Feykir


Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 28/2009 Akrahreppur Konur saumuðu attaristeppi Konurnar sem saumuöu teppið fremri röð f.v. Sigriður Garðarsdóttir Miðhúsum. Hulda Ásgríms- dóttir Stóru-Ökrum II. Auður Friðrlksdóttir Réttarholti. Aftari röð f, v. Anna Kristinsdóttir Hjalla Sara Regína Valdimarsdóttir Frostastöðum. Svanhildur Pálsdóttir Stóru-Ökum I. og Bryndis Pétursdóttir Sunnuhvoli. Við guðsþjónustu í Mikla- bæjarkirkju í Blönduhlíð sl. sunnudagskvöld var altaris- teppi afhent kirkjunni. Teppið hefur verið í vinnslu undan farin þrjú og hálft ár. Það eru sjö konur f Akrahreppi sem réðust í þetta framtak og hafa hist um hundrað sinnum meðan á þessu stóð auk þess sem þær saumuðu iðulega heima hluta af verkinu. Það var Svanhildur Pálsdóttir á Stóru-Ökrum I sem hafði orð fyrir konunum sem gerðu teppið. Hún sagði að tals- verður tími hefði farið í undir- búning og ákvarðanatöku um hvernig teppið skildi líta út. Þetta var að sjálfsögðu unnið í samráði við sóknarprestinn séra Döllu Þórðardóttur. Niðurstaðan er glæsilegt verk 2.8 x3.4 að stærð sem fer einkar vel á veggnum yfir altarinuíkirkjunni. Myndirn- ar á teppinu hafa með ýmsum hætti skírskotun í kirkjustarf og trúarlíf og er ekki vafi á að það mun vekja mikla athygli. Þess má geta að fleiri en konurnar sjö komu að gerð teppisins þanni greiddi kven- félag sveitarinnar kostnað við að stinga teppið sem gert var í Reykjavík. Séra Dalla Þórðar- dóttir sóknarprestur veitti teppinu viðtöku og færði öll- um að þessu komu á einn eða anna hátt þakkir fyrir. Hvert sæti var skipað og vel það í Miklabæjarkirkju við þetta tækifæri. Eftir athöfina bauð kvenfélag sveitarinnar kirkju- gestum til kaffidrykkju í félagsheimilinu Héðinsminni. ÖÞ: Gjöf til Krabbameins- felags Skagafjarðar Þessar duglegu stelpur þær Vigdís Maria Sigurðardóllir og Sara Lind Styrmisdóttir héldu á dö- gunum tombólu og söfnuðu kr. 3.800 sem þær færðu Krabbameinsfélagi Skagafjarðar að gjöf. Golf_________ GoHVallahönnuður hrósar golfvöllum á NV Edwin Rögnvaldsson golf- vallahönnuður hrósar tveimur golfvöllum sérstak- lega á Norðurlandi vestra, í ferðalagahluta mbl.is í síðustu viku. Þar er hann beðinn um að nefna 10 uppáhaldsgolfvellin sfna utan höfuðborgarsvæðisins. Eru þetta vellirnir á Skaga- strönd og Sauðárkróki. Um Háagerðisvöll á Skagaströnd segir Edwin: “Kom mér mjögó óvart er égsá hann fyrst árið 2002, er ég vann að bók minni, Golfhringur um íslandi. Hér er urn að ræða mjög heilsteyptan golfvöll sem var í mjög góðu ástandi síðast þegar ég sá hann. Upphaf hans erfremur óvenjulegt,par 3-hola þar semflötin sést ekkifrá teig (sjá mynd), en einhverra hluta vegnafellur hún í kramið.” Um Hlíðarendavöll á Sauðárkróki segir hann: Þeir eru fáir, ef nokkrir, níu holna vellir á íslandi, sem slá Hlíðarendavelli við. Hann er mjög alhliða og krefjandi. Gegnum árin hafa þó nokkrir góðir, ungir kylfingar komiðfrá Sauðárkróki og skal engan undra. Þœr eru ekki margar, brautirnar að Hlíðarenda, sem skera sig úr, aðallega vegna þess hversu fáir veikleikar eru á vellinum. Hofsós Ekki forsenda fyrir byggingu íþróttahúss Byggðarráð Skagafjarðar telur ekki