Feykir


Feykir - 11.06.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 11.06.2009, Blaðsíða 5
23/2009 FeykJr 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Stuð á uppskeruhátíð ... og þau stilltu sérfallega upp, börnin á uppskeruhátíðinni. Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildarinnar var haldin í íþróttahúsinu á mánudag. Veitt voru verðlaun og pylsum sporðrennt. Formaður unglingaráðs Karl Jónsson setti hátíðina m.a. með þeim orðum að um 120 iðkendur hafi stundað æfingar í yngri flokkunum á síðasta tímabili og alls hafi 7 flokkar verið sendir í íslandsmót. Farið var í keppni í Stinger og sigruðu þær Jóna María yngri flokkinn og Hugrún eldri flokkinn. Iðkendur gerðu síðan pyls- unum góð skil og að lokum voru veitt verðlaun og þátttökuverðlaun veitt yngstu iðkendunum í míkróbolta og minnibolta yngri, eða 1.-4. bekk. Verðlaunin skiptust þannig: Minnibolti eldri stúlkna: Mikilvægasti leikmaðurinn: Linda Þórdís Róbertsdóttir, mestar framfarir: Bríet Lilja Sigurðardóttir, áhugi og ástundun: Valdís Ósk Óladóttir. Minnibolti eldri drengir: Mikilvægasti leikmaðurinn: Hlynur Freyr Einarsson, meistar framfarir: Jónas Már Kristjánsson, áhugi og ástundun: Elvar Ingi Hjartarson. 7. flokkur drengja: Mikilvægasti leikmaðurinn: Viðar Ágústsson, mestar framfarir: Kristinn Jónsson, áhugi og ástundun: Friðrik Hrafn Jóhannsson. 8. flokkur drengja: Mikilvægasti leikmaðurinn: Sigurður Stefánsson, mestar framfarir: Arnar Hjartarson: áhugi og ástundun: Agnar Ingimundarson. 8. flokkur stúlkna: Mikilvægasti leikmaðurinn: Helga Þórsdóttir, mestar framfarir: Dagbjört Aðalsteinsdóttir, áhugi og ástundun: Ólína Sif Einarsdóttir. 10. flokkur stúlkna: Mikilvægasti leikmaðurinn: Kristín Halla Eiríksdóttir, mestar framfarir: Halla Margrét Sigurðardóttir, áhugi og ástundun: Rakel Rós Ágústsdóttir. Þeir iðkendur í 1. - 4. bekk sem ekki gátu komið á uppskeruhátíðina og vantar viðurkenningu sína fyrir þátttöku í æfingum vetrarins, geta snúið sér til Karls Jónssonar í síma 456 5516, eftirkl 17 ádaginn. Ungmennafélagið Hvöt Öflugur fótbolti leikinn á Blönduósi Leikurinn byrjaði fjörlega ogUngmennafélagið Hvöt á Blönduósi var stofnað árið 1969 og hefur starfsemin einkum verið tengd knattspyrnu. Nú spilar liðið í 2. deild íslandsmótsins og er spáð góðu gengi. Framundan eru Smábæjarleikarnir en þar koma yngstu keppendur knattspyrnunnar saman eina heigi og leika af lífs og sálarkröftum. Einnig heldur félagið úti íþróttaskóla allt árið, þar sem boðið er upp á ýmsar íþróttagreinar, farið f ieiki, gönguferðir o.fl. Vignir Björnsson er formaður Hvatar og svarar spurningum Feykis skilmerkilega. Meistaraflokkur Hvatar hefur náð mjög góðum árangri í annari deildinni í Islandsmótinu í knattspyrnu, náði 4. sætinu í fyrra og þeim er spáð 3. sætinu í ár samkvæmt spá sem gerð var á fótbolti.net. -Það er stefna okkar að tryggja veru okkar í deildinni, öðrum markmiðum ætlum við að halda fyrir okkur, segir Vignir aðspurður um væntingar um árangur í sumar. En ef liðið myndi vinna sig upp um deild skyldu þeir vera tilbúnir í þann slag. -Það er hlutur sem við erum ekki að velta fyrir okkur á þessum tímapunkti. Reyndar vorum við ekki nema 4 stigum frá því í fyrra svo við verðum bara að sjá hvað setur. Er mikil stemning fyrir meist- araflokknum á Blönduósi? -Stemningin er alltaf góð hérna á Blönduósi. Vildum reyndar sjá aðeins fleiri á leikjunum en það fjölgar vonandi eitthvað, segir Vignir en vill meina að flestir hafi skoðanir á hlutunum og vilji ræða um hlutina bæði fyrir og eftir leikina. Nýliðunin hjá Hvöt er ekki mikil af heimamönnum en aðeins fjórir drengir koma í liðið úr yngri flokkunum. -Já.