, nafninu er aftur breytt, nú f Nýja Kaup- þing og bankastjórinn talar nú um að klippa á gömlu Kaupþings tengslin. Það tók þvi eldd nema fimm ár að sagan endurtæki sig!! Kristján segir að eftir erfiða tíma hafi verið gott að koma aftur heim í Skagafjörð. -Já, það var ótrúlega gott að koma aftur heim. Þegar ég stend við eld- húsgluggann og horfi austur yfir, fylgir þvi ótrúlegur friður. Eins stundum þegar ég er að fara heim gangandi úr vinnu og stoppa við Sjúlcrahúsið, teyga að mér loftið, horfi út á Þórðar- höfðann og eyjarnar og jafnvel á sólarlagið. Það er eitthvað svo hreint og tært við þessa mynd. Eitthvað svo sérstalct við að vera í þessu héraði og finna eitthvað sem hefur alltaf verið til staðar og aldrei dáið. Ég held að fyrir alla þá sem lenda í erfiðleikum sé gott að fara aftur á þann stað sem maður á bernskurætur og takast á við tilfinningar sínar þar. Finna frið og Jflaða batteríin, segir hinn glaðlyndi sparisjóðs- stjóri alvarlegur að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.