Feykir


Feykir - 26.03.2009, Blaðsíða 15

Feykir - 26.03.2009, Blaðsíða 15
12/2009 Feykir 15 ( MATGÆOINGAR VIKUNNAR ) Ragnheiöur og Ólafur kokka Mjög góður og sterkur kjúklingaréttur Þessa vikuna eru það Ragnheióur Skaptadóttir og Ólafur Guðmundsson á Sauðárkróki sem bjóða upp á gómsætan humar í forrétt, kjúlla í aðalrétt og kókosbollugums í eftirrétt. Þau skora á Geirlaugu Jónsdóttur og Hermann Agnars- son, Raftahlíð 53 Sauðárkróki, að koma með uppskriftir að tveimur vikum liðnum. 4 kjúklingabringur lpeli rjómi Kryddlögur: 3 dl. tómatsósa 3 tsk. karrý 3 tsk. pipar 1 tsL salt FORRÉTTUR Hvítlauksristaður humar 24 stk. humar í skel, frekar stórir halar sem skornir eru eftir endilöngu og skítaröndin fjarlœgð. Ca. 8 stk. hvítlauksrif 300gr. afhvítu brauði Dass afsaxaðri steinselju Smjör, brœtt Saltogpipar Brauð Humrinum er raðað í ofnskúffu með opnu hliðina upp. Brauð, hvítlaukur og steinselja sett í matvinnsluvél og mixað saman, kryddað eftir smekk Blöndunni dreift í þéttu iagi yfir humarinn í ofnskúffunni. Bræddu smjöri dreypt yfir allt saman. Bakað í oftii við háan yfirhita í nokkrar mínútur eða þar til brauðið ofan á hefur fengið gylltan lit. Borið fram með léttristuðu brauði, smjörva og salati. AÐALRÉTTUR Karrý kjúklingur Mjöggóður og sterkur kjúklingaréttur Kjúklingurinn er skorinn í bita og steiktur á pönnu. Kryddlögurinn er blandaður og skellt út á pönnuna þegar kjúklingurinn er orðinn svo til steiktur. Þá er rjómanum hellt yfir og leyft að malla á pönnunni í rétt um 20 mín eða svo. Kjúklingurinn er borinn fram með hrísgrjónum, salati og frönskum. Klikkarekki! EFTIRRÉTTUR Kókosbollugums... Einn bakki með blöndu afkókosbollum, borgurum og buffi. (svona súkkulaði með kremi ogsvo rúsínum/ hrísi inn í) Einn peli rjómi Fullt af ávöxtum (um aðgera að nota hugmyndaflugið og hafa sem fjölbreyttast) Súkkulaðispœnir að lokum er svo súkkulaðispæni stráð yfir allt saman og geymt inn í kæli á meðan verið er að borða aðalréttinn. Verði ykkur að góðu! Kókosbollurnar eru skornar í helminga og skellt á botninn á eldföstu móti. Rjóminn þeyttur og skellt þar ofan á. Svo er bara að skera ávextina í munnstærðar bita og dreift yfir rjómann. Þar ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 495 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja að þessu sinni með einni ágætri eftir kaupmanninn kunna á Sauðárkróki, ísleif Gíslason, sem trúlega er ort um einhvern samferðamann. Gífuryrðum um sigsló útsýnfirðum glapti. Svifastirður sýndist þó í samábyrgðarhafti. Einar Árnason frá Finnsstöðum, faðir Höskuldar frá Vatnshorni mun hafa ort þessa á efri árum. Ég hef lifað gaman grátt gróðurleysi ogkulda. Krónur hefég aldrei átt en oftast nœgtir skulda. Mig minnir að það hafi verið sonur hans, Höskuldur sem orti þessa, til samferðamanns. Ýmsa geymir eilífþögn aðrirgœta vandans. Þér hefur miðað alltafögn aftur á bak tilfjandans. Indíana Albertsdóttir frá Neðstabæ, mun trúlega hafa ort næstu vísu við andlát. Auðnuhagur okkar dvín, eykur baga víða. Nú er hagahöndin þín hcett að laga ogprýða. Lagleg hringhenda þar á ferð og gaman að fá næst aðra slíka sem einnig er eftir konu, Ingibjörgu Sigfúsdóttur húsfreyju á Refsteinsstöðum. Illa kynningfœli frá forðast hinni að gleyma. Fögur minning œtíð á í eilifðinni heima. Önnur vfsa kemur hér eftir Ingibjörgu. Áður taldi fslensk þjóð óðsnilldina gœði. Samin voru og lesin Ijóð lœrð og sungin kvœði. Ein visa kemur hér í viðbót eftir Ingibjörgu og mun hún ort er hún var á heimleið eftir dvöl í höfuðstaðnum. Mjög er loftið syðra svart sýnist lævi blandið. Hlakka ég til er hlýtt og bjart heilsar Norðurlandið. Ingvar Stefán Pálsson áður bóndi á Balaskarði mun hafa ort þessa. Mikill sannleikur fólginn í þessum fjórum línum. Ég heffullvelfundið það íflestum lífsins spilum hvað það reynist erfitt að eiga að standa í skilum. Er þessi þáttur er í smíðum flytur Veðurstofa þau tíðindi að trúlega komi suðlæg átt og fari hlýnandi næstu daga. Gott af því tilefni að rifja næst upp vísu Jakobs Sigurjónssonar bónda á Hóli í Svartárdal, sem ef ég man rétt er ort inni í fjárhúsunum þar á bæ við batnandi veðurfar. í eyrum gnauðið gellur glugga fólnar mynd. Hélugrá frostrós fellur fyrir sunnanvind. Þungt hefur verið yfir skáldinu Páli Ólafssyni er hann orti svo. Ekki ergleðifrétt aðfá fúll í geði af vöku. Þreyttu beði fer égfrá ogfæ ei kveðið stöku. Glaðna tekur yfir skáldinu er hann yrkir þessa, trúlega til Ragnhildar. Ástin bægir öllufrá, enda dauðans vetri. Afþví tíminn er þér hjá eilífðinni betri. Ólöf Friðjónsdóttir Eystri-Leirárgörð- um sendi svo fallega heillaósk. Við þér blasir veröld heið vafin æskuljóma. Verði öll þín ævileið íslandi til sóma. Á efri árum yrkir Ólöf. Eftirfimmtíu ára veg allt á móti gengur. lnnan rijja ylja ég engum manni lengur. Það er Ingólfúr Ómar Ármannsson sem yrkir svo fallega til vorsins. Voriðgleður hal og hrund í hjarta dirfsku vekur. Kveikir von og léttir lund leiða burtu hrekur. Sólin Ijómar, grundin grær glitrar fjallahringur. Strýkur vanga, blíður blær blessuð lóan syngur. Gott að enda með þessari fallegu vísu Ingólfs, sem ort er í minningu snillingsins Hákons Aðalsteinssonar, sem nú er ný látinn. Um hróður þessa mæta manns mér er kært að Ijóða. Nú er þögnuð harpa hans hagyrðingsins góða. Verið þar með sœl að sinni. Guðmundur Valtýssoti Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.