Feykir


Feykir - 11.06.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 11.06.2009, Blaðsíða 11
23/2009 Feykir 11 ( MATGÆOINGAR VIKUNNAR ) Bryndís ogjónas kokka Saltfiskur m/hvítlauk, chili, ólífum og sætri kartöflumús í aóalrétt Að þessu sinni kemur matseðill frá Bryndísi og Jónasi Blönduósi en Bryndís rekur Hótel Blönduós í sumar og aldrei að vita nema þessi matseðill verði þar á boðstónum. Þau Bryndís og Jónas skora á Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóra á Blönduósi og Gerði Betu konu hans að vera með næstu uppskrift í Feyki. FORRETTUR Risotto 2 msk. ólífuolía 20 gr. smjör (eða sleppa smjöri ogsetja meiri olíu) 1 skarlottulaukur (má líka vera venjulegur, þá bara háljur, lítill), saxaður 350gr. risottohrísgrjón 1,2 Itr. kjúklingasoð (teningar +vatn) 100 ml. hvítvín Salt og pipar 600 gr. humar soðinn í 2 mín. og tekinn úr skelinni 30 stk. cherry tómatar helmingaðir Hvítlaukur, steinselja og olífuolía maukað saman þangað til það verður vel grænt Salt og pipar 1. Látið suðuna koma upp í soðinu og haldið því við suðupunkt. 2. Hitið oliuna í meðalstórum potti við meðalháan hita, bætið lauknum út í og léttsteikið í 2-3 mínútur, bætið þá hrisgrjónunum út í og látið hitna vel í 2-3 mínútur til viðbótar. Hellið þá hvítvíninu saman við (víninu má sleppa) og látið sjóða niður í 2-3 mínútur. Hellið þá einni sleif af soði yfir og látið grjónin sjúga í sig vökvann, þegar vökvinn er næstum þrotinn er annarri ausu af soði ausið yfir og svo þannig koll af kolli þar til grjónin eru orðin mjúk og rjómakennd. Þá byrjið þið að smakka þau til og sjá hvað þarf mikið vatn til viðbótar. Þegar gijónin eru orðin "al dente" er smá smjörklípu bætt út í og látin bráðna og hrært saman. 3. Panna hituð og smjör og olífuolía sett á, tómötum og kóngakrabba bætt saman við ásamt slurk af hvítlauksolíunni og muldum svörtum pipar. þetta er látið krauma í um 1 - 2 mín. og tekið af. 4. Risottoið sett í skál og humarinn yfir, skreytt með grænu olíunni og ferskri steinselju. AÐALRÉTTUR Saltfiskur m/ hvítlauk, chili, ólifum og sœtri kartöflumús 800gr.saltftskur 8 stk. hvítlauksrif 1 stk. chilipiparfrœhreinsaðurog skorinn smátt 1 dl. svartar ólífur l.dl. hvítvín l.dl. matarolía Pipar eftir smekk Eitt lítið búntfersk steinselja Nokkrar hundasúrur úr garðinum. Salat eftir smekk Sœtar kartöflur ca. 250gr. Kartöflur venjulegar ca. 250 gr. Ein dósfeta ostur í kryddolíu Salt Fiskur: Saxið steinseljuna út í olíuna, leggið síðan saltfiskinn í olíuna og látið liggja í klukkustund. Hvídaukurinn, ólífurnar og chilipiparinn saxað og steikt á pönnu. Fiskurinn steiktur aðeins á hvorri hhð og kryddaður með pipar, síðan skal skvetta hvítvíninu yfir. Fiskurinn er settur í eldfast mót og chilipiparinn, hvídaukurinn og ólífurnar settar yfir fiskinn í mótinu, þetta síðan haft í ofninum í nokkrar mínútur. Sœt kartöflumús: Soðnar sætar kartöflur og venjulegar kartöflur Kartöflurnar soðnar vel og hrærðar vel saman, hellið síðan feta ostinum saman við. Saltið músina svolítið og setjið í eldfast mót og bakið í 10- 15mín. við 200°C. Berið fiskinn fram með sætri kartöflumús og fersku salati. Sniðugt að setja fiskinn ofan á sætu músina og salatið við hhðina og skreyta síðan með nokkrum hundasúrum. Ef það er engin hundasúra í garðinum þinum væri hægt að skoða í næsta garð eða nota ferska steinselju. EFTIRRÉTTUR Rabbarbara