Feykir - 11.06.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 23/2009
Fyrirtæki vikunnar Vesturfarasetrið á Hofsósi
Mikilvægur hlekkur í
samskiptum íslands
og Vesturheims
p? fi!! ■ nm iii
9 (
Vesturfarasetrið á Hofsósi
hefur fest sig í sessi sem
fræðasetur og
upplýsingamiðstöð fyrrir
forvitna fslendinga og ekki
síður fyrir fólk af íslenskum
ættum vestan Atlantsála.
Nýlega heimsótti stór hópur
Vestur-íslendinga
Vesturfarasetrið og Hofsós,
þar sem sérstök dagskrá var
sett upp þeim til heiðurs.
Þögul leiftur
Þegar komið er inn í
Vesturfarasafhið tekur á móti
blaðamanni Kanadamaður af
íslenskum ættum, Nelson
Gerrard að nafni og býður hann
mig velkominn. Nelson er að
heíja sitt níunda starfsár hjá
setrinu en hann aðstoðar fólk
við að finna ættingja sína bæði
hér á íslandi og vestanhafs.
Hann er íslenskur í móðurætt,
fimmti ættliður Vestur-
íslendinga, en nú vex úr grasi
vestanheims sjöundi ættliður
vesturfara. Að sögn Nelson er
þetta ekki aðeins starf heldur
mikið áhugamál hjá honum
einnig og sem dæmi segir hann
að nýverið hafi hann hringt í
gistihús á Egilsstöðum sem er
ekki í frásögur færandi, nema að
því leyti að hann fór að forvitnast
um ættir konunnar sem svaraði
símanum. Eftir skamma stund
gat hann sagt henni að nú væri
staddur á Hofsósi, maður úr
Vesturheimi sem væri frændi
hennar. Nelson talar lýtalausa
íslensku og hefur yfirgripsmikla
þekkingu á ættfræði og tengslum
milli manna sem nýtist
gríðarlega vel forvitnum og
fróðleikfúsum gestum setursins.
Einnig hefur hann verið að safna
saman gömlum myndum og
bréfúm sem liggja í skúffúm í
Norður-Ameríku og eiga það á
hættu að glatast. Nú stendur
uppi sýning í Vesturfarasetrinu
sem Nelson átti hugmynd að en
þar eru til sýnis nærri 400
ljósmyndir af íslenskum
landnemum og sýnd m.a.
ljósmyndavinna vestan hafs á
tímum vesturferða á árunum
1870 - 1910. Ber sýningin heitið
Þögul leiftur og geta margir séð
forfeður sína og skyldmenni í
nýjum heimkynnum í
Ameriku.
-Nelson er fróðastur um ættir
íslendinga í Vesturheimi af
öllum núlifandi mönnum, þori
ég að fúllyrða, segir Valgeir
Þorvaldsson famkvæmdastjóri
Vestuerfarasetursins. -Þaðþýðir
lítið fyrir þig að stæla við hann,
bætir Valgeir við hlæjandi og
hefur alveg rétt fyrir sér. Valgeir
hefur byggt setrið upp af mikilli
eljusemi með hjálp góðra manna
og meðan blaðamaður sest
niður hjá honum til að spyrja
um setrið laumar Guðrún kona
hans nokkrum staðreyndum í
umræðuna og greinilegt að þar
hefúr Valgeir sterkan bakhjarl.
Um síðustu helgi var mikil hátíð
haldin á Hofsósi þar sem um
eitthundrað erlendir gestir
komu og nutu dagskrár sem
skipulögð var sérstaklega fýrir
þá. Ýmislegt var í boði um allan
bæ en hámarki náði dagskráin í
Höfðaborg þar sem margir
kunnir listamenn komu fram.
-Þetta er fyrsta hátíð með þessu
fyrirkomulagi, segir Valgeir.
-Við gerðum tilraun fyrir
nokkrum árum með
íslendingadag eins og við
kölluðum það en það var ekki
mikill undirbúningur fyrir
hann og ekki margir sem komu
að vestan. En núna lét ég þessa
hugmynd frá mér fyrir tveimur
árum og mikill undirbúningur
hefúr verið í gangi. Þessi hátíð
er komin til með að vera og
reiknum við með að gera hana
að árlegum viðburði. Ég hef
rætt þetta við íslensk stjórnvöld
og er greinilegt að þeim er
umhugað um að halda í þessi
tengsl og finnst þá vel við hæfi
að settur verði upp dagur eða
helgi til þess að heiðra minningu
þeirra sem fóru og sýna
afkomendum þeirra viðeigandi
sóma, segir Valgeir. Á dögum
kreppu er ekki úr vegi að spyrja
hvort hún hafi áhrif á
starfsemina. -Jú, hún hefúr
náttúrulega áhrif á allt en við
It-
Sýningin Þögul leiftur i Vesturfarasetrinu er mjög áhugaverð og skemmtileg
íslenski hesturinn var verðugur fulltrúi múttökunefndar um síðustu helgi. Mynd: Linda Fanney
Skólakór Kársness skemmti gestum hátíðarinnar með glæsilegum söng.
Mynd: Unda fanney Valgeirsdóttir
erum á lífi þó við höfúm misst
mikið að styrktaraðilum. Þeir
hafa ýmist farið á hausinn eða
eru á hraðri leið í þá átt, segir
Valgeir en er samt bjartsýnn á
framhaldið. -Við höfúm aldrei
fengið orð fyrir það að vera
svartsýn en eins og ég segi þá
tekur þetta á alla og engin leið
að spá um framtíðina. Það eru
svo margir óvissuþættir sem
taka þarf tillit til.
Fleiri uppákomur eru í
farvatninu hjá Vesturfarasetrinu
og er þar helst að nefna
kvöldvökur í baðstofúloftsstfl
og er þá verið að horfa á að setja
þær upp í pakkhúsinu. -Við
ætlum að setja upp einskonar
skemmtiprógram með þeim
ágætu listamönnum sem við
eigum, segir Valgeir og bætir
við að setrið komi að fleiri
viðburðum s.s. Jónsmessuhátíð
á Hofsósi en þar sameinast allir
aðilar á staðnum að gera
hátíðina sem glæsflegasta.
Jónsmessuhátíðin var
upphaflega haldin á vegum
Vesturfarasetursins en nú hafa
félagasamtök á staðnum tekið
við því starfi.
Á síðasta ári komu allt að átta
þúsund gestir í Vesturfarasetrið
og teikn eru á lofti um aukinn
fjölda í ár þar sem íslendingar
ætla í auknum mæli að ferðast
innanlands í sumar. Að sögn
Valgeirs eru gistimöguleikar
fyrir 30 - 40 manns á Hofsósi
en á teikniborðinu núna er
hótelbygging sem staðsetja á í
brekkunni fyrir ofan setrið. Þar
er um að ræða 50 herbergja
hótel og að sögn Valgeirs fara
ffamkvæmdir af stað innan
skamms tíma. -Þetta er alveg
sér verkefni en hugmyndin
kemur héðan, segir Valgeir og
nefnir að þetta sé meira en
hugmynd. -Mfldl
undirbúningsvinna hefúr farið
ffam og fjölmargir þættir sem
þarf að taka tillit til. Menn
glannast ekld með svona
verkefhi, segir Valgeir og
útflokar ekki að byrjað verði á
byggingu hótels á árinu.