forsendur til að hefja framkvæmdir við byggingu íþróttahúss á Hofsósi á grundvelli tilboðs Hofsbótar ses og Ungmennafélagsins Neista sem bauðst til þess að fjármagna helming kostnaðar við bygginguna. í fundargerð byggðarráðs kemur fram að öll forvinna er of skammt á veg komin til að forsvaranlegt sé fyrir sveitar- stjórn að taka skyndiákvörðun um þátttöku í verkefninu og ýmsir þættir er lúta að framkvæmdinni óljósir. Lýsir byggðarráð þó yfir vilja sveitarfélagsins til þess að starf vinnuhóps aðila sem stofnaður var um verkefnið haldi áfram ogtengistvinnusveitarfélagsins að þarfagreiningu og stefnu- mörkun sveitarstjórnar í uppbyggingu íþróttamann- virkja og forgangsröðun íjár- festingarverkefna til framtíðar litið. Um leið og byggðarráð þakkar þann áhuga og stórhug sem tilboðsgjafar sýna þessu verkefni vísar ráðið hugmyndum um byggingu íþróttahúss á Hofsósi að öðru leyti til umfjöllunar í Félags- og tómstundanefnd í tengslum við vinnu nefndarinnar að tillögu til sveitarstjórnar um forgangsröðun uppbyggingar íþróttaðstöðu í sveitarfélaginu. Bjarni Jónsson bókaði að fleiri kynslóðir skólabarna frá Hofsósi og nágrannabyggðum hafi ekki átt þess kost að hafa aðgang að boðlegri íþróttaaðstöðu á svæðinu. Nú hafa íbúar tekið saman höndum um að breyta því og staðið fyrir almennri fjársöfnum og áheitum meðal heimafólks sem nægir fyrir talverðum hluta kostnaðar við byggingu lítils íþróttahúss í tengslum við nýja sundlaug á Hofsósi. Einnig er miðað við að lagt verði í umtalsverða sjálboðaliðsvinnu til að bygging fþróttahúss geti orðið að veruleika. Þegar hefur verið lagt í mikla vinnu við undirbúning af hálfu aðstandenda verkefnisins. Því sé mikilvægt að unnið verði áfram að farsælli lausn og útfærslu verksins með heimamönnum sem allir aðilar geta fellt sig við. Skagaströnd Gestabók á Spákonuhöfða Gestabók hefur verið komið fyrir í Spákonufellshöfða. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að kanna fjölda þeirra sem leggja leið sína um Höfðann. Á vegum Sveitarfélagsins Skagastrandar og samtakanna The Wild North er í gangi rannsókn á áhrifum ferða- þjónustu á villt dýra- og fuglalíf sem og að vekja áhuga ferðamanna á ósnortinni náttúru. Náttúrustofa Norður- lands vestra hefur tekið að sér að rannsaka fuglalífið í Höfðanum og annast Þórdís Bragadóttir, líffræðingur, um framkvæmdina. Ekki er einfalt að telja ferðamenn í Spákonufellshöfða og er því talið ódýrast og hagkvæmast að hafa gestabók staðsetta á áberandi stað og hvetja fólk til að rita nafn sitt í hana. Við botn Vækilvíkur hefur því verið komið fýrir litlum kassa og er gestabókin í honum. Þar er einnig könnun á vegum The Wild North um umhverfis- og nátturu-verndarmál. Hún er liður í að afla upplýsinga um viðhorf ferðafólks til friðaðra svæða og sjálfbærrar ferðamennsku. Náttúrutengd ferðaþjónusta er ein af markmiðum The Wild North og tilgangurinn að fjölga ferðamönnum sem áhuga hafa á því að skoða fugla- og dýralíf í ósnortnu umhverfi. Vaxtarsamningur Norður- lands Vestra hefur styrkt framkvæmd rannsóknarinnar og annarrar svipaðrar tengd- um selaskoðunum á Vatnsnesi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.