sorbet 1/2 Itr. vatn. 200gr. sykur Brcett saman og látið s jóða í 1 mín. 1 kg. rabbarbari smátt skorinn og bcett út í, látið maukast og sett í matvinnsluvél. Sigtað og sett í skál og inn í frysti, þegar þetta er orðið kalt þá bœtir maður við 2 eggjahvítum og hrcerir þeim vel saman við. Sett ífrysti yfir nótt og daginn eftir er þetta tekið úr og sett í matvinnsluvél til að mýkja klakann upp. Berjablanda. Einfaldlega takið þau ber sem að ykkur þykir best og blandið saman í skál til að gefa með. Verði ykkur að góðu! FEYKIR GRILLAR BRAUÐ Framundan er grillti'mabil landsmanna en flest könnumst við við að vera helst til vanaföst við grillið og stundum mætti auka aðeins á fjölbreytnina. Það er hægt að grilla svo margt fleira en aðalréttinn og er tilvalið að grilla gómsæt brauð og eins er eftirrétturinn skotheldur af grillinu. Feykir tók saman nokkrar grilluppskriftir. Brauð á grillið Fyrir 4-6 manns 5 dl volgt vatn 2 msk þurrger 1 msk hunang 4 msk olía '/ msk salt 1 kghveiti 8 BER á Aðferð: Blandið saman í þessari röð, hnoðið vel, látið hefast í 60 mín. Hnoðið niður, mótið í ræmur og vefjið á stálpinna.trjágrein eða tréprjón, úðið með volgu vatni og bakið á grillinu fyrst á neðri grindinni síðan á efri grindinni í 13-20 mín. Athugið að í deigið má hnoða t.d. gráðaosti, pestó, hvídauksmauki, sólþurrkuðum tómötum o.s.frv. gott er að bera brauðið fram með olíu Nan - brauð 8 dl hveiti 1 bréfger 1 tsk natron 1 tsk salt Vatn og olía Búið til deig, fletjið út ogsteikið grillið í olíu á pönnu við mikinn hita eða grillað ágrilli. Best nýbakað. Dásamlegt grillbrauð 2 U2 dl súrmjólk 2 msk síróp eða hunang 1 tsk hjartarsalt 4-5 dl hveiti Hrcert oggeymt í kœli í 60mín. Flatt út ogskipt í 12-15 l/2cm þykkarkökur Grillað c.a. 3mín á hvorri hlið. Ávexti og ber á grillið Ávextir eru tilvalinn kostur sem eftirréttur í grillveislunni og gott mótvægi við grillréttina sem gjarnan eru í þyngri kantinum: Grillávaxtapinnar með heitri karamellu- eða súkkulaðisósu, fyllt epli eða pera vafin og grilluð í álppappír, sömuleiðis ban-ani grillaður í álpappír með passionávaxtafræjum og appelsínulíkjör. Notið hugmyndaflugið! fsinn og rjóminn má svo ekki vera langt undan. Hér koma nokkar góðar bombur. Berjabomba 200gr jarðarber 150 grbláber 100 gr hindber 200gr Siríus-rjómasúkkulaði með hnetum 100 gr Nóa-rjómatöggur eða Nóa rjómakúlur Lítil álform Smyrjið álformin vel með smjöri (best er að hafa þau tvöföld). Skerið jarðarberin í bita og blandið þeim saman við bláber og hindber. Saxið súkkulaðið gróft, skerið karamellurnar í bita og blandið hvoru tveggja saman við berin. Setjið beija-og súkkulaði- blönduna í álformin og grillið í um 3-5 mínútur. Prófið líka að nota aðrar tegundir af Siríus rjómasúkkulaði eða Nóa töggum í þennan rétt. Þessi uppskrift er áæduð fyrir 5. Ananas með ristuðum kókosflögum 1 ferskur ananas 60 grsmjör 1 dlpúðursykur 1/2 tsk vanilludropar 1 msk Galliano-líkjör 2 msk rsitaðar kókosflögur. Skerið ananasinn í sneiðar eða grófa bita. Bræðið smjörið í potti við vægan hita og hrærið púðursykur, vanilludropa og líkjör saman við þar til blandan þykknar aðeins. Penslið henni þá yfir anansinn og þdræðið hann upp á grillteina. Grillið við meðalhita i um 2 mínutur á hvorra hlið. Stráið ristuðum kókosflögum yfir ananasinn þegar hann er borinn fram.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.