Feykir


Feykir - 26.03.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 26.03.2009, Blaðsíða 9
12/2009 Feykir 9 HESTAUMFJÖLLUN Feykis KS-deildin Hörku keppni og allt opio ; \ 1 I /,1 1 | [1 Im I t M ] f| \ Sigurvegarar kvöldsins frá vinstri: Stefán Friðgeirsson, Árni Björn Pálsson og Bjarni Jónasson. Það má með sanni segja að áhorfendur hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð í sfðustu keppni f KS-deildinni þegar fimmgangur Meistaradeildar Norðurlands fór fram. Hólasveinnin Árni B Pálsson gaf fyrstur tóninn og það var enginn feiltónn, þvf honum var hvergi haggað úr fyrsta sætinu út keppnina. Það var svo Bjarni Jónasson sem vann sig upp í A-úrslitin og hafnaði að lokum í 3.sæti eftir hlutkesti við Stefán Friðgeirsson. Allt er opið fyrir síðustu keppnina sem verður 1. apríl, en þá verður keppt í skeiði og smala. A-úrslit 1 Árni B Pálsson 7,36 2 Stefán Friðgeirsson 6,83 3 Bjarni Jónasson 6,83 4 Þórarinn Eymundsson 6,76 5 Erlingur Ingvarsson 6,69 6 Þorbjörn H Matthíasson 6,21 Staðan í stigasöfnun í KS-deildinni eftir þrjár keppnir: Sæti Knapi Stig 1 Þórarinn Eymundsson 21 2 Mette Mannseth 17 3 Bjarni Jónasson 15 4 ÁrniBPálsson 15 5 Ólafur Magnússon 14 6 Sölvi Sigurðarson 13 7 Stefán Friðgeirsson 7 8 Magnús Br. Magnússon 5 9 Erlingur Ingvarsson 5 10 Þorbjörn H Matthíasson 3 11 ísólfur Líndal 2 ( KNAPAKYNNING ) Ásdís Helga Ásdfs Helga Sigursteinsdóttir hefur staðið f ströngu í KS- deildinni í vetur. Hún er nýliði í deildinni og safnar góðri reynslu fyrir komandi keppnistímabil. Ásdís býr á Sauðárkróki en rekur tamningastöð f Kýrholti ásamt sfnum manni. Hún lauk námi við Hólaskóla árið 2007 og starfar einnig sem reiðkennari. Hvaða hestum teflir þú fram í KS-deildinni í vetur? -Minn aðalhestur mun verða Von frá Árgerði, jörp alhliða htyssa á sjöunda vetri sem hún amma mín, Dísa í Árgerði, ræktaði og á í dag. Það er klárhestaskortur hjá okkur þannig að Von fær að fylgja mér jafnt og þétt í gegnum deildina. Einnig stefni ég með hryssuna Rán frá Egilsstaðabæ sem er grá hiyssa einnig í eigu ömmu Dísu og er einnig góð alhliða hiyssa. Rán er enn óreynd á keppnisvellinum en Von er 1. verðlauna hiyssa sem hefur farið í 7,25 í tölti, rúmlega 8,40 í B-flokki og yfir 8,30 í A-flokki. Hún var aðeins reiðfær í byrjun árs 2008 þannig að hún á enn talsvert inni og gerði góða hluti á einu tímabili. Helstu kostir hestanna eru þeir að hryssurnar eru báðar snjallvakrar og viljugar. Rán hefur mjög sterkar grunngangtegundir og skeið og Von er mjögjafnvíg í alla staði, enginn einn kostur sem stendur upp úr. Geðslagið eðall, hægt að smella baggabandi utan um snoppuna, baggaband sem taum og ríða henni á milli staða. Einhverjir veikir punktar sem gætu þvælst fyrir? -Helst þá að vera með algjöra grænjaxla þegar kemur að keppnum. Von greyið fékk að fara í bæði 4ganginn og 5ganginn í úrtökunni og var það í fyrsta sinn sem íþróttaprógram var dæmt á henni í báðum tilfellum. Rán er einnig alveg óreynd. Var mikið lagt á sig til að komast í keppnina? - Það var nú algjört happ að ég slapp inn, var fyrsta fyrir utan í úrtökunni. Svo var hringt í mig viku fyrir fyrsta mót og tilkynnt að einn knapinn hefði sagt sig úr og ég komist inn. Er einhver hjátrú hjá þér í kringum keppnir eða einhverjir hlutir sem þurfa sérstaka meðferð? Engan veginn, vera nógu passlega stressuð og nýta það sér svo í keppninni. Mjög mikilvægt að hita gáfulega upp, eins og hentar hverjum og einum hesti. Hvernig leggst keppnin í þig? Bara býsna vel, heilmikil spenna í kringum þetta ogsvakalega gaman að vera með. Hlakka mikið til að takast á við þetta allt saman, nú er mín lakasta grein að baki m.t.t. þess að vera ekki með fjórgangshest og bara gaman framundan! Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? Hakúna matata! Barna og unglingastarfió__________________ Ungt og efnilegt hestafólk Barna og unglingastarfið hjá hestamannafélögunum þremur í Skagafirði er komið á fullt skrið. Það fer fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum um helgar og mæta þar börn á öllum aldri og læra hinar ýmsu kúnstir. Þegar blaðamann bar að garði voru yngstu knaparnir að gera sig klára til að fara inn á völlinn. Þau báru sig vel þó ekki væru há í loftinu þau Þorgrímur Svavar Runólfsson 5 ára og Hrafnhildur Jakobsdóttir 4 ára. Þau voru sammála um það að gaman væri á námskeiðinu og það sem þau læra er m.a. að fljúga með höndunum, standa og sitja i hnakknum og snúa sér við og meira að segja að teygja sig í eyrun á hestunum. Þau eru líka ákveðin í því að vera í hestum þegar þau verða stór. Hrafnhildur er á sínum eigin hesti sem heitir Fylkir og er hvítur og rauður með blesu og Þorgrímur á líka hest sem heitir Gríma en er bara þriggja vetra og hann leggur áherslu á það með því að rétta þrjá putta framan í blaðamann. Á námskeiðinu er Frá vinstri: Þorgrímur Svavar og Hrafnhildur. hann á lánshesti sem heitir Þorgrímur hefur aldrei dottið Hreiðar sem er svo góður að af baki á honum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.