Feykir


Feykir - 26.03.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 26.03.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 12/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Ásgeir Þröstur Gústavsson ræktar landnámshænur, veiöir á flugu í Svínadalsá og siglir á sumrin Lanqar í hvíta landnámshænu fermingargjöf Ásgeiri fmnst vanta hvíta landnámshænu íhópinn. Ásgeir Þröstur Gústavsson á að fermast þann 11. apríl n.k. eins og margir skólafélagar hans í Árskóla á Sauðárkróki. Þaó vakti hins vegar forvitni blaóamanns þegar hann frétti að efst á óskalistanum hjá honum væri hvít landnámshæna. Ásgeir Þröstur býr á Steini á Reykjaströnd hjá foreldrum sínum þeim Gústav Bentssyni og Steinunni Rósu Guðmunds- dóttur. Fermingarveislan hans verður haldin heima og 130 manns verður boðið að koma og samgleðjast honum á þessum tímamótum. Það er engin spurning hvað verður á boðstólnum. -Marengs og djöflaterta, segir Ásgeir og bætir við, -og kannski rúlluterta frá ömmu. Ásgeir valdi það með tilliti til eggjaframleiðslu heimilisins að vera með kökur og samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir því að um 300 egg fari í baksturinn á fermingar- kökunum. -Ég er byrjaður að safna, segir Ásgeir. Þetta er mánaðarskammtur sem hæn- urnar verpa. Óvenjuleg fermingargjöf Margar gjafir hljóta að vera á óskalista hjá fermingarbarninu og blaðamaður fær að sjá að efst á honum stendur; hvít landnámshæna. Af hverju hvít landnámshæna? -Af því að mig vantar hvíta landnámshænu í litaflóruna hjá mér, segir Ásgeir og áhuginn leynir sér ekki á hænsnaræktinni. En hvernig kviknaði áhugi á hænsnaræktinni? -Ég fékk áhuga á þessu eftir að ég fór á handverkssýningu á Hrafnagili. Þar voru landnámshænur til sýnis. Þá kom ekki annað til greina en ég fengi mér íslensk landnámshænsni heima. En það er mörg búmannsraunin og því fékk Ásgeir að kynnast eftir að minkur náði að krafsa sig inn í hænsnahúsið og drepa megnið af bústofninum og það ekki einu sinni heldur tvisvar. Upp úr þvi var stofnað félag að frumkvæði Gunnars Sandholts áSauðárkróki sem hefur það eina markmið að sjá til þess að alltaf sé til hani á Steini. Stofnféð rann til kaupa á hana því minkarnir höfðu séð til þess að hanalaust var orðið á Steini. Haninn hlaut nafnið Séra Sandholt og er eiganda sínum og Hanavinafélaginu til sóma í alla staði. Nýlega fékk Ásgeir sér dverghænur og þegar hann er spurður að því hvers vegna hann fái sér dverghænur, svarar hann brosandi, -bara upp á fjörið. Siglingarnar skemmtilegastar Hænsnaræktin er ekki eina áhugamál Ásgeirs þó hún skipi stóran sess. Á fermingargjafa- óskalistanum er einnig að flnna fluguhnýtingarbók og tæki til fluguhnýtinga, veiðiháf og vöðlur. -Ég er mikið að veiða í sveitinni á Rútsstöðum í Svínadal, segir Ásgeir en mamma hans er þaðan. -Það er hægt að veiða í Svínadalsá og ég hef mjög gaman að því. Við komum inn á það að Ásgeir hefur verið á sigl- inganámskeiði á sumrin á Króknum. -Það er það skemmtilegasta sem ég geri að sigla á Optimistbátunum. Ég hef farið tvisvar á námskeið á og fer alveg örugglega í sumar. Ég fann teikningar af svoleiðis bát á netinu og ætla að smíða einn. Ég ætlaði að fá að smíða hann í skólanum en mátti það ekki svo ég smíða hann þá bara hérna heima, segir þessi magnaði strákur og blaðamaður smitast af áhuga hans á seglbátunum og fær hjá honum slóðina að teikningunu. Optimistbátar eru einstaklega meðfærilegir eins manns seglbátar sem auðvelt er að stýra og hver veit nema Ásgeir sigli um í höfninni á Króknum í sumar með Séra Sandholt í stafni á eigin báti.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.