þeir þyrftu nú helst að vera fleiri, segir Vignir. -Núna eru þeir ekki nema íjórir. Einn þeirra er meiddur og spilar ekkert á þessu tímabili annar hefúr spilað alla leikina en hinir tveir hafa verið að koma inná í leikjunum. Tveir drengir hafa verið valdir til að æfa með U16 landsliðinu, Hilmar Þór sem núna er meiddur og Stefán Hafsteinsson og segir Vignir að þeir séu klárlega landsliðsmenn ffamtíðarinnar. Aðspurður segir Vignir að illa gangi að manna stjórn Hvatar. Þau fjögur sem skipa sjórnina hafa verið í henni megnið af 21. öldinni eins og hann orðar það. -Við höfum verið að reyna að stækka hópinn en það hefur ekki gengið nógu vel. Ef einhver hefúr áhuga á að starfa með okkur í þessu er honum velkomið að hafa Knattspyrna Hvöt áfram í bikamum Húni segir frá því að Hvatarmenn tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum Visa- bikarkeppninnar er þeir lögðu lið KS/Leifturs að velli f hrein mögnuðum leik á Siglufjarðarvelli. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1, eftir fyrri hálfleik framiengingar 1-3, en eftir framlenginguna stóðu leikar jafnir 3-3. Hvatarmenn sigruðu síðan í vftaspyrnukeppni 7-8 og eru í pottinum sem dregið verður úr f hádeginu á morgun í Þjóðarbókhlöðunni. Mörk Hvatarmanna skoruðu þeir Jón Björgvin Hermannsson og Muamer Sadikovic (Mummi) 2 mörk. Þess skal getið að Nezir markvörður Hvatarmanna samband, segir Vignir en vel hefúr tekist til hjá stjórninni að halda utan um fjárhagshliðina. -Já, okkur hefur gengið vel að reka deildina. Við höfúm verið réttum megin við núllið undanfarin ár og höfúm náð að greiða upp allar gamlar skuldir svo við teljum okkur hafa unnið gott starfhvað það varðar. Það kostar gríðarlega mikla vinnu að halda svona deOd gangandi og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir allri þeirri vinnu sem stjórnarmenn eru að leggja á sig til að halda starfinu gangandi. Framundan eru Smábæjarleikar á Blönduósi en þeir voru upphaflega ætlaðir fyrir minni bæjarfélög landsins. Síðustu ár hefúr mikil ásókn stóru liðanna af höfuðborgarsvæðinu verið að fá að koma með C-D og E liðin sín. -Við höfúm þá metið umsóknirnar og leyft þeim að koma inn þar sem vantar lið í flokka, segir Vignir og bætir varði fyrstu spyrnu heimamanna og það gerði gæfumuninn í gær. Nú er bara að bíða og sjá hvort Hvatarmenn fái aftur úrvalsdeildarlið í næstu umferð líkt og í fyrra eða hvort liðið fær “b-lið” Hvatar og Tindastólsþ.e. utandeildarliðið Carl en með því leika um 10 leikmenn sem á sínum sokkabandsárum léku með Hvöt og Tindastóli. Þar má telja upp þá bræður Hermann og Pétur Arasyni, Sigurð frambjóðanda Ágústsson, Veig Sveinsson, Þorstein Sveinsson, Hallstein Traustason, Stefán “Stebba Lísu” Pétursson, þá bræður Eyjólf og Sverri Sverrissyni, Guðbjart Haraldsson og eflaust fleiri kappa. við að mikil vinna fylgi mótum sem þessum. -Fólkið í bænum leggst á eitt með að gera mótið sem glæsilegast og nánast allir sem við tölum við eru tilbúnir til aðstoðar og þá gengur þetta eins og vel smurð vél. Það munu verða í kringum 20 félög sem koma á mótið i ár og samtals munu verða í kringum 80 lið í öllum flokkum. Keppendurnir muna verða í kringum 700, segir Vignir og telur að kreppan dragi ekki úr aðsókn að mótinu þar sem fúllt er á mótið og jafnvel biðlistar. -Við viljum ekki taka við fleirum en við teljum okkar geta tekið á móti svo vel fari um alla. Það er greinilegt að mikið er um að vera hjá Hvatarfólki í sumar og aðspurður um hvort hann vilji segja eitthvað í lokin þá vill hann hvetja alla Blönduósinga nær og fjær til að mæta á leiki þegar Hvöt er að spila og láta heyra í sér.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.